Fréttablaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 4
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 FORSALA Á NÝJUM PLUG-IN HYBRID JEEP RENEGADE OG COMPASS *Verð miðað við gengi USD 132, svartur Compass, hvítur Renegade. ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP COMPASS LIMITED 4X4 5.999.000* PLUG-IN-HYBRIDPLUG-IN-HYBRIDJEEP RENEGADE TRAILHAWK 4X4 5.499.000* ÓTRÚLEGT FORSÖLUVERÐ Á BÍLUM HLÖÐNUM LÚXUSBÚNAÐI FYRSTA SENDING UPPSELD! ÖNNUR SENDING VÆNTANLEG Í NÓVEMBER Þingmaður, deildarforseti og sérfræðingur Narek Mkrtchyan þingmaður á armenska þinginu segir Tyrki beita vígamönnum sem fluttir hafi verið frá Sýrlandi og Líbíu samhliða árásum F-16 herþota og stórskotaliðs. „Varnarher héraðs- ins hefur tekist að brjóta á bak aftur innrás Asera í héraðið,“ og vísar í stríðshrjáða héraðið Nagornó- Karabak. Hann segir rúmlega 200 Armena hafi fallið og nokkur hundruð særst. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík segir fíkniefna- neyslu, áfengis- drykkju og reykingar hafa dregist umtals- vert saman í þremur borgum í Litháen, þar sem íslenska módelið í forvörnum var tekið upp fyrir fjórtán árum. Hún segir niður- stöðuna mikla hvatningu fyrir þá sem talað hafa fyrir módelinu. Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir hlutfallslega mesta fjölgun kvenna meðal atvinnulausra eiga sér skýringu í auknum upp- sögnum í ýmissi félagaþjónustu og menningartengdri starf- semi. Iðnaður, sjávarútvegur og f leiri greinar þar sem karlmenn eru í miklum meirihluta, komi betur út úr faraldrinum. Rúm- lega 21 þúsund manns eru nú án atvinnu. Þrjú í fréttum 11 fyrrverandi starfsmenn Gamma fá ekki ógreiddan kaupauka. TÖLUR VIKUNNAR 27.09.2020 TIL 03.10.2020 264 milljarðar er hallinn á fjár- lögum næsta árs. 32 ár eru frá því Íslenska auglýsingastofan varð til. Hún er nú gjaldþrota. 40% mælist fylgi stjórnarflokkanna um þessar mundir. 6 eru í nýjum meirihluta í Múlaþingi. 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Veiðin í Laxá í Kjós snarbatnaði milli ára, fór úr 372 löxum í fyrra í 1.015 fiska nú í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK STANGVEIÐI „Við vorum kannski bjartsýnni en efni stóðu til,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, um lax- veiðina þetta sumarið. Guðni segir að þegar hann leit síðast á tölur hafi honum sýnst að veiðin í sumar yrði um 35 þúsund laxar. Það er nokkuð undir meðal- talinu sem er um 42 þúsund laxar en talsvert betra en í fyrra þegar um 29 þúsund laxar veiddust. Veiði er enn ólokið í haf beitarám á borð við Eystri-Rangá og Ytri- Rangá sem eru reyndar þær tvær veiðistöðvar sem skila f lestum stangveiddum löxum á þessu ári eins og í fyrra. Guðni segir haf- beitarárnar f lækja myndina þegar laxagengd milli ára er borin saman. „Síðan er kannski upp undir þriðjungurinn af löxunum sem er sleppt sem veiðist oftar en einu sinni og það ruglar tölurnar líka. Þannig að við erum svona í neðri hlutanum af því sem við þekkjum í tölum frá 1970,“ segir Guðni. Fiskifræðingar eiga enn eftir að fara yfir gögn til að fá skýrari mynd af sumrinu. „Það bendir ýmislegt til að afföllin hafi verið meiri heldur en við höfðum búist við,“ segir hann. Það séu þó ljósir punktar. „Það sem er kannski merkilegt núna er að þessir fiskar sem eru að koma eru yfirleitt vænir,“ segir Guðni og útskýrir að það bendi til hagstæðra skilyrða fyrir þau seiði sem gengu síðar í sjó. „Þetta gæti verið vísbending um umsnúning þannig að við séum kannski að horfa á pínulítið bjartari tíma. Þá bendir Guðni á að þótt á því séu undantekningar hafi f lestar veiðiárnar bætt sig frá því í fyrra- sumar. „Stofnarnir við Þjórsá hafa verið að stækka og það er komið nýtt veiðisvæði við Urriðafoss sem er að skila upp undir eitt þúsund stang- veiddum löxum. Í Jöklu er stækk- andi stofn, en þar er að vísu alltaf óvissa um yfirfall. Og eftir aurflóðið í Andakílsá fóru menn í aðgerðir sem virðast vera að takast,“ nefnir Guðni sem dæmi um jákvæð teikn. Spurður um næsta sumar segir Guðni ágætan árgang hafa gengið til sjávar í vor við eðlilegar aðstæður. „Spurningin er hversu mikið af seiðum kemur til baka. Í Elliða- ánum erum við að sjá upp í eitt af hverjum fimm seiðum skila sér til baka, niður í aðeins eitt af hverjum tuttugu.“ gar@frettabladid.is Vænn lax og veiðin skánaði í sumar, en er undir meðallagi Þótt veiði í laxveiðiám landsins hafi í flestum tilfellum batnað frá því í fyrra er hún talsvert undir meðal- lagi. Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknastofnun segir spár kannski hafa verið of bjartsýnar. Jákvæð teikn felist í því að vænir laxar hafi gengið úr sjó. Hafbeit og sleppingar á veiddum laxi rugli samanburð. Veiðiá (sæti 2019) 2020 2019 Eystri-Rangá (1)* 8.328 3.048 Ytri-Rangá og Hólsá, vb (2)* 2.519 1.675 Miðfjarðará (3) 1.725 1.606 Affall í Landeyjum (26)* 1.617 323 Selá í Vopnafirði (4) 1.258 1.484 Haffjarðará (12) 1.126 651 Langá (11) 1.086 659 Þverá og Kjarará (5) 1.060 1.133 Hofsá og Sunnudalsá (10) 1.017 711 Laxá í Kjós (23) 1.015 372 Urriðafoss í Þjórsá (7) 990 747 Norðurá (14) 979 577 Jökla, (Jökulsá á Dal) (21) 870 414 Laxá í Dölum (8) 801 746 *Veiðitímabili ekki lokið Heimild: Vefur Landsambands veiðifélaga - angling.is. ✿ Laxveiði 2020 og 2019Síðan er kannski upp undir þriðjung- urinn af löxunum sem er sleppt sem veiðist oftar en einu inni og það ruglar tölurnar líka. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsókna- stofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.