Fréttablaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 84
ÞÆR ERU TIL DÆMIS MEÐ SEXTÁN HLJÓÐ TIL AÐ TJÁ HAMINGJU, SEM TENGJAST SAMKVÆMISLEIKJ- UM ÞEIRRA. ÞAÐ ER EINNIG NÆSTUM ÁÞREIFAN- LEGT HVERSU VEL KJARTAN ÞEKKIR UMFJÖLLUNAREFNIÐ OG ÞÁ MENN SEM FJALLAÐ ER UM. BÆKUR Draumar og veruleiki, stjórn- mál í endursýn Kjartan Ólafsson Útgefandi: Mál og menning Fjöldi síðna: 568 Draumar og veruleiki, stjórnmál í endursýn, eftir Kjartan Ólafsson, er mikið rit og veglegt sem fjallar um sögu Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins á Íslandi. Eins og búast má við fjallar bókin um sagn­ fræði, þeir tveir flokkar sem nefndir eru heyra sögunni til, þó að rekja megi rætur stjórnmálaaf la sam­ tímans til þeirra að einhverju leyti. Bókin er afar fróðleg lesning um liðna tíma og gengna menn. Textinn er kjarnyrtur og höfundur hefur góð tök á efninu, svona víðast hvar. Kjartan segir söguna í gegnum þá forystumenn sem hann metur svo að mest áhrif hafi haft á framvind­ una. Þar fer Einar Olgeirsson fyrstur og kemur ekki beinlínis á óvart. Einari lýsir höfundur svo að hann haf i verið „fullhugi sem fann sig kallaðan til að ger a st boðber i nýrra sanninda, þ e i r r a r v o n ­ björtu trúar að með mætti eigin s a mt a k a g æt i alþýðan fátæka hrist af sér klafa örbirgðarinnar og í f ylling u tímans komið á sameignar­ þjóðfélagi þar sem eng inn þyrfti lengur að líða skort“. Fjöl d i a n n a r r a kemur einnig við sögu, bæði inn­ lendir menn og erlendir. Er það býsna fjölmennur hópur og sumir, og þeirra þáttur, nær gleymdur í samtímanum. Sérstök kaf laheiti fá menn eins og Brynjólfur Bjarna­ son, sem höfundur nefnir ættstóran öreigason, Kristinn E. Andrésson og Lúðvík Jósepsson. En þar eru líka nefndir til sög­ unnar sex menn sem höfundur segir m e r k i s b e r a , en það eru þeir Magnús Kjartans­ son, Guðmundur Hjartarson, Ingi R. Helgason, Eðvarð Sigurðsson, Guð­ mundur J. Guð­ mundsson og Jón Rafnsson. B ó k K j a r t a n s er merk ileg f y r ir margra hluta sakir. Einkum fyrir þá yfir­ sýn sem hún veitir á það hvernig straumar og stef nur stjór n­ málanna í útlöndum teygðu sig hingað með ungum mönnum, sem margir höfðu dvalið ytra um styttri eða lengri tíma. Það er einnig næstum áþreif­ anlegt hversu vel Kjartan þekkir umf jöllunarefnið og þá menn sem fjallað er um. Halda mætti að síðarnefnda atriðið kæmi niður á hlutleysi umfjöllunarinnar, en svo virðist ekki vera. Í inngangi að bókinni segir höfundur reyndar: „Ég er við því búinn að fram komi, þegar bókin kemur út, ásakanir um að ég sé hér að varpa skugga á minningu látinna vina minna, sem ekki geti lengur varið sig. Því er þá til að svara að við frágang á svona verki taldi ég ekki koma til greina að stinga einu né meiru, sem máli skiptir, undir stól. Að halda þá reglu var mér ekki alltaf sársaukalaust.“ Við lestur bókarinnar má víða geta sér þess til að þar hafi reynt á regluna. Dæmi um það er í niður­ laginu þar sem fjallað er um Lúðvík Jósepsson, þingmann og formann Alþýðubandalagsins til ársins 1980. Þar segir Kjartan að Lúðvík hafi verið raunsær og tækifærissinnaður stjórnmálamaður sem hafi búið að góðu hyggjuviti, en fábrotin mennt­ un háð honum. Síðar segir Kjartan: „Lúðvík Jósepsson var hversdags­ lega þægilegur í umgengni og kumpánlegur við hvurn mann. En hann gat verið harður í horn að taka. Þess naut öll þjóðin í land­ helgisstríðinu en hann átti líka í fari sínu drjúgan skammt af ósvífni eins og fram hefur komið á þessum blöð­ um. Sumir stjórnmálamenn þurfa ef til vill á ósvífninni að halda – að láta engan stoppa sig, fara sínu fram hvað sem hver segir. Mörgum hefur slíkur stýrisbúnaður þó komið í koll að lokum.“ Jón Þórisson NIÐURSTAÐA: Merkileg bók um umbrot í íslenskum stjórnmálum og greinargott yfirlit um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við erlendar stjórn- málahreyfingar og forystumenn þeirra. Gagnmerkt rit um stjórnmál Sunnudaginn 4. október næst­komandi hefði Svava Jakobs­dóttir, rithöfundur og fyrr­ verandi alþingismaður, orðið 90 ára. Af því tilefni efna Leiklestra­ félagið og Klúbbur Listahátíðar til lesdagskrár þar sem sonur Svövu, Jakob S. Jónsson, og Þórunn Magn­ ea Magnúsdóttir leikkona, lesa nokkrar sögur eftir Svövu, sem allar eru sóttar í smásagnasafnið Veizla undir grjótvegg, sem út kom 1967. Ber lesdagskráin því titilinn „Veizla í boði Svövu“. Lesdagskrá Klúbbs Listahátíðar og Leiklestrafélagsins er haldin í Iðnó og hefst klukkan 16.00. Aðgangur er ókeypis, en minnt er á nauðsyn þess að taka frá sæti vegna takmarkaðs sætaframboðs. Senda má pöntun á netfangið veislaibodi­ svovu@gmail.com. Þess má einnig geta að á RIFF – Reykjavik International Film Festi­ val – var frumsýnd stillustuttmynd eftir Atla Arnarsson og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur sem byggir á smá­ sögu Svövu, Eldhús eftir máli. Veizla í boði Svövu Rottukór er nýtt verk eftir Gunnhildi Hauks­dóttur, sem sjá má á Kjar valsstöðum til 18. október. Sýningin er hluti af Haustlauk­ um II, sem er samsýning á vegum Listasafns Reykjavíkur, þar sem átta listamenn sýna list sína í almanna­ rými. Verk Gunnhildar, sem er úr silí­ koni, bambus og akrýl, saman­ stendur af tíu rottum á bambus­ prikum og hljóðverki sem hljómar í porti Kjarvalsstaða 24 tíma á sólar­ hring út sýningartímann, því rottur fara auðvitað mest á stjá á nótt­ unni. Rotturnar gefa frá sér hljóð sem Gunnhildur vann sérstaklega úr fyrir sýninguna og f lutt eru af kvennakórnum Hrynjandi. Tón­ verkið tekur fimmtán mínútur í spilun og er síendurtekið. Tilvera í myrkri Gunnhildur hef ur rannsakað félagslíf rotta og fengið aðgang að rannsóknum vísindamanna. „Ég hef aðgang að efni frá tilrauna­ stofu í Kanada sem vinnur við að kortleggja tungumál rotta, sem er mjög f lókið og á pari við höfrunga. Ástæða þess að þær hafa þróað með sér svona f lókið tungumál í hljóðum er sú að tilvera þeirra er að mestu í myrkri, svo þær sjá ekki líkamstjáningu og merkjamál hver hjá annarri. Þær eru til dæmis með sextán hljóð til að tjá hamingju, sem tengjast samkvæmisleikjum þeirra. Vinkvennasambönd eru jafn mikilvæg fyrir rottur og fjöl­ skyldutengsl og þær gefa hver ann­ arri einstaklingsnöfn.“ Á tilraunastofunni í Kanada taka rannsakendur upp hljóð sem rottur gefa frá sér og kortleggja þau út frá hegðun þeirra. Gunn­ hildur hefur kynnt sér þessi hljóð. „Þau eru á svo hárri tíðni að við heyrum þau ekki og þau skila sér í ómmyndum. Ég teikna hvert hljóð upp og skipti teikningunni í fjóra hluta, tvo opna sérhljóða og tvo lokaða og útset það með kór sem túlkar rottuhljóðin yfir í manns­ rödd.“ Innsetning um apa Í list sinni hefur Gunnhildur unnið mikið með dýr: hesta, hunda, rott­ ur og apa. „Það eru þrjú ár síðan ég fór að kynna mér rottur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn verk með rottum og ég mun vinna meira með þær.“ Margir hræðast rottur en Gunn­ hildur segist dást að þeim. „Núna veit ég svo mikið um þær og þeirra félagslegu dýnamík og ást þeirra hverrar á annarri og ég kann mjög vel að meta kvenleika þeirra.“ Undanfarið hefur Gunnhildur rannsakað líf apa og gert verk sem tengist þeim, Mennskuróf. Það verk er stórt og f lókið og saman­ stendur af risastórri innsetningu og dans­ og hljóðverki eftir Gunn­ hildi. „Í því verki er ég á slóðum þar sem mennsku sleppir og hið dýrs­ lega tekur við og velti upp hugleið­ ingum um þessar skilgreiningar sem eru á sífelldri hreyfingu eftir því sem rannsóknum á dýrum vindur fram.“ Mennskuróf hefur verið sýnt víða en ekki á Íslandi, en Gunn­ hildur stefnir að því að bæta úr því. Þess má geta að á Safnasafninu á Svalbarðsströnd er til sýnis verk Gunnhildar, Voðir, sem er tónverk, unnið upp úr vefnaði Jóhönnu Jóhannsdóttur. Einnig er verk eftir hana á yf irstandandi sýningu, Fjarska og nánd, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Rottukór Gunnhildar á Kjarvalsstöðum Gunnhildur Hauksdóttir hefur rannsakað félagslíf rotta og fengið aðgang að rann- sóknum erlendra vísindamanna. Listaverk og tónverk sem flutt er af kvennakór. Gunnhildur við verk sitt á Kjarvalsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Svövu Jabobsdóttur verður minnst í Iðnó á sunnudag. LESDAGSKRÁ KLÚBBS LISTAHÁTÍÐAR OG LEIKLESTRA- FÉLAGSINS ER HALDIN Í IÐNÓ OG HEFST KLUKKAN 16.00. 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.