Fréttablaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 90
Kristín Sesselja
byrjaði fyrir al-
vöru í tónlist-
inni þegar hún
var einungis
tólf ára gömul.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Myndbandið
við lagið er
hægt að nálgast
á YouTube.
MYND/SKJÁSKOT
Nú á dögunum kom út myndband við lagið Fuckboys með tónlistarkonunni Kristínu Sesselju Einarsdóttir. Það
hefur vakið mikla athygli enda ekki
bara vel gert heldur líka frumlegt
og skemmtilegt. Þrátt fyrir vera ein
ungis 19 ára gömul þá hefur Kristín
verið í tónlistinni um nokkurt skeið.
„Ég byrjaði fyrir alvöru að syngja
og semja þegar ég var um tólf ára
aldurinn. En mamma og pabbi segja
að ég hafi alltaf verið syngjandi frá
því í æsku. En ég byrjaði jú að koma
fram þegar ég var tólf ára,“ segir
Kristín Sesselja.
Hún segist hafa farið í tónlistar
skóla í stuttan tíma en hún hafi
síðan mestmegnis kennt sjálfri sér
að spila á gítar.
„Þegar ég kom fram þá var ég að
spila lög eftir mig sjálfa, syngjandi
og spilandi á gítar. Ég byrjaði að
læra á gítarinn með því að pikka
upp Tayl or Swift lög af YouTube.
Hún er ein mín helsta fyrirmynd.
Eitt af mínum fyrstu lögum hét ein
mitt Lovestory og var nánast eins og
samnefnt lag hennar,“ segir Kristín
Sesselja og hlær.
Góðar viðtökur
Fyrir þremur árum gaf Kristín
Sesselja út stuttskífu en í sumar
hafa komið út fjögur lög af fyrstu
plötunni hennar, en hún kemur út
23. október og ber nafnið Breakup
blues.
„Þetta hefur gengið mjög vel og ég
er ánægð með viðtökurnar. Mynd
bandið við Fuckboys er fyrsta
alvöru tónlistarmyndbandið mitt
en ég bjó sjálf til myndband við
lagið What would I do without you
sem kom út í sumar. Lagið fjallar um
vini mína sem ég kynntist þegar ég
var í alþjóðlegum heimavistarskóla
í Noregi. Ég bjó til myndband við
það lag sem var í raun samansafn
af klippum af þeim. Mér þykir mjög
vænt um það lag,“ segir Kristín Sess
elja.
Hún segir textana á nýjustu plöt
unni f lesta byggða á persónulegri
reynslu.
„Ég samdi þá flesta fyrir ári síðan.
Lagið sem platan er nefnd eftir,
Breakup blues, fjallar um að vilja
komast yfir ástarsorgina. Þannig að
þetta er ekki allt endilega neikvætt.
Þar er umfjöllunarefnið að ég vilji
finna gleðina í lífinu og kasta þessu
frá mér. Á plötunni fjalla ég um sorg,
gleði og vináttu. Að fatta að það eru
hlutir sem skipta meira máli en að
vera leiður yfir einhverjum leiðin
legum strákum,“ segir hún.
Trú á verkefninu
Plötuna vann hún með með pródú
sentinum Baldri Hlynssyni.
„Við erum teymi og eigum gott
samstarf. Hann var líka með í því
að vinna að myndbandinu.“
Hún segir mikið af hæfileikafólki
hafa komið að gerð myndbandsins
við Fuckboys.
„Það voru svo margir sem höfðu
trú á verkefninu og vildu leggja
okkur lið. Erlendur Sveinsson leik
stýrði, Björk Valsdóttir framleiddi
það og Anton Smári Gunnarsson
sá um upptökur. Þetta var mikið af
hæfileikaríku fólki sem lagði fram
lið sitt og ég er þeim mjög þakklát,“
segir hún.
