Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Side 13

Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Side 13
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐIÐ 1936 sinn kjamman hver. Við vorum varla búnir að rífa kjammana úr roðinu, þegar maður kom og spurði með hvers leyfi við rifum þessa hausa. Þar var Pétur kominn. Við greiddum honum fyrir þessa kjamma sem svaraði and- virði eins hausabagga, og þakkaði Pétur þá fyrir, bað okkur að gjöra svo vel og kvaddi. Héldum við seinna, að hann hefði farið að tala við brytann. Svo var haldið af stað. Tíminn leið í glaum og gleði. Eftir að við höfðum snætt miðdags- verð var farið upp í brú og sungið mikið. Og ekki dró það úr giaðværðinni, þegar við feng- um þorskhausa-Pétur fyrir einsöngvara í þenna ósamæfða kór. Koman til Stokkseyrar var óundirbúin. Þegar þangað kom voru hvorki til hestar eða vagnar, til þess að komast lengra. Okkur var sagt, að 2 tíma gangur væri upp að Ölvesárbrú. Okkur fannst það mundi ekki lengi gengið ,,af svona mörgum“ og að hugurinn mundi bera okkur hálfa leið. Við lögðum því af stað. Eftir nærri klukkutíma göngu hittum við mann og spurð- um hann, hvað langt væri að Tryggvaskála. ,,Svo sem eins og 2 tíma gangur“, svaraði hann. Enn var gengið góðan spöl, þá hittum við ung- linga, sem voru að fara heim úr vegavinnu með hestvagna. Við spurðum, hvað langt væri að Tryggvaskála. ,,Svo sem eins og 2 tíma gang- ur“, svöruðu þeir. Við fengum nú að láta far- angur okkur í vagnana, meðan við áttum sam- leið og nokkrir settust ofan á. En tvisvar verð- ur sá feginn, sem á steininn sezt. Enn var gengið og fannst okkur að nú myndi vera farið að styttast að Tryggvaskála. Við spurðum því stúlku, sem var að reka heim kýr, hvað langt mundi eftir að Tryggvaskála. „Svo sem eins og 2 tíma gangur“, var svarið. Okkur fór ekki að standa á sama. Annað hvort var, að allir, sem við spurðum, miðuðu við alla leiðina frá Stokkseyri, eða að við vorum litlir göngugarpar. Við fórum því að greikka sporið, og þá skömmu seinna sáum við Tryggvaskála blasa við. Það fyrsta, sem um var beðið á Skálanum, voru handklæði, því flestir fóru að baða sig í ánni fyrir neðan brúna. Mun það hafa verið sjaldgæft, því hópur lestamanna, sem voru á austurleið, stönsuðu og horfðu undrandi á. Matarlystin var í bezta lagi eftir sjóferðina, gönguna og baðið. Var vel á borð borið, og fengum við lax, meðal annars. Hefir víst stúlku þeirri, sem á borð bar, þótt við lystugir, eftir þeirri áherzlu, sem hún lagði á orðið b ú i ð, þegar hún sá fatið tómt. Um nóttina gistu allir í Tryggvaskála. Kl. 7 næsta morgun var lagt af stað til Reykjavíkur í tveim póstvögnum. Glatt var á hjalla í þeim vagninum, sem ég var í, þar til við komum að ,,Kömbum“. Þar urðum við að ganga upp, nema Jóhann, hann naut þess, hve hann var veikur í fæti. Þegar aftur átti að stíga í vagnana, ætlaði að verða rimma. Þeir, sem voru í seinni vagninum, höfðu heyrt í okk- ur hláturinn alla leið. Þeir vissu, að annar bak- vörðurinn hélt uppi allri gleði hjá okkur og bentu á, að í þeirra vagni væru allir framverð- irnir, annar bakvörður og markvörður ,ásamt varamanni, en í okkar vagni allir framherjar og hinn umþráttaði bakvörður. Fyrst við hefð- um skiftst þannig af tilviljun í vagnana féll- umst við á, að þeim bæri að hafa hann það sem eftir var leiðarinnar. Dofnaði þá all-mjög í okkur vagni. En á Kolviðarhóli bætti hann okkur upp tapið, meðan setið var að snæðing. Seint um daginn komum við til Reykjavík- ur. Höfðum við þá verið hlæjandi allan tímann frá því að við fórum frá Eyjum, nema meðan við sváfum í Tryggvaskála. — — — Það kom í okkar hlut, að keppa fyrst við K. R. Liðinu var teflt fram eins og upphaflega stóð til. Jóhann með annan fótinn innpakkað- an í bómull og legghlífar. Þá var knattspyrn- an ekki komin á hærra stig en það, að eins mikið var hugsað um að hlaupa á leikmenn, eins og að leika boltanum. Líklega hefir Björgúlfi láðst að kenna okkur þá list, þegar hann kenndi okkur gang leiksins. Að minnsta kosti töpuð- 13

x

Þjóðhátíðarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhátíðarblaðið
https://timarit.is/publication/1476

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.