Austri


Austri - 18.12.1986, Page 38

Austri - 18.12.1986, Page 38
38 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1986. — ÁRMANN HALLDÓRSSON: YÍSUR Úr þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar. Ármann Halldórsson tíndi saman. Þetta er úr eldri útgáfunni og vísað til hefta með rómverskri tölu og síðan blaðsíðutals. Andíit snýr í austur, eg figg á síeða, köíd dns og fdaki kann mér þó ei íœd. Petta er draumavísa stúlku á Kirkjubæ. Hún heyrði vísuna hafða yfir með unglegri rödd. Um morguninn var ekið þangað líki unglings sem hún vissi ekki að væri dáinn. 11,13. Öðmmegin á fie.nni er fiann þeygifafdur. Ájrosnum vegifrá fienni jmnst frnnn veginn kafdur. Hjón nokkur, sem hétu Ásdís og Snjólfur bjuggu í Skriðdal. Ásdís átti barn framhjá manni sínum og varð það til þess að þau skildu. Barnið var drengur og ólst upp á Skriðu í Breiðdal. Eitt sinn að vetrarlagi fýsti Ásdísi að fara niður yfir heiði að sjá son sinn á Skriðu og fær Snjólf að fylgja sér yfir fjallið. Hann gekk með henni austur í Pröng, en sumir segja langleið að Þorgríms- stöðum. Snjólfur sneri þá heimleiðis, en er hann kom ekki til bæja var hafin leit og stóð í fjóra daga. Hugðu menn þá að hann mundi hafa lent út á Skriðuvatn og drukknað og var leitinni hætt. Nótt- ina eftir dreymir Guðnýju Árnadóttur á Hall- bjarnarstöðum að ókunnur maður kæmi á glugga og færi með vísuna. Það varð til þess að enn var farið að leita og fannst þá lík Snjólfs á þeim forna vegi sem um getur í vísunni. Það var áverljalaust með öllu og þótti undarlegt að höfundur vísunnar skyldi vísa á nokkurn veginn réttan fundarstað en tilgreina skakka dánarorsök. 11,24. Svonafer um sáíað fiofd sumra miíli þjóða. Leggðu 6einið mitt ímofd, rruetust fuingatróða. Kona ein Sigþrúður að nafni tíndi rekarusl í eld á fjöru og bar í eldhúshorn. Nóttina á eftir dreymdi hana mann sem kvaðst eiga bein í þessu rusli - og fór með vísuna. Þegar konan leitaði í hrúgunni fann hún þar mannsbein og kom hún þeim í vígða mold. 111,17. Öfdungis gengur yfir mig af þeim sfysaföflunum, 6öfvuð Grímsá 6efgdi í sig 6cmdur þrjá af Vöffunum. Bændurnir voru Eyjólfur Jónsson á Gíslastöðum, Jón Pétursson á Eyjólfsstöðum og Sigurður í Tunghaga. Þeir voru á heimleið frá messu í Valla- nesi, en áin hafði vaxið mjög meðan á guðsþjón- ustunni stóð. Þeir hugðust komast yfir á spöng og talið varla sjálfrátt, enda var Gerðis-Móra kennt um. SigurðurÓlafssonbeykirgerði vísuna. 111,180 Hoifðu á minnfót. Tíu eru á fionum tcer, kringfóttar sem keraíds6otn og kícer. Stúlka nokkur einbeitt og þrekmikil gætti fjár í inndal í Múlasýslu, svo langt frá bæjum að hún fór ekki heim, heldur hafðist við í kompu inn úr einu húsinu um nætur. Hún hýsti féð fyrir dagsetur á aðfangadagskvöld og gaf því, en fór síðan að gera sér skó í kompunni. Að því loknu setur hún skóna upp, réttir frá sér fætur og segir við sjálfa sig: „Sjáið á mér fótinn!" Þá var vísan kveðin dimmri röddu frammi í húsinu, en dólgur mikill kom inn aðra króna. Stúlkan varð hrædd, stökk á dyr og linnti ekki hlaupi fyrr en á Hofi í Álftafirði. IV, 178. Hrópa ég hátt í fieffi inn, fieyrðu td mín Skrúðs6óndinn: Göfugustu gufffdaðsfín giftu mér, fiana dóttur þín. Það voru prestsdóttirin frá Hólmum, sú er Skrúðsbóndi heillaði til sín og missti af barnsförum, og Skrúðsbóndi, sem áttu dóttur þá sem sjómaður einn mangaði til við með þessari bónorðsvísu. IV,245. Komist ég þessari kreppu úr og Kristur viíji mig spara, afdrei skafég yfir Búr á cevi minnifara. Mælt er að Þórður kansellíráð Bjarnason kvæði vísu þessa er hann var á leið yfir fjallið Búr milli Fagradals og Böðvarsdals í Vopnafirði í hörku. Þar lá fyrrum leið í halla upp frá sævarhömrum og þótti glæfraleg þegar harðfenni var og svellað. VII,33. Rennið þið heifar í fvaga, gerið engum 6aga, vaxiykkur mör í maga, mjófkí spena ogfvoídá keini. Guð greiði götu mína, geng ég öruggur hdm. Þetta er ærrekstrarbæn, menn krossuðu yfir fjárhópa í lausu lofti til heilla og lásu bænir yfir þeim. VII,39. ,Afskínandi er núfoíd, af er runnin gríma.