Fréttablaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 28
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Klettur byggir á gömlum og traustum grunni, en fyrir-tækið hefur verið umboðs-, sölu- og þjónustuaðili fyrir Good- year hjólbarða frá árinu 1952. Einnig hefur fyrirtækið verið með umboð fyrir Sava, Dunlop, Hankook, Nexen og Roadstone um árabil og fyrir vikið býr Klettur að ótrúlega langri reynslu og þekk- ingu á svona rekstri. Dekkjaskipti er öryggisatriði Nú fer að koma að dekkjaskiptum enda er Vetur konungur orðinn alveg ófeiminn við að láta heyra í sér og finna fyrir sér. Klettur er með hjólbarðaþjónustu fyrir allt í senn fólksbíla, jeppa, vöru- og flutningabíla, rútur og stærri vélar. Þá býður fyrirtækið fjölbreytt úrval af stærðum og gerðum af hjólbörðum. „Aðalmerki okkar er Goodyear en við bjóðum einnig upp á dekk frá Sava, Dunlop og Fulda. Þar að auki bjóðum við upp á hjólbarða frá Hankook, Nexen og Roadstone,“ segir Anton Ólafsson, þjónustufulltrúi hjá Kletti. Kostirnir við að skipta árlega um sumar- og vetrardekk eru ótví- ræðir, ekki síst öryggisins vegna. „Bestu vetrardekkin veita framúr- skarandi grip í snjó og hálku. Þau endast vel í vetrarakstri en slitna hraðar á sumrin og veita minna grip á blautu malbiki á sumrin en sumardekk. Vetrardekk skiptast í þrjár megingerðir. Fyrst skal nefna nagladekk. Svo eru það ónegld vetrardekk sem skiptast í tvo flokka: Annars vegar eru svo- kölluð „soft compound“ dekk sem eru mjúk eins og nafnið gefur til kynna og gefa því betra grip í snjó og hálku. Hins vegar eru þau sem Íslendingar kalla heilsársdekk sem ætluð eru til aksturs allt árið. Við mælum ekki með heilsársdekkjum nema að fólk keyri lítið. Nagladekkin grípa einstaklega vel í hálku en eru háværari en ónegld vetrardekk. Munstrið er grófara og naglarnir eru hann- aðir til að höggva sig niður í ísinn þannig að gripið verði betra. Á Íslandi mega bílar vera á nagla- dekkjum á tímabilinu frá 1. nóv- ember til 14. apríl en utan þess tíma er bannað að vera á nagla- dekkjum og varðar við sektir,“ segir Anton. Dekkjahótel Kletts Klettur rekur fyrirmyndar dekkja- hótel en kostirnir við að nýta sér slíka þjónustu eru ótvíræðir. „Það eykst sífellt að fólk velji að geyma dekkin sín á dekkjahóteli. Fyrir það fyrsta þá kostar ekki nema frá 7.900 krónum að geyma dekk á dekkjahóteli yfir veturinn. Þá er líka gríðarlegur kostur að þurfa ekki að rogast með dekk á milli bæjarhluta, skíta út bílinn og jafn- vel rispa innréttingu bílsins með nagladekkjum eða grjóti. Svo er víst víða bannað að vera með dekk í sameignum og margir vilja ekki geyma plássfrek dekk í geymsl- unni heima.“ Dekkjahótel Kletts er innandyra og búið nýjum rekkum sem eru sérstaklega hannaðir til að geyma dekk, en áður voru dekkin geymd í gámum. „Þetta breytir ásýnd fyrirtækisins og eykur öryggi og þægindi starfsfólks við vinnuna.“ Bókunarkerfið sparar tíma Það er um að gera að panta tíman- lega í dekkjaskipti fyrir veturinn, sérstaklega ef fólk er ekki að skipta yfir í nagladekk. Til að einfalda og straumlínulaga ferlið hefur Klettur tekið upp stórsniðugt bókunar- kerfi á vefsíðu sinni klettur.is, sem hefur heldur betur slegið í gegn hjá Þeir sem ætla að skipta yfir í ónegld vetrardekk ættu að fara að huga að því að panta tíma í dekkjaskipti fyrir veturinn. Fréttablaðið/Valli. Vetrardekk skiptast í þrjár megin- gerðir. Ónegld vetrardekk skiptast í tvo flokka: Heilsársdekk og „soft compound“ dekk sem eru mjúk og gefa betra grip í snjó og hálku. Síðast eru það nagladekk. Til þess að hámarka sóttvarnir er viðskiptavinum boðið að bíða í bílunum meðan á dekkjaskiptum stendur sem tekur oftast rétt um hálftíma, en með þessu lágmörkum við óþarfa ráp á biðstofu og snertiflötum fækkar. Dekkjaskipti taka allajafna ekki lengri tíma en hálftíma. Klettur er með hjólbarðaþjónustu fyrir allt í senn fólksbíla, jeppa, vöru- og flutn- ingabíla, rútur og stærri vélar. Klettur er nú á fjórum stöðum á landinu: n Klettagörðum 8-10, 104 Reykjavík. n Suðurhrauni 2B, 210 Garðabæ. n Hátúni 2A, 105 Reykjavík. n Klettur er einnig staðsettur að Hjalteyrargötu 8, 600 Akur- eyri, en þar er ekki hjólbarða- þjónusta. Framhald af forsíðu ➛ viðskiptavinum. „Á dekkjatarna- tímum var iðulega mikið álag á símkerfinu okkar og oft erfitt að ná í gegn. Nýja bókunarkerfið léttir á því og hittir beint í mark, enda mikil hagræðing, tímasparn- aður og þægindi bæði fyrir okkur og viðskiptavini. Þá vinnum við að því að setja nýja og enn betri heimasíðu í loftið, en hún ætti að koma á næstu dögum. Nú geta viðskiptavinir bókað tíma í dekkjaskipti á netinu og þurfa ekki lengur að bíða tím- unum saman í röð, sem er klárlega kostur á tímum COVID-faraldurs- ins. Í stað þess eiga viðskiptavinir pantaða fastan tíma og geta beðið rólegir í bílnum á meðan verið er að skipta um sem lágmarkar meðal annars smithættu við setu á bið- stofu. Dekkjaskipti taka allajafna ekki lengri tíma en hálftíma. Á næstu dögum opnum við svo nýtt verkstæði í glæsilegu húsnæði að Lynghálsi. Þá erum við með opið á laugardögum á verkstæðunum ef fólk vill droppa við án þess að panta tíma,“ segir Anton. Tímapantanir og nánari upp- lýsingar á klettur.is Símanúmer 590 5100. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.