Upphaf lega stóð til að taka
myndbandið upp í Svíþjóð, en
heimsfaraldurinn setti sitt strik í
reikninginn. Þegar Kristín Sesselja
kom svo til Íslands og hitti Erlend
fór boltinn fyrir alvöru að rúlla að
hennar sögn.
„Þá fórum við almennilega að
skiptast á hugmyndum. Ég nefndi
það við þau að ég hafði verið í ball
ett í mörg ár þegar ég var yngri.
Það var eiginlega sagt meira í gríni
af minni hálfu, að ég gæti þá tekið
nokkur spor. Þá leist leikstjóranum
bara svo vel á hugmyndina og fór
að hugsa þetta lengra, að fá fjóra
karlkyns ballettdansara með og ég
stæði í miðjunni. Þannig að ég hafði
samband við gamla ballettkennar
ann, Tinnu Ágústsdóttur, og spurði
hvort hún væri eitthvað að kóreó
gr afa. Hún bættist því í hópinn í
kjölfarið.“
Opin og persónuleg
Kristín þekkti einn dansaranna og
bað hann um að aðstoða sig við að
finna fleiri til.
„Síðan fengum við að taka frítt
upp í Safnahúsinu og Gamla bíói.
Þau vildu endilega styrkja ungt
listafólk sem var alveg frábært.
Ég er mjög þakklát fyrir það. Við
vorum með ákveðnar hugmyndir
um hvernig við vildum að allt liti út
og það var eiginlega magnað hvað
það leit nákvæmlega eins út og við
höfðum séð fyrir okkur,“ segir hún.
Kristín segist vera mjög persónu
leg þegar það kemur að því að semja.
„Ég sem um það sem er að gerast í
mínu lífi. Lögin mín eru nánast eins
og þú sért að lesa dagbókina mína.
Klárlega eitthvað sem ég hef fengið
frá Taylor Swift,“ segir Kristín Sess
elja hlæjandi. „Ég reyni að vera opin
og persónuleg. Oftast er er viðfangs
efnið ástamál. Ástarsorg og leiðin
legir strákar. Það heyrist kannski á
textanum í Fuckboys,“ bætir hún
við.
Hún segist fyrst hafa verið stress
uð að gefa lagið út.
„Ég hafði áhyggjur yfir því að
fólk myndi misskilja boðskapinn
í laginu og myndi halda að ég væri
síblótandi og hataði karlmenn. Það
er alls ekki staðreyndin. Þetta er
lag sem fjallar um að standa með
sjálfum sér og að leyfa fólki ekki að
vaða yfir mann. Myndbandið sýnir
það líka, ég reyni að spila sama leik
en næ svo samt að skína í gegn.
Lagið fjallar um það að leyfa fólki
ekki að koma illa fram við mann,“
segir hún.
Er hún nokkuð stressuð að finna
ástina og hafa þá ekkert til að semja
um?
„Nei nei. Ég er svo ung, ég á örugg
lega mikið efni eftir,“ segir hún glað
lega að lokum.
Myndbandið við lagið Fuckboys
er hægt að nálgast á YouTube. Platan
Breakup blues er svo væntanleg 23.
október. steingerdur@frettabladid.is
Opin og persónuleg Kristín Sesselja
Myndbandið við lagið Fuckboys með tónlistarkonunni Kristínu Sesselju Einarsdóttur hefur slegið í gegn. Hún
kenndi sjálfri sér að spila á gítar aðeins tólf ára gömul og segist leggja mikla áherslu á að semja persónulega texta.
ATVINNULÍFIÐ
Saga og starfsemi Flugfélagsins Ernis
- fyrri hluti
Í næsta þætti af Atvinnulífið er fjallað um sögu og starfsemi
Flugfélagsins Ernis. Sigurður K. Kolbeinsson ræðir
við flugstjórann Hörð Guðmundsson og fer yfir stofnun
flugfélagsins í Bolungarvík 1970 og magnaða 50 ára
flugrekstrar sögu.
FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut
og hringbraut.is
3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R46 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