Fréttablaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 10
SÁLFRÆÐINGUR
og leitin að jafnvægi
Hvernig tökum við umræðuna um líðan
og stöðu karlmanna upp á næsta stig?
Bifröst föstudaginn
9. október kl. 14-16.Ráðstefna VIRK og Háskólans á Bifröst um karlmennsku,
líðan karla og stöðu þeirra.
Dagskrá
• Ásmundur Einar Daðason
félags- og barnamálaráðherra opnar ráðstefnuna.
• Pétur Guðjónsson
rafmagnsverkfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri hjá
Marel segir frá reynslu sinni af alvarlegri kulnun.
• Númi Ólafsson
starfsmaður á leikskóla segir frá reynslu sinni af því að
festast í ofsakvíða og óvirkni við tölvuna.
• Þórarinn Þórsson
starfsendurhæfingarráðgjafi hjá VR og VIRK talar um að
hafa kjark til að leita sér hjálpar.
• Eysteinn Eyjólfsson
verkefnastjóri almannatengsla og útgáfu hjá VIRK
ræðir karla og VIRK.
• Þorsteinn V. Einarsson
meistaranemi í kynjafræði við HÍ ræðir um það hvernig við
tökum umræðuna um karlmenn og líðan þeirra á næsta stig.
Sirrý Arnardóttir stýrir ráðstefnunni.
Haldin í Hriflu á Bifröst, er öllum opin og sóttvarnarreglur
virtar. Aðgangur ókeypis en skrá skal þátttöku á virk.is.
Boðið verður upp á kaffi og spjall og gönguferð um náttúru-
perlur Bifrastar að lokinni ráðstefnunni.
Streymt verður frá ráðstefnunni á vefsíðu VIRK.
BANDARÍKIN Í Bandaríkjunum er
komin upp mikil óvissa um kosn-
ingabaráttuna og framkvæmda-
valdið næstu vikur, eftir að Donald
Trump forseti greindi frá því að
hann og Melania eiginkona hans
væru smituð af COVID-19. Í dag er
mánuður í kosningar. Samkvæmt
fregnum úr Hvíta húsinu eru for-
setinn og eiginkona hans með væg
einkenni og í einangrun.
Kom einnig fram að Mike Pence
varaforseti væri ekki smitaður. Joe
Biden, mótframbjóðandi Trumps,
fór í próf í ljósi þess að hafa mætt
Trump í kappræðum í Cleveland á
þriðjudag, en reyndist neikvæður.
Sendi Biden Trumphjónunum bata-
óskir, sem og fleiri stjórnmálamenn
og þjóðarleiðtogar, meðal þeirra
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands.
Trump er ekki fyrsti þjóðarleið-
toginn til að veikjast af COVID-19.
Má nefna Jair Bolsonaro Brasilíu-
forseta og Boris Johnson, forsætis-
ráðherra Bretlands, sem veiktist
mjög alvarlega. Kaldhæðni örlag-
anna er sú að þeir þrír hafa allir
verið sakaðir um að gera lítið úr
vánni og bregðast seint við.
Donald Trump hefur lengi státað
sig af góðri heilsu og sem dæmi
þá snertir hann hvorki áfengi
né tóbak. En hann er hins vegar
orðinn 74 ára gamall, í yfirþyngd
og borðar mjög óhollan mat að
staðaldri. Er hann því augljóslega
í títtnefndum áhættuhópi fyrir
COVID-19.
Spurningin sem stjórnmálaskýr-
endur velta nú fyrir sér er hvernig
kosningabaráttan muni fara fram
næstu vikur. Næstu kappræður fara
fram á miðvikudag, en þar sem þær
eru á milli varaforsetaframbjóð-
endanna, Kamala Harris og Mike
Pence, ættu þær að geta farið fram
samkvæmt áætlun. Þar á eftir eru
tvennar kappræður, 15. október í
Miami og 22. október í Nashville.
Óljóst er hvort eða hvernig þær geta
farið fram.
Trump hefur þegar af lýst fjár-
öflunarsamkomu í Washington og
kosningafundi í Flórída vegna veik-
inda sinna. Miðað við einangrunar-
reglur er ljóst að hann mun ekki
geta komið fram í að minnsta kosti
tvær vikur, en það er helmingurinn
af þeim dýrmæta tíma sem eftir er
til kosninga.
Til eru þeir sem efast um að
Trump hjónin séu raunverulega
smituð. Að tilkynningin hafi verið
gerð í örvæntingu, til að fá samúð-
aratkvæði eða til að reyna að sýna
fram á að sjúkdómurinn sé lítið mál,
líkt og Bolsonaro gerði í sumar. En
þetta væri þó dýr fórn því að kapp-
ræðurnar og kosningafundirnir
skömmu fyrir kjördag áttu að vera
vettvangurinn fyrir Trump til að
ná vopnum sínum að nýju, eftir
hörmulegt gengi í skoðanakönn-
unum mánuðum saman.
