Austri


Austri - 18.12.1986, Síða 23

Austri - 18.12.1986, Síða 23
Egilsstöðum, jólin 1986. AUSTRI 23 uðum við okkur við tunnurnar. Sagt er, að vinnusvik íslendinga hafi hafist á stríðsárunum. Þar á eftir fór ég að vinna í flug- vellinum í Reykjavík. Þar var verkstjórinn breskur, en túlkurinn hét Baldur Líndal. Þessi breski maður var þægilegur í viðmóti. Þegar hann hætti störfum þarna sem verkstjóri, gáfum við honum kindargæru sútaða og fullunna. Af honum tók við skoskur maður, er nefndur var Patti daglega af undir- mönnum sínum. Við höfðum kaffi með okkur í vinnuna, en hann sagði, að við mættum ekki drekka það. Eitt sinn fór hann frá okkur nokkru fyrir kaffitíma, og vildu allir þá fara að drekka kaffið. Þá sagði ég: „Við skulum ekki drekka kaffið núna, heldur þegar hann kemur.“ Nú vildi þannig til, þegar Patti kemur aftur, að ég er næstur honum í röðinni. Tek ég þá upp kaffidót mitt og allir aðrir sem þarna unnu, að þremur undantekn- um. En Patti sagði ekkert þá né heldur eftir það. Kaffið kom ekki til frekari umræðu á þessum vinnu- stað. Nú vildi það þannig til, að offi- seri einn vildi reka mig, en það vildi Patti ekki. Hann vildi, að offiserinn færði rök fyrir því. Eitt sinn sem oftar keypti ég dagblaðið Vísi. Til þess að blaðið fyki ekki brott frá mér, setti ég smásteina á hvert horn þess og hafði það þannig á skurð- barminum — og las. Offiserinn sá þetta, og lagði að svo búnu fyrir að ég yrði rekinn. Það vildi Patti hins vegar ekki að yrði gert, en bað mig bara að lofa því að gera þetta ekki aftur, sem ég lofaði og stóð við. Eitt sinn var ég að moka í skurði, og hallaði honum upp á við. Sá ég þá hvar offiserinn kemur og starir á mig stórum augum. Ég færði mig ofar í skurðinn, eftir því sem hann Hrefna Tynes: Tveir skátasöngavar TenáraðiL ííúð skátaCjós, (áttu. það Cýsa þér. Láttu það eýCa andans eíd og aCít sem göjugt er. Pá verður dtía Cjósið þitt Cjómandi stjama skcer, Cýsir Cýð atta tíð, nm og fjctr. Pá átt, skáti, að vaka og vinna, vera trúr í þinni stétt; skátastörfam þínum sinna, segja satt og breyta rétt! Vekja þann á verði’ er sefur, vera sóCin björt og fdý. Fyrir dag ftvem Guð þér gefur gefst þér tœkifceri á ný! Auðunn Bragi Sveinsson lauk við að þýða erindi þessi úr dönsku 29. maí 1982. færði sig ofar á hólinn þarna rétt hjá. Og þegar offiserinn var kom- inn upp á hólinn, stökk ég upp úr skurðinum, tók í handfangið á skóflunni og snerist sjálfur í marga hringi. Ég hugsaði mér að sýna offiseranum það, að mér væri sama þótt ég yrði rekinn. Síðan fer hann að líta í kringum sig. Eftir þetta lét hann mig alveg í friði, karlinn. Það var verið að gera flugvöllinn í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Þarna voru mjög margir menn í vinnu. Ég var um tíma í fæði á matsölunni Heitt og kalt í Hafnarstræti. Þó að fæðið væri þar ódýrt, var það eigi að síður sæmilegt. Síðar borðaði ég á Ingólfs kaffi. Þar var fæðið mjög gott. Ég fór heim, austur að Þver- hamri, á milli. Eftir að suður kom vann ég uppi á Geithálsi við Reykjavík. Þar var mikið sprengt. Þá vann ég við birgðastöð hersins, skammt frá Sjómannaskólanum. Þarna voru um 70 manns í „vinnu“. Stundum komu aðeins tveir bílar á dag, ogjafnmargirfóru. Mennlágu á steingólfinu þarna. Þeir létu sér bara líða vel. Svo lenti ég í Nauthólsvík. Þar var verið að byggja eitthvað fyrir herinn. Vann þar þá maður, sem verið hafði herbergisfélagi minn á Siglufirði. Vinnan hófst með því að við áttum að bera smásteina á vömbinni langan veg. Þessi félagi minn var óánægður með það verklag. Hann vildi fá börur við þetta starf. Kom hann þá að máli við verkstjórann. Honum sýndist þetta ekki nema sjálfsagt mál, en sagði að Ameríkaninn vildi hafa það svona. Hann sagði, að sér væri sama þótt steinarnir væru hankaðir og dregnir. Við héldum þessum frumstæðu