Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 2

Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 2
Otgefandi: Samtökin '78, Pðsthólf 4166 124 Reykjavlk "Or felum" kemur út f j órum si nr. um á ári Verð í lau: sasölu : 35 kr. e i n t a k i ð Verð í ásk: rif t: loo kr. f y rir 4 t öl ublö Að blaðinu unnu: Guð ni , He lgi , He rb ert , Jón , Lára, Lil ja , Magnús, Rúnar, St een og Þorvaldur. Abyrgðarmaður: Helgi Magnússon. Næsta blað kemur út í janúar 1983- SAMTÖKIIM '78 FÉLAG LESBÍA OG HOMMA Á ÍSLANDl halda félagsfundi u.þ.b.einu sinni í xán- uði á veturna og starfrækja símaþjónustu þar sem allir geta hringt og rætt um það sem þeim liggur á hjarta. og fengið nánari upplýsing- ar um starfsemi Samtakanna. Símatíminn er á þriðjudögum, kl.l8-2o og á laugardögum l4-l6 og simanúmerið er 2 85 39- I stefnuskrá Samtakanna segir m.a. "Heilbrigt mannlif hlýst af hamingjusömu lífi sérhvers einstaklings. Komist einstaklingurinn til þess tilfinningalega og félagslega þroska sem honum er búinn, á hann sér þá kosti er leiða til farsæls lífs. Við lesbiur og hommar á Islandi viljum miðla þekkingu til bómó- sexúal einstaklinga og efla með því skilning þeirra á sjálfum sér og treysta afstöðu þeirra til sjálfra sín. Þekkingin er eign samfélagsins alls. Hún þokar vanþekkingunni brott svo að hún á ekki afturkvæmt, því að af þekkingu leiðir skilning. á öllum sviðum þjóðlífsins ríkja bábiljur og hleypidómar, skapa það og móta, uns þekkingin berst. Aldrei hefur hún borist viðstöðulaust,hún krefst athafna og atorku þeirra er yfir henni búa og geta miðlað henni. Við lesbíur og- hommar á Islandi viljum miðla þekkingu á málefnum okkar til alls samfélagsins svo að það öðlist skilning á þeim og á því, að við erum eölilegur hluti af samfélaginu. Sérhver þjóð telur sér til gildis að hún virðir mannréttindi. loland á sér ákvæði um þau x stjórnarskrá og fullg.iltum samþykktum Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Þau skulu tryggð án nokkurs manngreinar- álits. Við lesbíur og hommar á Islandi viljum njóta fyllstu réttinda, siðferðilegra og lagaleg'ra, án nokkurs manngreinarálits, en förum' ekki fram á nein forréttindi. " MEÐAL EFIVIIS má nefna grein um atvinnuöryggi hómósexúal fólks og sagt er frá nýrri mynd frá Hollywood - Making love. "Ekki dey ég 1 dag" nefnist grein um "hommaveikina", Kaposi Sarcom. "Lesbía - kona fyrst og fremst", skírskotar til veruleika kvennanna, sagt er frá auglýsingabanni á Dagblaðinu, rætt um leigjendastríð lesbía og homma svo eitthvað sé nefnt. Þurfi menn afþreylngu meðan beðið er eftlr prinsinum (prins- éssunni) á hvíta hestinum skal þeim bent á krossgátuna. Einmana sálir ættu auk þess að líta í einkamáladálkinn. 2

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.