Fréttablaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 8
REYKJAVÍK Líklegt er að umfangs-
miklar framkvæmdir við Fossvogs-
skóla hafi borið árangur í að upp-
ræta rakavandamál í húsnæðinu.
Þetta kemur fram í sameiginlegri
yfirlýsingu skóla- og frístundasviðs
Reykjavíkurborgar, Náttúrufræði-
stofnunar Íslands og foreldrafélags
skólans í kjölfar fundar í vikunni.
Eins og greint hefur verið frá hafa
börn í skólanum veikst af völdum
myglu þar og hefur því í tvígang
verið ráðist í framkvæmdir á hús-
næðinu. Hefur Fréttablaðið rætt
við foreldri sem segir að dóttir sín
finni enn fyrir einkennum myglu
þrátt fyrir framkvæmdirnar.
Í yfirlýsingunni, sem send var
foreldrum, segir að í rannsókn NÍ
á fjórum sýnum sem tekin voru í
sumar hafi fundist tvær tegundir
myglusvepps sem varhugavert er
að séu innanhúss. Þar sem engar
örverur hafi fundist í sýnunum
gæti verið um að ræða mengum
frá því áður en ráðist var í fram-
kvæmdirnar.
Verður húsið í kjölfarið þrifið
til að draga úr rykmagni, eftir
mánuð verða svo tekin f leiri sýni
til tegundagreiningar hjá NÍ. Vakni
grunur um raka eða leka í skólan-
um eða um að enn séu skemmdir
í byggingarefni verði brugðist við
því með viðeigandi hætti. – ab
Kynjahalli er í íslenskum skólum.
Lumar þú á hugmynd
fyrir miðborgina?
Umsóknarfrestur er til og með 18.október nk.
Nánar á rvk.is/midborgarsjodur
Miðborgarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
vegna verkefna og viðburða sem efla miðborgina
og varpa ljósi á fjölbreytileika hennar.
HEILBRIGÐISMÁL „Íslenskir karl-
menn sem hafa mök við karlmenn
og eru á aldrinum 20-44 ára eru
helsti áhættuhópurinn fyrir þessar
sýkingar,“ segir Guðrún Aspelund,
yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá
Embætti landlæknis, um aukna
útbreiðslu kynsjúkdóma hér á
landi. Útbreiðsla bæði sárasóttar og
lekanda hefur aukist hér umtalsvert
á síðastliðnum árum.
Á fyrstu sex mánuðum ársins
greindust 43 einstaklingar á Íslandi
með sárasótt, sem er aukning miðað
við fyrri ár. Árið 2019 greindust 38
einstaklingar með sjúkdóminn og
árið 2018 voru tilfellin 22 talsins.
Árið 2017 greindust óvenjumargir
með sárasótt og það ár voru tilfellin
yfir fimmtíu.
Íslenskur karlmaður sem vill ekki
láta nafns síns getið segir í samtali
við Fréttablaðið að mikil umræða
sé um sjúkdóminn í samfélagi sam-
kynhneigðra karlmanna hér á landi.
„Síðan í vor hef ég fengið fjögur sím-
töl þess efnis að einhver sem ég hef
stundað kynlíf með hafi greinst
með sárasótt. Það er greinileg aukn-
ing á tilfellum og þetta er eitthvað
sem þarf að passa sig á.“
Bakterían sem veldur sárasótt
smitast við óvarin kynmök og eru
fyrstu einkenni sár á þeim stað sem
bakterían komst í snertingu við.
Einkenna verður vart tíu dögum til
tíu vikum eftir smit. Gísli Ingvars-
son, sérfræðingur í húð- og kyn-
sjúkdómalækningum, segir mikil-
vægt að þeir sem smitist af sárasótt
leiti sér lækninga sem fyrst.
„Sögulega þá er þetta mjög skæð-
ur sjúkdómur sem lagðist þungt á
mjög marga og var þekktur á síð-
ustu 300 árum sem slæmur farald-
ur,“ segir Gísli. „Svo kom pensilínið
og eftir það er tiltölulega auðvelt að
lækna sárasótt,“ bætir hann við.
Sárasótt er greind með blóð-
prufu hjá lækni og er sýklalyf gefið
við sjúkdómnum, annað hvort í
töflu- eða sprautuformi. Gísli segir
einkenni sjúkdómsins koma fram í
nokkrum stigum og sé hann greind-
ur á fyrsta stigi sé auðvelt að með-
höndla hann. „Ef þú kemst snemma
undir læknishendur þá er auðvelt að
lækna sjúkdóminn,“ segir hann.
Þá segist Gísli ekki þekkja dæmi
þess að sárasótt á þriðja stigi hafi
greinst hér á landi svo áratugum
skipti. „Þriðja stigið var það sem
menn óttuðust. Þá geta innri líf-
færi farið að skemmast og stundum
heilastarfsemi. Þá gátu menn jafn-
vel orðið ruglaðir eða séð ofsjónir.“
Aðspurður hvernig fólk geti forðast
sjúkdóminn, segir Gísli sárasótt
smitast með kynlífi svo mikil-
vægt sé að nota verjur og gæta sín.
birnadrofn@frettabladid.is
Mesta áhættan meðal karla
sem hafa mök við karlmenn
Íslenskir karlmenn á aldrinum 20-44 ára sem hafa mök við aðra karlmenn eru í mestri hættu á að
smitast af sárasótt. Tilfellum sjúkdómsins hefur farið fjölgandi síðustu ár. Sérfræðingur í kynsjúkdóma-
lækningum segir tiltölulega auðvelt að lækna sjúkdóminn en mikilvægt sé að leita læknis sem fyrst.
Sérfræðingur í kynsjúkdómalækningum segir snör viðbrögð mikilvægust ef sárasótt greinist. MYND/GETTY
Sögulega er þetta
mjög skæður
sjúkdómur sem lagðist
þungt á mjög marga.
Gísli Ingvarsson,
læknir
Fleiri sýni að
mánuði liðnum
Húsnæði Fossvogsskóla var lokað
að hluta í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
REYKJAVÍK Borgarstjórnarflokkur
Sjálfstæðisf lokksins vill að gerð
verði úttekt á kynbundnum mun á
námsárangri í grunn- og leikskól-
um borgarinnar. Tillaga þess efnis
verður lögð fyrir borgarstjórn eftir
helgi. Fram kemur í greinargerð till-
ög unnar að alkunna sé að stór hluti
drengja geti ekki lesið sér til gagns
og að mun fleiri konur en karlar fari
í framhaldsnám í háskólum.
„Námsárangur barna á Íslandi er
lakari en í mörgum öðrum löndum.
Þegar málið er skoðað nánar kemur
í ljós að verulegur kynjahalli er á
bæði háskólastigi og í grunnskóla.
Menntamálaráðherra benti nýlega
á að rót vandans sé að finna á fyrstu
skólastigum þar sem drengir drag-
ast aftur úr og jafnvel heltast úr
lestinni,“ segir Eyþór Arnalds, odd-
viti Sjálfstæðisf lokksins. „Þessu
verðum við að breyta með sam-
stilltu átaki en leik- og grunnskól-
inn í borginni er ábyrgð Reykja-
víkurborgar og nú er kominn tími
til aðgerða. Einn af hverjum fjórum
nemendum í framhaldsnámi í HÍ er
karlkyns. Þetta eru sláandi tölur og
á bak við hvern einstakling er löng
þroskasaga.“ – ab
Vilja úttekt á
námsárangri
3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð