Austri


Austri - 18.12.1986, Side 29

Austri - 18.12.1986, Side 29
Egilsstöðum, jólin 1986. AUSTRI 29 endur víða af austurlandi. Nem- endur 7. eða 8. bekkjar grunnskól- anna koma hér og eru viku í senn 20 - 24 í hóp og þá halda þau í raun- inni heimili fyrir sig í þennan tíma. Tíminn fram að áramótum fer í þessi námskeið fyrir grunnskóla- nemendurna og getum við þó ekki alveg sinnt óskum skólanna um fjölda námskeiða. — Hvað starfa margir við skólann? um. Þetta er mikil framför því áður var þetta nám hvergi metið, hvorki í skólum eða á vinnumarkaði. — Verðið þið varar við aukna aðsókn eftir að farið var að meta námið meira? Aðsókn að skólanum hefur auk- ist mikiðs.l. tvö árognúþegar hafa borist umsóknir um skólavist í vetur sem fylla skólann. í Einingu, blaði framhaldsskóla á Austur- landi, sem var gefið út fyrir tveimur Margrét Sigbjörnsdóttir og Kolbrún Sigurbjörnsdóttir. Við erum 2 sem kennum á haust- önninni og þá kennum við 40 tíma á viku hvor. Kennsluprógrammið er í gangi hjá okkur báðum frá 9 á morgnana til 2 á daginn og í eftir- miðdaginn eru bóklegir tímar sem við tökum til skiptis. Síðan skipt- umst við á að sjá um gæslu þannig að við erum 1 og Vz sólarhring hér í úthaldi í einu til skiptis. Auk þessa er Heiðrún Valdimarsdóttir í Vi starfi hér sem aðstoðarstúlka. Eftir áramótin bætist hér við starfs- liðið. Kolbrún sem nú er ræsti- kennari tekur við fatasaums- kennslu og við bætist matreiðslu- kennari og vefnaðarkennari og ég (Margrét) tek við ræstikennslunni með skólastjórninni. Á haustönn- inni verð ég að nota kvöldin og næt- urnar til þess að sinna skólastjórn- árum var pistill um Húsmæðraskól- ann á Hallormsstað. Þcssi pistill var settur upp í léttum og líflegum dúr og fljótlega eftir að blaðið kom út rigndi hér inn umsóknum. Þetta sannaði mér að auglýsing og kynn- ing er afar mikilvæg til að auka að- sóknina að skólanum. — Hvað eru nú margir svona skólar á landinu? Það eru bara 3, hér á Hallorms- stað, í Reykjavík og á ísafirði. Ég held því fram að búið sé að ganga dálítið mikið af þessum skólum dauðum með því hvað þeir hafa lítið verið kynntir og auglýstir. Al- menningur veit ekki hvað nú fer fram í þessum skólum. Þær hug- myndir sem fólk hefur eru frá því mamman eða amman voru í hús- mæðraskóla og margir halda að Grunnskólanemendur í eldhúsi húsmæðraskólans. inni því með 40 tíma kennslu auk gæslu gefst lítill tími á daginn til að sitja á skrifstofunni. — Hvenær byrjar Hússtjórnar- skólinn og hvað er þá kennt? Hann byrjar nú strax eftir ára- mótin 7. eða 9. janúar og stendur í 4 mánuði. Þá er kenndur hér fata- saumur, vefnaður, matreiðsla og ræsting. Síðan eru kenndar bók- legar greinar sem þá tengjast beint verklegu fögunum svo sem mat- vælafræði, næringarfræði, snið- teikning, efnisfræði og vefnaðar- fræði. Almennar greinar eins og ís- lenska, stærðfræði og slíkt eru ekki kenndar lengur hér. — Hvernig er þetta nám metið núna? Þetta nám er núorðið metið til eininga innan framhaldsskólanna og reyndar tel ég að mér sé óhætt að segja að þetta sé metið til launa- hækkunar í ákveðnum starfsgrein- þannig sé það enn. Ég hef rekið mig á það þegar grunnskólakrakk- arnir eru hér í skólanum að þau spyrja svo einkennilegra spurn- inga. Þau virðast halda að hér sé allt óskaplega strangt og það sem hér sé verið að gera sé aftan úr grárri forneskju. Þau verða jafnvel undrandi að sjá hér sjónvarpstæki. Þessir skólar hafa mikið breyst, en það hefur gerst í þegjanda hljóði og án þess að fólk viti nokkuð um það hvernig skólarnir eru eftir þessar breytingar. — Hvernig er nýtingin á skól- anum hér? Fyrir áramótin eru grunnskóla- nemendurnir hér og strax eftir ára- mótin byrjar hússtjórnarskólinn og stendur fram í maí. Svo höfum við verið hér með svokölluð orlofs og endurmenntunarnámskeið s.l. 2 vor. Það gekk mjög vel í fyrra og fólk var ánægt með þessar orlofs- vikur, en s.l. vor var aðsóknin ekki nógu góð, þá vorum við á öðrum tíma, sem hefur verið óheppilegri. Ef við höldum áfram með þessi námskeið þá er spurning hvort við auglýsum þau ekki meira og reynum að ná til fólks víðar af land- inu. Þessi námskeið geta verið mjög skemmtileg. Þeir sem vilja geta verið hér alveg í fríi og fólk getur einnig valið sér ýmis nám- skeið sem boðið er upp á. Á sumrin hefur verið rekið hér hótel. — Hvernig hefur reksturinn á skólanum gengið? Það hefur nánast gengið hörmu- lega eins og á flestum ríkisstofnun- um. í fyrsta lagi álít ég að hér sé alltof fátt starfsfólk til þess að maður geti hugsað sér að vera í þessu ár eftir ár. Á haustönninni er þetta sérstaklega mikil vinna, hún er að vísu borguð, en maður hefur ekkert val hvort maður vilji fá þessi laun og vinna svona mikið, það bara verður að gera þetta því það fæst ekki leyfi til að ráða hingað fleira starfsfólk. Það getur hrein- lega ekki gengið svona ár eftir ár. Við höfum talað um það að annað hvort skaffi grunnskólarnir gæslu- mann með sínum hópum eða að það fáist leyfi til að ráða hingað manneskju sem væri hér við gæslu eftir að kennslu lýkur á daginn og gæti þá líka gert eitthvað með krökkunum á kvöldin. Við höfum hreinlega ekki úthald til þess eftir fullt starf yfir daginn. — Á skólinn framtíð fyrir sér? Ég hef ekki heyrt að neinar hug- myndir séu um að leggja þennan skóla niður, enda varla ástæða til þess þar sem nýting hans verður að teljast góð. Það er gaman að geta þess að von er til þess að á næstunni verði lagt nokkuð fjármagn í að laga húsið sem er orðið afar brýnt. Þetta er sérstakt og skemmtilegt hús sem á sér merka sögu og það er óhætt að segja að það gegnir enn mikilvægu hlutverki því hér er allt- af eitthvað um að vera. VS Við litum inn í kennslustund í Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað og tókum nemendur tali þar sem þau voru þar að störfum, en þessa viku voru nemendur úr Grunnskólanum á Egilsstöðum á hússtj órnarnámskeiði. „Petta er alveg frábærlega gaman sagði Kristín Pórhallsdóttir. „Ég vildi gjarnan vera héma aðra viku, ég gæti alveg hugsað mér að fara í skólann hérna“. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum viðskipti liðinna ára. Munið okkar árlegu fíugeldasölu. Verslun Gunnars ^vGcfr Gunnarssonar Selási 1, Egilsstöðum Sendum Austfirðingum bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gleraugnasalan Laugavegi 65, sími 91-18780. Gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs óskum við starfsmöm am og viðskiptavinum okkar með þakklæti fyrir samvinnuna á árinu sem er að líða. ►ARBANKÍ LANDS Reyðarfirði

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.