Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 19

Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 19
lesbiaKkona fyrst og fremst Eg átti eitt sinn samtal við konu, kvenréttindakonu, sem eitthvað hefur starfað með rauðsokkahreyfingunni. Eg spurði hvers vegna hún teldi, að innan hreyfingarinnar hér hefði ekki myndast lesbískur hópur eins og £ nágrannalöndum okkar. Þá verður henni að orði, að hún skilji ekki hvað rauðsokkahreyfingunni komi það við, hverjum maður sefur hjá, eða kynlíf einstakra kvenna. Eg varð satt að segja fyrir vonbrigðum með þetta svar, en kannski ekki svo mjög hissa, miðað við hve lítið hefur verið fjallað um þessi mál £ fjölmiðlum almennt. Engin islensk kona hefur komið opinberlega úr felum enn, það ég veit. Við erum öll sammála um það, að frumskilyrði þess að vera lesbía er að vera kona fyrst og fremst. Þá fer málið strax að skýrast. Lesb- £skar konur hafna þeim kosti, sem konum hefur verið talin trú um að sé sá eini rétti, þ.e. að staður þeirra sé við hlið, i skugga, karl- mannsins. Að hann einn geti veitt konum þann kraft, styrk og full- nægingu, sem konur, "hið veika 'kyn", þarfnast, að kynferðislega sé konan sköpuð fyrir karlmanninn. Algengt er að heyra (þ.e. frá karlmönnum), að "það eina sem þessar lesbiur þarfnast, sé einn ærlegur karlmaður, sem getur kennt þeim hvað kynlíf virkilega snýst um." "Hvernig i ósköpunum ætti ein kona að geta veitt annarri konu þá kynferðislegu fullnægingu, sem karlmaður getur?" Fordómar gagnvart lesbíum og hommum eru staðreynd, og síst minni hér á landi en annars staðar. Fátt ögrar stolti karl- mannsins meira en kona sem tekur aðra konu fram yfir hann. Mörgu hefur verlð slegið fram £ sambandi við lesbíur, og karlmenn liggja sjaldnast á liði sínu við að gefa skýringar á því að kona er lesbisk, en flest það sem sagt er einkennist af fáfræði og fordómum. Lesbíur ögra greinilega rikjandi hefðum og skipulagi, þ.e. karl- veldinu, og eiga því greinilega samleið með kvenréttinda- og/eða mannréttindahreyfingum. Við hvorki þurfum né viljum hlusta á skýr- greiningar hins siðprúða meirihluta eðaannarra sjálfskipaðra siða- postula á þvi hvað við séum og hvers vegna. Við höfum frelsi- til þess að velja, og notum okkur það,, hvort sem Tið veljum konur eða karlmenn til ásta og vináttu. Fyrir mér er það engin spurning, sem kona berst ég fyrir réttindum kvenna, og sem lesbía berst ég fyrir réttindum lesbia. En þetta tvennt er óaðskiljanlegt, og mun alltaf verða. II 19

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.