“ „Pað var kerti, en þú ertmofd og þegiðu einhvem tíma.“ Stúlka vakti yfir líki sem reis upp við dogg og fór með fyrri vísuorðin tvö. Þá réðst stúlkan á líkið, lagðiþaðútaf ogbotnaði vísuna. VII,49. Gamaít sker fiún Gríma er, aerð af sjáf fum Drottni. Situr nún nér, það sjáum vér scevarföst á 6otni. Vísuna gerði Jón Jónsson (eða Guðmundsson) ákvæðaskáld á Berunesi í Reyðarfirði. Hann átti galdrabók frá álfum sem vildu ná henni af honum. Eitt sinn svarf aðsúgur þeirra svo að honum að hann mátti flýja í skerið Grímu fyrir Beruneslandi. Þar varðist hann sólarhring heilan og kvað af sér óvinina. VIII,39. FaCCins firóður íifir fýð íaiuís á sfóðum kyrrum. Héma kfóðugt fiáði stríð fietjuþj óðin fyrmm. Orustukambur kallast hamar einn niður af Kækjuskörðum í Loðmundarfirði. Sú saga er um upptök nafnsins að þar hafi Loðmfirðingar og Borgfirðingar barist einhverju sinni snemma á öldum. VIII,48. í fatti mínum fiefd ég á fivað sem öðru tíður. Fögur mcefvr fafdagná: „Fíjótið mér ofkýður.“ Þessa vísu kvað Sigurður Jónsson Fljótsdæla- skáld er hann kom að Brekku ásamt tveim mönnum öðrum. Hugðust þeir ríða fljótið austur yfir við Fljótsbotninn eins og stundum var gert um það leyti. Kona Ólafs læknis Brynjólfssonar á Brekku úrtaldi förina, sagði að sér ofbyði fljótið. Ferða- mennirnir þrír létu sér ekki segjast, héldu af stað og fórust allir. VIII,61. Eyjóífur er óímur að sfá, aílvef fionum kítur, en Gvendúr stendur grannur fijá, grár að fit sem skítur. Þessi vísa er eftir Húseyjar-Gvend, þ.e. Guð- mund Filippusson í Húsey, sem var fjölkunnugur maður, kankvís og hrekkjóttur, en skáld gott, þó klæmskur. Eyjólfur var Þorsteinsson bóndi á Hey- skálum á Útmannasveit, sem Guðmundi var dá- lítið uppsigað við. VIII,128. Hrittu móð úr fiyggjusfóð, fxundxn gfóða tjama. Veigatróðan vertu góð vió frann Híjóða-Bjanra. Bjarni þessi var frá Heiði á Langanesi, íþrótta- maður og gjörvilegur. Hann fló gjaldbuxur af kvenmanni var sagt, og skorti aldrei fé, en löngum viðþolslaus af kvensemi. Hann var slíkur misindis- maður við skepnur að engir vildu hafa hann og hálftruflaður á geði. Flæktist nokkuð um Austur- land. VIII,215. Ef ég kemst í Afmenning öff eruforfög 6úin. Síðast þaðan scekir þing sáf mín ofur fúin. Vísan er eftir Jón Bjarnason sem kallaður var almáttugi. Hann var axfirskur að uppruna, en bjó lengi á Ásbrandsstöðum. Þegar hann var á efri árum fundu synir hans upp á því að nema land í Almenningi inni í Selárdal. Jóni var nauðugt að fara til þeirra, eins og vísan sýnir, en svo varð þó aðvera. VIII,260. SóíinfaCCa, sem menn kaffa náðu, Hrappsstaða í ceginn er undir gengin, virðist mér. Mikael Illugason ættaður frá Skinnastað lagði hug á forkunnarfallega stúlku sem Sigríður hét og var kölluð fjallasól. Hún vildi ekki þýðast hann, heldur giftist í Hrappsstaði. Þá gerði Mikael þessa vísu. VIII,289. Úr kröttufjaííi 6jargið vaft og kyftxst ofan á fiauður. Hefur þofað fieitt og kaít og fieitir því Ókfauður. Á Krossanesi við Reyðarfjörð er heljarbjarg með þessu nafni. Þetta er Grettishaf sem hvílir á þrem minni steinum á hárri klöpp. IX,69. Verstaöan er varta góð, þá vindurinn nceðir ftvassi. Anúíitið d einum stóð út úr miójum rassi. Þegar Margrét ríka bjó á Eiðum hafði hún ver- stöð á Krosshöfða út frá Unaósi og bjuggu ver- menn hennar í helli þar sem Ósrass kallaðist. Síðar lét bóndi einn ofan af Héraði menn sína liggja þar við. Hann fór einn tíma að hitta þá. Þegar hann kom á klettinn uppi yfir hittist svo á að einn vermanna rak út höfuðið. Um atvik það gerði bóndi vísuna. IX,90. Vindur ekki vdt af synd. þótt vandra geri títt um fand. Syndiryfvr svaía Cinú, í sandinn ekki sfeppur grand. Vindur er Fjalla-Eyvindur, og á hann að hafa

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.