Talsmenn Joe Biden sögðu í gær
að hann hygðist ekki draga úr sinni
kosningabaráttu á meðan forsetinn
væri veikur. Fordæmi eru fyrir slíku
en þegar Richard Nixon veiktist
vegna sýkingar í hné í ágúst árið
1960, ákvað John F. Kennedy að
bíða með sína fundi í tvær vikur á
meðan Nixon jafnaði sig. Nú er hins
vegar mun styttra í kosningarnar
og samkvæmt talsmönnum Biden
er baráttunni nú þegar haldið hóf-
legri og varaforsetinn geti talað
máli Trump í hans stað. Biden talaði
í Michigan í gær en Mike Pence er í
Pennsyl vaníu.
Stærri spurning er hvað gerist ef
Trump veikist alvarlega, eða jafnvel
lifi veikindin ekki af. Sveinn Máni
Jóhannesson, nýdoktor í bandarískri
sögu við Edinborgar-háskóla, segir
þetta allt snúast um þrjá viðburði,
forsetakosningarnar, kosningar
kjörmannaráðs og embættistöku.
„Flokkarnir eru með skýrt kerfi um
hvað gerist ef hann fellur frá eða
getur ekki verið kandíd atinn, áður
en kosningar verða. Þá velur Repúbl-
ikanaflokkurinn nýjan kandídat, en
það þarf ekki að vera Mike Pence,“
segir Sveinn. Það geti þó flækt málið
að margir séu þegar búnir að kjósa
og að frestur til að skipta út fram-
bjóðanda á kjörseðli sé runninn út.
Dómstólar gætu þurft að koma að
slíku.
Því gæti komið upp sú staða að
látinn Trump verði á kjörseðlinum,
Mike Pence verði tekinn við sem
forseti, en ónefndur þriðji aðili
raunverulegur frambjóðandi Repú-
blikana.
„Kjörmannaráðið velur á endan-
um forsetann. Þeim ber ekki lagaleg
skylda til að velja kandídat flokksins
sem var kosinn,“ segir Sveinn. Færi
svo að Trump létist eftir staðfestingu
kjörmannaráðs er allt á huldu. „Þá
vitum við í raun ekki hvað gerist.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
fanndis@frettabladid.is
ingunnlara@frettabladid.is
Óvissa í ljósi veikinda Trump hjóna
Donald og Melania Trump hafa verið greind með COVID-19 og sýna væg einkenni. Forsetinn er kominn í einangrun, getur ekki
komið fram á kosningafundum og kappræður eru í uppnámi. Joe Biden er ekki smitaður og heldur sínum áætlunum ótrufluðum.
Melania og Donald Trump á kappræðunum í Cleveland. MYND/GETTY
Joe Biden heldur kosn-
ingabaráttunni áfram og
talaði í Michigan í gær.
EGYPTALAND Egypska lögreglan
hefur gripið til þess að nota sam-
félagsmiðla til að finna og fangelsa
hinsegin fólk. Þetta kemur fram í
skýrslu Mannréttindavaktarinnar.
Í skýrslunni kemur meðal annars
fram að lögreglumenn skapi falska
prófíla á stefnumótaöppum á borð
við Tinder og Grindr sem þeir noti
til að finna fólk sem tilheyri LBGT
samfélaginu. Það fólk sé svo fundið
á götunni og handtekið.
Í vitnisburði í skýrslunni kemur
fram hvernig hinsegin fólki var
haldið í fangavist í þröngum her-
bergjum þar sem það sætti líkam-
legu og andlegu of beldi.
Herferð egypskra yfirvalda gegn
hinsegin fólki hófst þegar tónleika-
gestur veifaði regnbogafána á tón-
listarhátíð í Kairó árið 2017. – atv
Egyptar herja á
hinsegin fólk
RÚSSLAND Irina Slavina, ritstjóri
rússneska vefmiðilsins KozaPress,
lét lífið í gær eftir að hún bar að sér
eld fyrir utan skrifstofu innanríkis-
ráðuneytisins í borginni Nizhniy
Novgorod.
Skömmu áður hafði Slavina sent
skilaboð til vandamanna og fylgj-
enda sinna á Facebook þar sem
hún hafði skrifað: „Ég bið ykkur að
kenna rússneskum stjórnvöldum
um dauða minn.“
Slavina hafði fyrr í vikunni sagt
að rússneska lögreglan hafi gert leit
í íbúð hennar þar sem leitað var að
gögnum tengdum lýðræðishreyf-
ingunni Opið Rússland. Tölvur og
gögn hafi verið gerð upptæk.
Slavina skilur eftir sig eiginmann
og barn. – atv
Ritjóri lést eftir
að kveikja í sér
Ég bið ykkur að kenna
rússneskum stjórnvöldum
um dauða minn.
3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð