Austri


Austri - 18.12.1986, Qupperneq 43

Austri - 18.12.1986, Qupperneq 43
Egilsstöðum, jólin 1986. AUSTRI 43 Úr miðborg Istanbul. Hilton hótelið gncefir yfir. innar, og senn eiga gömul og hálf- hrunin hús að víkja. Atvinnuvegirnir í Tyrklandi eru einkum landbúnaður, fiskveiðar og námugröftur, auk iðnaðar og þjón- ustu sem tengist þessum greinum. Merkin um þessa atvinnuhætti sjást víða. í Tyrklandi eru miklar kola- námur, og það leynir sér ekki í Istanbul. Borgin er hituð upp með kolum og mengunin er skelfileg þegar kolarykið bætist við út- skjalanna og hafa vakt við þessi ljós. Landbúnaðurinn samanstendur af ávaxtarækt og sauðfjárrækt og það er einkennandi fyrir veitinga- hús í Tyrklandi að þar er lambakjöt númer eitt á öllum matseðlum í ótal útgáfum. Einkum eru það hinar svokölluðu Kebab steikur sem eru vinsælar, þar sem kjötið er skorið niður í strimla og raðað á einhvers konar grilltein. Síðan er Brúðhjón i Tyrklandi. blástur frá aragrúa bíla, sem æða um götur borgarinnar. Gatnakerfið er sprungið, enda er okkur tjáð að 25 þúsund bílar hafi bæst við í borg- inni á þessu ári. Umferðarregl- urnar liggja ekki í augum uppi. Eina ráðið þegar farið er yfir götu er að pata og banda frá sér og skorið utan af jafnóðum og steikt er. Lambakjötið þarna var ágætt og vel framreitt, eins og reyndar allur matur sem við fengum. Mér varð hugsað til veitingahúsanna í þessu sauðfjárræktarlandi okkar, þar sem lambakjötið virðist vissulega vera hornreka á matseðlum. temsMtA. Trillukarlar á Bosporussundi. hlaupa svo, en þetta gengur þó allt saman eftir einhverjum óútskýran- legum leiðum. Umferðarljós eru á stöku stað og þar ganga hlutirnir fyrir sig á hefðbundinn hátt, þó stundum verði löggan að koma til * ★ ★ Þess var vissulega enginn kostur í þessari ferð að heimsækja alla þá merkisstaði sem vert hefði verið að sjá. Enginn sem kemur til Istanbul / vefstofu, barnungar stúlkur vefa með örfínum þrœði hin dýrustu teppi. Ævistarfið er að sitja á þessum kollum, hálfbognar við að vefa, en starfsaldurinn er ekki langur. lætur þó undir höfuð leggjast að koma á Basarinn þar. Basarinn er yfirbyggt svæði um 200 þúsund fer- metrar að stærð, þar sem um 5.000 verslanir eru saman komnar. Þarna er verslað með teppi, leðurvörur, skartgripi og minjagripi ýmiskon- ar, en þetta eru vinsælustu verslun- arvörurnar í landinu. Argaþrasið þarna er óskaplegt og sölu- mennskan í algleymingi. Þó fundum við hjónin þarna rólega verslun með yfirveguðu fólki sem bauð okkur upp á tesopa að loknum viðskiptum, en slík þægi- legheit eru algeng í búðum í Tyrk- landi. Sérstaklega voru það teppin sem voru boðin fram með miklum ákafa, enda var það dýrasti varn- ingurinn. Ef einhver hefur áhuga á að sjá hvernig soldánarnir bjuggu er upp- lagt að skoða Topkapi höll. Það er yfirgengilegt að sjá allt það gull og demanta sem þessir menn gátu hrúgað að sér, á þeim dögum sem Tyrkjaveldi var öflugast. Fjöl- marga fleiri staði mætti nefna, en ég læt það undir höfuð leggjast. ★ ★ ★ Tyrkland liggur á mörkum aust- urs og vesturs, landið liggur að Sýrlandi og írak í suðri. í austri er íran og Rússland í norðri. Evrópu- hluti Tyrklands á landamæri að Búlgaríu. Tyrkir deila einnig Kýpur með Grikkjum, og er grunnt á því góða með þessum nágranna- þjóðum. Ekki er langt síðan Tyrkir hertóku þann hluta eyjarinnar sem þeir ráðáyfir, og Grikkir hafa ekki gleymt því. Tyrkland er því nálægt átakasvæðinu fyrir botni Miðjarðar- hafs, en þessi hluti jarðkringlunnar er ekki sá friðvænlegasti, því miður. Þjóðin lifir á mörkum tveggja menningarheima, heims Múslima og heims vestrænna siðvenja. Þess sjást merki í Istanbul, en áhrif Mú- hameðstrúar eru sögð meiri eftir því semraustar dregur í Litlu-Asíu. Við íslendingar höfum ávallt áhuga á að vita hvað fjarlægar þjóðir vita um okkar land. Ekki get ég metið það eftir þessa ferð hvað almenningur í Tyrklandi veit um ísland. Flestir þeir sem við töluðum við í ferðinni vissu mæta vel að hér hafði verið fundur Reagans og Gorbasjevs nú nýverið. Einn leið- sögumaður okkar tjáði okkur að hann hefði fyrst heyrt um að ísland væri til þegar söngvakeppni Evr- ópu var haldin í vetur, og svo hefði hann að sjálfsögðu heyrt miklu meira af landinu nú í haust þegar leiðtogafundurinn var haldinn. Eitt er víst að milljónir manna hafa nú heyrt af þessu eylandi norður í höfum, sem aldrei höfðu áður heyrt á það minnst. Hver áhrifin verða kemur í ljós. Fyllist allt hér af forvitnum ferðalöngum, sem vilja sjá eitthvert leiftur af landinu og þjóðinni, svona álíka eins og við fengum af Tyrklandi í þessari ferð? Um það er vandi að spá. Við erum gjarnan undrandi yfir fáfræði út- lendinga um land okkar, en ferða- lög eins og okkar til Tyrklands gera það að verkum að maður skilur þá betur. Þessi ferð sannfærði mig um hve lítið ég vissi um þetta land, og hve lítið ég veit enn þó að ég biðji jólablað Austra að geyma þetta minningabrot, úr lærdómsríkri ferð. Kannski vekja þessar línur áhuga einhvers á því að lesa sér eitthvað til um landið og þjóðina og það væri vel ef svo væri. Við þurfum á því að halda á tímum mikilla samgangna og samskipta að vita eitthvað um hagi annarra þjóða, þótt þær séu ekki næstu ná- grannar okkar, og búi við annað stjórnarfar og aðrar siðvenjur heldur en við. Stjórnarfarið í Tyrklandi er ekki til eftirbreytni, en ef lokað er á samskipti og kynni þjóða, þá kann að verða erfiðara en ella að komast af í þessum við- sjárverða heimi. Jón Kristjánsson Óskum viðskiptavinum okkar á Austurlandi gleðilegra jóla árs og friðar. Þökkum viðskiptin. HÚSGÖGN OG INNRÉTTINGAR SUÐURLANDSBRAUT 18, S. 68-69-00 Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu. Slippstöðin hf. Akureyri Starfsmönnum og viðskiptamönnum færum við bestu óskir um gleðileg jól með þökk fyrir samstarfið á árinu. Pöntunarfélag Eskfirðinga Eskifirði

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.