Austri - 18.12.1986, Side 24
24
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1986.
—
Kátt er umjólin hjá krökkum
Tekið úr jólablöðum Æskunnar frá 1916 og 1917
JÓLASAGA:
Anna og Pétur
aga þessi gerðist
viku fyrir jól.
Anna og Pétur
komu heim úr skól-
anum í síðasta sinni
fyrir jólin, — þau
voru búin að fá jóla-
frí.
Pétur litli var svo himinlifandi
glaður, að hann réði sér ekki. Hann
kastaði skólatöskunni sinni svo
hart á borðið, að það var eins og
hleypt væri af skammbyssu, svo
nærri lá, að mamma yrði dauð-
hrædd. Svo þreif hann í mömmu
sína og sveiflaði henni í hring á
góifinu, svo henni lá við svima.
En hvemig stóð á því, að Pétur
var svona óumræðilega glaður.
Það var af því, að veðrið var svo
stillt, frostin væg, tjarnir og ár
lagðar og mátulega mikill mjúkur
snjór í öllum skíðabrekkum og
sleðafæri ákjósanlegt líka. Anna
tók auðvitað sinn þátt í þessari
gleði, þó hún færi hægar, því að
hún átti bæði sleða og skauta.
Kennarinn þeirra var með lífi og
sál í útileikjum bamanna og brýndi
það fyrir þeim, hversu gagnlegar
þær íþróttir væm. Að skilnaði
hafði hann ort vísur handa þeim að
syngja sér til gamans, er þau
renndu sér á skautum, skíðum og
sleða í jólafríinu, og vom þær svo-
hljóðandi:
í fannklæddum hlíðum
við skríðum á skíðum,
líkt og stormbyljum stríðum.
Tra-ra!
Á leið þegar skellum
á skautum á svellum,
þá dunar í fellum.
Húrra!
Og sleðinn — hann bíður
hjá brekkunni fríðu
sá skoppar og skríður.
Tra-ra!
Við það má sér una,
að láta hann bmna
og brekkuna duna.
Húrra!
Þessar vísur vom þeim Pétri og
Önnu á við hálft kóngsríki, og
öllum skólanum. Það tók undir í
hverjum hól og kletti, þegar þau
vom að syngja þær. Enginn sagði:
Þey! Þey! Þar var öllum frjálst að
syngja. Það ætluðu rétt aðeins að
láta kennarann sinn heyra, að þau
kynnu að meta kveðskapinn hans,
enda þótti þeim öllum vænt um
kennarann.
En Pétur og Anna hugsuðu um
fleira en leiki sína og íþróttir.
Þau áttu sér leikbróður, er Jón
hét og var sonur fátækra hjóna í
nágrenninu. Þau höfðu hinar mestu
mætur á honum, því hann bar af
öllum jafnöldrum sínum að íþrótt-
um og var auk þess elskulegasti
drengur og vel gefinn. Hljóð hafði
hann ágæt og söng „Skíðavísurnar“
með svo snjöllum rómi, að þau
Anna og Pétur vildu helst að hann
syngi þær sem oftast, og margir,
sem framhjá gengu og hlýddu á,
sögðu:
„Þessi drengur fær fólk einhvern
tíma til að hlusta á sig“.
Nú kom þeim saman um það,
Önnu og Pétri, að gleðja Nonna á
jólunum svo um munaði. Mamma
hans keypti honum einu sinni
munnhörpu fyrir fáeina aura og
Nonni blés í hana dag eftir dag. En
einn morgun brást hún honum illa,
hann náði ekki úr henni nokkru
hljóði, hvernig sem hann blés. þá
varð hann raunamóður og gat ekki
tára bundist.
Þetta vissu þau systkinin og nú
átti Nonni að fá þá dýrustu og bestu
munnhörpu, sem til væri í kaup-
mannsbúðinni. Þau vissu að ekkert
myndi gleðja Nonna meira.
Pétur átti 25 aura og Anna 50.
Þessi upphæð átti nú að fara fyrir
hörpuna, og hrykki það ekki, þá
hafði mamma þeirra lofað að bæta
því við, sem á vantaði.
Þau keyptu nú munnhörpuna og
á aðfangadaginn lögðu þau Anna
og Pétur af stað á skautum til að
færa Nonna dýrgripinn og dálítið
góðgæti.
Því verður ekki með orðum lýst,
hvað Nonni varð glaður. Hann
þakkaði fyrir gjöfina og fór þegar
að blása.
— Fyrst af öllu lék hann lagið við
„Skíðavísumar“, en síðan hvert
lagið af öðru, sem hann hafði lært
í skólanum, eins og „Eldgamla ísa-
fold“, „Stóð ég úti í tunglsljósi"
o.fl. o.fl. Og hann blés af svo
mikilli list, að allir, jafn eldri sem
yngri, höfðu yndi af að heyra til
hans og hópuðust í kringum hann.
Sjálfum sér hét hann því, að
þegar hann kæmi aftur í skólann,
þá skyldi hann hvorki gera sér eyru
né hljóð ónýt í söngtímanum. Og
hann efndi það dyggilega.
ú er ég svo gamall
sem á grönum má
sjá — margra barna
faðir í mannheimi.
En þá var ég tíu ára.
Þó er mér það eins
minnisstætt og það
hefði skeð í gær.
Veðrið var gott; blæjalogn og
víkin spegilslétt. En útlitið var
þungbúið. Þó mun pabbi hafa átt
von á góðu einu þann dag, því hann
réri þegar í aftureldingu.