vinnubrögðum áfram. Eitt sinn kom ég inn í eldhúsið hjá Ameríkananum þama. Sá ég þá feitari mann en ég hafði fyrr augum litið. Ég sá bara ekkert mannslag á honum, svo afmynd- aður var hann af spiki. Allt var með mesta myndarbrag í eldhúsinu. Hjá Bretanum var þetta með öðrum brag. Þar var óþrifnaðurinn svakalegur. Það var ekki saman leggjandi. Sjálfur var ég með nesti frá þeim matsölum, sem ég borðaði hjá. Annars hef ég oft eldað og lagað minn mat. Síðast vann ég hjá hernum á Reyðarfirði. Þangað fór ég gang- andi með farangur minn frá Breið- dalsvík. Allnokkur var farangur minn. Ég gekk Fossárskarð, sem er beint á móti Breiðdalsvík. Síðan gekk ég Víkurheiði, milli Stöðvar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Síðast gekk ég Hrossdalsskarð til Reyð- arfjarðar. Leið þessa gekk ég á einum degi, og fann ekki fyrir því! Guðmundur Arason, núverandi útibússtjóri Kaupfélags Stöðfirð- inga á Breiðdalsvík, sagði mér, að herinn á Reyðarfirði hefði fylgst með mér frá Eyri og inn eftir. Guðmundur var þá í vinnu hjá hernum á Reyðarfirði, en það er önnur saga. Rétt á eftir var ég mættur á staðinn, enda ekki langt frá Eyri til þorpsins Búðareyrar við Reyðarfjörð. Ég fékk ekki strax við komuna áskilin skilríki frá hernum. Ég brá mér á ball, því að löngum hef ég verið ballsækinn, en vörðurinn hjá hernum neitaði mér um inngöngu eftir ballið. Vekja varð upp ís- lenska lögregluþjóninn til að koma þessu í lag. Næsta dag fékk ég svo skilríkin, og gat verið rólegur þess vegna. Ég vann við húsabyggingar, bragga sem allir þekkja. Ekki fannst mér þau hús beint falleg, enda var þeim ekki ætlað að standa lengi, þó að raunin yrði önnur. Eftir að herinn fór, skriðu íslend- ingar inn í braggana og þótti gott að nota þá sem húsnæði, svo voru þeir lítilþægir. 5 Óskum starfsfólki og Austfirðingum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. Gunnar & Snæfugl Reyðarfírði Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar Neskaupstað óskar starfsfólki og viðskiptamönnum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þakklæti fyrir viðskiptin og samvinnuna á árinu sem er að líða np •• 1* / X Tyo ljoð eftir Svein Ellingsen (f. 1929), norskt skáld. Nú er lífið hjá Guði geymt Nú er Cífð hjá Guði geymt. Vér gefumst Hans á vafd. Tendruð er von í sórri sorg. Gfeymir oss aCdrei Guð. í veraldarhúmi vaki drótt í veraCdarhúmi vaki drótt, vonin og trúin styrki. Einúver mú styðja auma fijörð. Guð, íat þinn vdja verða ájörð! Lúttu oss tifa þín Soð! Linhver skal Sera annars neyð, einfiver skal sýma niddi. Réttúetis ftaíúú vef ska( vörð, Guð, sé þitt ríki reist d jörðí Lúttu oss Cifa þín Soð! Herra, þú vakir um fidmsins nótt, í ftúminu Sýr þinn andi. Herra, þú sýmir oss konung Krist! JafnveC í þyngstu frautavist erum viú ött ftjú þér, Guð! Auðunn Bragi Sveinsson ís- lenskaði, des 1984. ífriði Guðs vérjoum ftvífú; oss júúmar jarðar skaut. Kristur gröf vora gjörði sér. Ætíð vér erum Guðs. Guð, vor Faðir, það geyrnrr Cíf, sem gengið er moídar tiC. Kristur oss fiejúr fueCi veitt. Tií Guös Hann unúún gekk. Dagur kemur. Dagur Krists. Þú tíminn mun tekinn Surt. Kristur fnrtist, aCCt nú er nýtt. Dauúann Guð hefur deytt. Nú er Cífið hjá Guði geyrnt. Vér gefumst Hans ú vaíú. Ljúf von gfcedd íCíftog deyð. Gféymir oss aCúrei Guú. : Auðunn Bragi Sveinsson snéri úr norsku 5endum starfsfólki og viðskiptavinum bestu jóla- og nýársósklr. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Dagsverk sf. Egilsstöðum 5endum starfsfólki okkar og viðskiptavinum okkar bestu óskir um Qleðilegjól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskipti og samstarf liðins árs. Valaskjálf Sími1500 Gleðileg jól farsælt komandi ár. Þakka viðskiptin á síðasta ári. Sveinn Guðmundsson Rafverktaki Egilsstöðum

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.