Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 6

Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 6
KRAFA SAMIAKAHNA '78 1. MAÍ Þaö er krafa Samtakanna '78, félags lesbía og homma á íslandi, að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins tryggi lesbíum og hommum fullt atvinnuöryggi til jafns við aðra, svó að ekki fari milli mála að lesbíum og hommum sé óhætt að koma úr felum á vinnustað. Atvinnuöryggi er eitt sjö atriða, sem sérstaklega eru iekin fram í ályktun þingmannafundar Evrópuráðsins frá 1. október 1981 um afnám misréttis gagnvart lesbíum og hommum. Helgi Magnússon þjöðviljinn tók vió þessari grein til birtingar 1. maí, en hun hefur ekki sést þar á síóum enn. Heföi þér þótt hun öviöeigandi á verka - lyósdagjnn ? 1. MAÍ - BARÁTTU- OG -Góðan dag. Ég þarf að spyrja þig hvernig á að snúa sér í því að fá aðild að kröfugöngu fulltrúaráðsins 1. maí. -Það verður fundur hjá okkur í hádeginu. Get ég ekki bara tekið skilaboð fyrir þig? -Jú, þakka þér fyrir. '’Við í Samtökunum '78, félagi lesbía og homma á Islandi, höfum hug á aö taka þátt í kröfugöngunni, og krafa okkar verður: Atvinnu- öryggi fyrir lesbíur og homma. -Gott kvöld. ösk ykkar í fél- aginu var rædd á fundi hjá okk- ur um daginn. Mér var falið að segja ykkur, að við teljum ekki heppilegt að svo stöddu að þið takið þátt í 1. maí- göngunni. -En þið segið væntanlega ekkert FRELSISDAGUR? við því að við sláumst £ hóp- inn, þð að það verði þá ekki með formlegum hætti? -Við getum ekki ábyrgst við- brögð einstakra félagsmanna. Borðinn okkar var 2 metrar og sextíu sentimetrar á lengd og 55 sentimetra hár, hvltur með. tveimur stórum þríhyrningum, bleikum, til endanna, og á- letruninni "Atvinnuöryggi fyrir lesbíur og hommaí" Við gengum næst fyrir framan lúðrasveit- ina Svan, en næst á eftir hópi með kröfuborðann "Atvinnuör- yggi fyrir iðnnema". Meðan Útifundurinn stóð yfir á lækjartorgi stóðum við með kröfuborðann okkar á túninu framan við Stjðrnarráðshúsið. -GB 6

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.