Þeir réru tveir á báti, pabbi og
Jón bróðir minn. Ég svaf eins og
rotaður selur þegar þeir fóru og
hafði ekki hugmynd um, er pabbi
laut niður að mér og kyssti mig á
ennið. En mamma fylgdi þeim nið-
ur að naustinu, hjálpaði þeim að
setja fram bátinn og bað þeim
góðrar ferðar. —
Svo leið og beið fram undir há-
degi. Loftið þyngdist jafnt og þétt,
en lognið hélst. Þá fóru að koma
stormrokur annað slagið og loks
skall á óslitinn ofsastormur, svo að
hvein í klettunum við sjóinn og
þaut í þekjunni yfir höfði mínu.
Öldurnar létu ekki Iengi á sér
standa að dansa eftir slíkum hljóð-
færaslætti. Þær risu fjallháar úti á
flóanum og brotnuðu og byltust um
í dauðateygjunum uppi í fjörunni.
En sumar spýttust eins og Geysis-
gos upp á milli klettanna á Seltang-
anum.
Mömmu var ekkert um þessi læti.
Hún vissi sem var, að ekki þarf
miklar öldur til að koma fyrir katt-
arnef Iitlu og Iélegu tveggja manna
fari. Og ef þessi stormur réði nú
niðurlögum bátsins okkar, þá yrði
hún ekkja — stæði ein og styrktar-
laus með fimm ung börn, efnalaus
að kalla, því búslóðin hefði ekki
gert mikið meira en hrökkva í
búða- og bankaskuldir. En sjálf var
hún heilsuveii og hlaut að van-
treysta orku sinni til vinnu.
Ég vissi þá ekki mikið hvað lífið
var. En þó held ég, að ég hafi hugs-
að alvarlegar í það skipti en nokkru
sinni síðar, þótt vit og reynsla hafi
aukist. Ég hafði oft heyrt talað um
báta, sem fórust, og vissi því um
hættuna. Og ég sá það af hyggjuviti
mínu, að ég átti ekki einungis á
hættu að missa föður minn og elsta
bróður, heldur gat ég líka átt þess
Btíndings-
leikur
Þou fioppa op sfoppa op síjótast ogfelast,
en skottam sjónleysið táímar,
þau stáía á tóimnt og steíast
að strjúÉast fijá homrn, semfálmax.
Já, það kostax (eitandam þoímmœði
að þukla’ innart alían salim.
Á Sorðim bróðir hans faýpur, —
en 6est er þó fösa jóltn.
Op teípumar ýskra, þasr iða og skrílíja,
þcer á qeta verið fÚjóðar;
sem andar úr vegi þcer víija
og viíla’ fiann — og þykjast góðar.
En minnist þess, höm, hversu. bágt á sá
sem blmduna hlýtur dð íiða. [maður,
Peim er eldá íífið ledair,
sem Ijósvatta rteyðist að stríða.
von, að verða að yfirgefa móður
mína og bernskuheimili mitt —
fjöruna með skeljunum og fjalls-
hlíðina blómskreyttu — og hrekj-
ast vinalaus milli manna og bæja £
ókunnri sveit. En ég lét ekkert bera
á þessum hugsunum mínum og lék
mér við systkini mín eins og ekkert
hefði í skorist. Ég vildi ekki angra
mömmu með því að fara að tala um
þetta við hana—ég sá að hún hafði
nóg að bera samt. En systkini mín
voru svo ung, að þau sáu ekki hætt-
una sjálfkrafa, og þá var best, að
þau vissu ekkert um hana.
Svona leið dagurinn að kvöldi.
— Mamma var alltaf með annan
fótinn úti á hlaðinu að gæta að, ef
eitthvað sæist til bátsins, en hann
kom aldrei í augsýn. Hún afklæddi
okkur, er tími var til þess kominn,
og lét okkur þylja bænir okkar.
Sjálf háttaði hún víst ekki það
kvöld.
☆ ☆
☆
Það, sem að framan er sagt,
gerðist í byrjun nóvembermánaðar.
Báturinn kom ekki fram og ekk-
ert spurðist til hans. Bóndinn á
Nesi, næsta bæ við Selvík, léði
mömmu son sinn, Grím að nafni,
til að hirða búpening hennar yfir
veturinn.
Mamma var ekki mönnum sinn-
andi lengi vel. Þó var eins og von-
arneisti lifði í kulnuðum glæðunum
hjá henni. Hvern aðkomumann
spurði hún um bátinn — hvort ekk-
ert hefði frést til hans, hvort ekkert
hefði rekið úr honum og svo fram-
vegis. En alltaf var sama svarið.
Nei og aftur nei.------- —
Og svo komu jólin.
Undirbúningur þeirra var lítill
hjá okkur og leit út fyrir að þau
yrðu dapurleg.
Þegar við höfðum borðað á að-
fangadagskvöldið, kveiktum við
börnin á kertum, sem mamma hafði
gefið okkur. Mamma las húslestur-
inn og ég hlýddi á með barnslegri
lotningu fyrir guðsorðinu.
Þá var allt í einu barið.
Mamma lagði frá sér bókina,
kveikti á týruglasi og kvaddi Grím
til fylgdar við sig fram.
Þeim dvaldist nokkuð lengi
Austfírðingar
A ustur-Skaftfeltíngar
Þið fáið alltfyrirjólin í verslunum
KASK
Matvörudeildir Höfn
og Nesjum.
Bóka- og
búsáhaldadeild,
vefnaðarvörudeild,
járnvörudeild,
útibú Fagurhólsmýri.
Sími 81200.
G.M.
JÓLAGJÖF
SAGA EFTIR AÐALSTEIN SIGMUNDSSON FRÁ ÁRBÓT