Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 4

Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 4
ATVINNUÖRYGGi FYRIR LESBÍUR OG HOMMAi Utifundur í Brussel laugardaginn 27. mars 19 82. Ky nnirinn les kveðjurtil fundarins milli atriða: „Samtökin '78, félag lesbía og homma á Islandi, senda baráttu- og stuðningskvebjur tilEliane A/Torissens og allra belgískra lesbía og homma, sem vinna fyrir málstað hennar. Komum öll úr felum á vinnustaðl" Eliane Morissens er um sextugt, og þar til fyrir hálfu öðru ári var hún yflrkennari í unglingaskóla í héraðinu Hainaut. Þá kom hún úr felum sem lestiía — með því að koma fram x sjónvarpsþætti um atvinnu- mál lesbía og homma. Daginn eftir var henni viklð úr starfi án skýringa, en ' fullum launum heldur hún þar til hún fer á eftirlaun. Hún kœrði slg ekki um að hætta störfum svo skyndilega, og krafðist þess að fá að halda áfram, en yfirvöld hafa daufheyrst fram að þessu. Það er ljíst, að henni var vikið frá eingöngu fyrir það, að hún kom úr felum. Félög lesbía og homma í Belgíu og í öðrum löndum hafa beitt sér fyrir því, aö hún fengi leiðréttingu mála. Þingmenn stjérnarflokksins í Hainaut-héraði hafa fengið áskoranir frá þing- mönnum bræðraflokka erlendis og kennarafélög í öðrum löndum hafa stutt Eliane Morissens með ályktunum. Er ekkert hafði miðað í máli hennar á rúmi ári fðr hún I hungurverkfall í janúar síðastliðnum. Loks nú hefur sérstakur stjórnsýsludðmstóll (Conseil d'Etat) fallist á að taka málið til umfjöllunar. VI8 HVAfl ERUÐ MÐ HRÆDD ? A Islandi getur þetta ekki gerst, segja margir og telja óþarft að gera ráð fyrir misrétti gagnvart lesblum og hommum í atvinnu. En dæmin eru fjöldamörg frá útlöndum og þau eru til héðan, og þeim a eftir að fjölga mikið þegar lesbíur og hommar fara að koma almennt úr felum. Að koma úr felum er forsenda til þess, að lesbíur og hommar geti notið farsæls lífs. 1 felum eru manni sett svo þröng takmörk, að það verður mörgum ofviða. Að látast vera annar en maður er, ef til vill alla ævina, er það sem það kostar að vera £ felum. A umræðu- fundi Samtakanna '78, félags lesbía og homma á Islandi, í mars slðast- liðnum um efnið "Að koma úr felum á vinnustað", kom frain, að helsta ástæða, þess, að fólk er í felum, er ótti við misrétti í atvinnu. Þetta er mikilvægt atriði sem á erindi £ umræður um vinnuvernd, og þá velferð á vinnustað, á þessu vinnuverndarári. 4

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.