Austri


Austri - 18.12.1986, Qupperneq 28

Austri - 18.12.1986, Qupperneq 28
28 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1986. Heimsókn í Hallormsstað Blaðamenn litu inn í Skógrækt ríkisins á Hallormsstað og okkur tókst að króa Jón Loftsson, skógar- vörð á Austurlandi af, uppi á skrif- stofu og áttum við hann stutt spall um starfsemi Skógræktarinnar. — Til að byrja með, hvert er markmið Skógræktarinnar? í frumvarpi sem verðið hefur að velkjast um í þinginu og ekki hefur enn náðst að afgreiða, segir um markmið Skógræktarinnar. 1. grein: Markmið laga þessara (þ.e. markmið Skóg- ræktarinnar) er að skóg- lendi verði verndað, aukið og bætt. 2. grein. Að nýir skógar verði ræktaðir þar sem það er talið hagkvæmt. 3. grein Að frætt verði og leið- beint um meðferð og ræktun skóga, skjólbelta og annars trjágróðurs. Þessar greinar segja í raun hvað það er sem okkur ber að stefna og vinna að. — Hver eru þau verkefni sem Skógræktin á Hallormsstað vinnur að? Þjónustusvæði Skógræktarinnar og mitt sem skógarvörður nær allt frá Bakkafirði og suður að Skeið- ará. Þessu svæði ber okkur að sinna með ráðgjöf og eins útvegum við skógræktarfélögum og einstakling- um á þessu svæði þær plöntur sem þeir vilja rækta, en við framleiðum þær hér í gróðrarstöðinni. Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur landsins og eitt stærsta landssvæði Skógræktar ríkisins á landinu, það er búið að sýna sig að þetta svæði er einna best fallið til ræktunar skóga. Hér erum við að rækta nytjaskóga og erum þegar farnir að framleiða timbur í nokkr- um mæli. Gróðrarstöðin hér er eini fram- leiðandi garðplantna á Austurlandi og okkur ber að vera með allar helstu tegundir garðplantna sem fólk vill rækta í görðum hjá sér og sjá um sölu á þeim. Eitt af okkar verkefnum er Fljót- - dalsáætlunin og sé ég um stjórn á þeim framkvæmdum í samræmi við það fjármagn sem ríkisvaldið skammtar okkur. Hallormsstaðaskógur er eitt vin- sælasta útivistarsvæði landsins a.m.k. að sumri til, þar höfum við ákveðnum skyldum að gegna gagn- vart ferðafólki og það gerum við m.a. í gegnum tjaldsvæðið í Atla- vík. Þó hér sé timburframleiðsla komin af stað, þá má segja að skóg- ræktin sé ennþá á tilraunastigi og því eru tilraunir þáttur, sem við verðum að sinna í samvinnu við Tilraunastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Og svo framleiðum við náttúr- lega jólatré, þetta eru þau helstu verkefni sem við erum að vinna að hér á Hallormsstað. — Hvað nægja tekjur skógrækt- arinnar fyrir stórum hluta rekstrar- kostnaðar? Heildarútgjöld samkvæmt áætl- un er eitthvað rúmar 10 milljónir og af því er launakostnaður um 6 milljónir, önnur rekstrargjöld, við- hald og stofnkostnaður um 4 mill- jónir. Þetta ár kemur mjög vel út tekjulega og mér sýnist að allt í allt munu liðir sem við getum talið okk- ur til tekna nema um 8 milljónum. — Hvernig hefur Fljótsdals- áætluninni miðað áfram? Fljótsdalsáætlunin fær alltaf sína föstu fjárveitingu á hverju ári, en því miður hefur hún lent þannig í kerfinu að hún hefur ekki orðið að neinu í verðbólgudansinum. Fyrsta fjárveitingin kom árið 1969 og á þeim tíma var það nokkuð stór upphæð, en fyrir þá upphæð sem Fljótsdalsvirkjun fær í dag get ég ekki framkvæmt nema um tíunda hluta þess sem hægt var þá. Þeim hefur alltaf verið að fjölga sem hafa haft áhuga á að vera með í þessu en við höfum ekki getað sinnt þeim vegna fjárskorts. Svo eru menn uppveðraðir yfir áætlunum um ræktun skóga í upp- sveitum Árnessýslu þar sem ýmsir aðilar ætla sér að láta stórskóga ís- lands vaxa, en hérna er tilbúin áætlun sem er í algeru fjársvelti. — Hvað er það sem veldur þess- um mikla áhuga manna á ræktun skóga í uppsveitum Árnessýslu? Það eru nokkur svæði á landinu sem hafa öll þau skilyrði sem til staðar þurfa að vera til að skógur geti vaxið, það eru t.d. ýmsir veðurfarslegir þættir. Hér hjá okkur er eitt af bestu svæðunum, en það eru fleiri staðir þar á meðal uppsveitir Árnessýslu, sem hafa öll þessi skilyrði. En þarna eru bara engir skógar og ekkert sem bendir til þess að þarna sé mikils að vænta með skógrækt í framtíðinni. Hér er hins vegar allt tilbúið undir skóg- rækt í stórum stíl. Við vitum ná- kvæmlega hvaða tegundir við eig- um að nota og við höfum landið til- búið. Ég tel það því ekki vera rétt að fara þarna af stað með skógrækt í mjög miklum mæli og eyða til þess miklum fjármunum án þess að vita í rauninni um hugsanlegan árang- ur. Frekar væri að gera tilraunir á þvf svæði til að byrja með, en láta frekar almennilegar upphæðir í skógrækt á því svæði þar sem menn hafa árangurinn fyrir augunum og alla hluti tilbúna, eins og t.d. hér. Við höfum tilbúna áætlun þ.e. Fljótsdalsáætlunina sem er í algeru fjársvelti þannig að það liggur bein- ast við að veita fjármunum í hana en ekki eitthvert ævintýri í Suður- landinu. — En að lokum, hvernig getur Skógræktin komið inn í þær-bú- háttabreytingar sem nú eiga sér stað í sveitum? Áhugi manna fyrir skógarbú- skap virðist vera að vakna, og það sem ég hef mikinn áhuga fyrir þessa dagana, er skógrækt í miklum mæli á stóru svæði. Það hafa nokkrir að- ilar á Völlum sýnt áhuga á því að fara út í skógarbúskap og ef sá áhugi myndi verða almennari, þá væri hægt að losna við mjög stóran kostnaðarlið sem eru girðingar. í stað þess að hver girti fyrir sig, þá yrðu þeir sem ekki færu út í skógar- búskap girtir af og hitt svæðið haft opið. Þá væri hægt að fara að planta í geysistórt svæði sem færi að gefa af sér eftir nokkur ár. En fólk er tiltölulega nýbúið að fá þessar tilkynningar um sölu full- virðisréttar inn um bréfalúgurnar og þetta eru ekki ákvarðanir sem fólk tekur á stuttum tíma. Það er að sjálfsögðu erfitt að breyta yfir úr einhverju sem menn hafa verið að byggja upp og eins þarf eitthvað meira að koma til en eingöngu það sem fæst fyrir fullvirðisréttinn. En það er mjög mikilsvert að fólk skuli vera búið að koma auga á það að skógrækt er líka raunhæfur mögu- leiki og eins og ég sagði áðan, þá eru nú þegar nokkrir aðilar búnir að lýsa yfir áhuga sínum á skógar- búskap. ÖÞE Húsmæðraskólinn á Hall- ormsstað á sér nokkuð fastan sess í hugum Austfirðinga og þá kannski sérstaklega þeirra sem Héraðið byggja. Þær eru ófáar húsmæður á Héraði sem upphaflega komu til Austurlands til að stunda hús- stjórnarnám í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað. Áður fyrr þótti húsmæðraskóla- nám sjálfsagt og nær nauðsynlegt hverri konu, en svo komu aðrir tímar og síðustu árin hafa hús- mæðraskólarnir víða staðið svo til tómir og hvergi virtist gert ráð fyrir þessu námi innan skólakerfisins. Það hafa því á undanförnum árum verið lagðir niður margir hús- mæðraskólar víða um landið, en við hér á Austurlandi erum svo heppin að hafa enn okkar skóla á Hallormsstað. Margir hafa kannski óljósan grun um að nám í húsmæðraskóla sé ekki alveg eins og það var á þeim árum þegar allar konur fóru á húsmæðraskóla, en hvernig það er núna vita sennilega fæstir. Til þess að forvitnast um hvað nú er að ger- ast í Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað, heimsóttu fréttamenn Austra skólann og ræddu þar við þær Margréti Sigbjörnsdóttur skólastjóra og Kolbrúnu Sigur- björnsdóttur kennara. — Hvað er að gerast í Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað þessa dagana? Á haustönninni erum við með námskeið fyrir grunnskólanem- Sendum viöskiptavinum okkar og starfsfólki bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Hraðfrystihús Eskifjarðar Eskifirði Nokkuð er um sölu arinviðar frá Hallormsstað, en hann ersagaður úr birki. Jón Lofts- son stendur hér við eina af arinviðarpokastæðunum.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.