Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Síða 20
SVALUR
SVARAR
Bg er nýkominn með aldur til
að komast inn á skemmtistaSna
í Eeykjavík. . Þar sem ég er
hommi hef ég mestan áhuga á a8
komast í kynni við aðra karl-
menn. Hvernig á ág að fara a8
þvl? Þó a8 maSur gruni ein-
hvern um a8 vera hommi er ekki
hægt a8 ganga til hans og
segja: Hæ, ég er hommi, ert þú
það ekki líka? Hvernig gef
ég það i skyn, þannig aB aðr-
ir fatti það ekki?
Sonur húsmóður
í Vesturbænum
Kæri vinur.
Þú ert ekki fyrstur til að
velta þessu vandamáli fyrir
þér. Satt að segja höfum við
langflestir átt £ meiri eða
minni erfiðleikum að kynnast
öðrum hommum.
Þar sem þú ert allmiklu yngri
en ég, þá sé ég í hréfi þínu,
að þú spyrð dálitið öðru vísi
en ég myndi gera — núna. á
þínum aldri hefði ég áreiðan-
lega spurt alveg eins. En má
ég þá aðeins útskýra hvað ég
á við, áöur en ég svara spum-
ingunni.
1 fyrsta lagi: Skemmtistaðim-
irveitaekki ákjósanlegustu að-
stæður til þess að kynnast ó-
kunnugu fólki. En vissulega
byrja góð kynni oft þar, og
við hommar erum ekkiþeir einu
sem þurfa að sætta sig við þí
En sem sagt, þú ættir að■huga
10
að því, hvort þú gætir ekki
tekið upp kynni við homma við
aðrar aðstæður, til dæmis í
skóla, í vinnu eða i félags-
starfi.
1 öðru lagi: Svo að aðrir á
staðnum fatti það ekki. Veistu
hvað fólk er yfirleitt óskap-
lega fattlaust? Við hommar
megum gæta okkar á því, að
mála ekki alltaf skrattann á
vegginn. Auðvitað verðurtek-
ið eftir því, ef þú víkur þér
að manninum með þessum orðum
þar sem hann er í miðjum sam-
ræðum við annað fólk. En ef
hann er einn, tekur enginneft-
ir því, hvað ykkur fer á milli.
En, sjáðu nú til: Eg skil vel,
að þér vaxi í augum að gefa þig
fram viö ókunnugan mann, nema
þú sért algerlega viss í þinni
sök. En þú færð sennilega fljót-
lega næmari tilfinningu fyrir
þvi, hver er hommi og hver ekki.
Og þá er bara að muna eitt: Þú
verður að passa þig á því, að
vera ekki of lokaður fyrir því
að taka á móti merkjum og svaia
þeim. Ég þekki marga, sem eru
alltaf að passa sig svo mikið
að enginn fatti að þeir eru
hommar, að þeir fá aldrei nein
merki, eða taka ekki eftirþeim.
Með merkjum á ég ekki við nein
skrípalæti eða afkáralega fram-
komu, heldur þá aðferð sem við
höfum til þess að skynja pers-
ónuleika hvers annars, hvort
sem við erum hommar eða ekki.
Sumir eru grunnir persónuleik-
ar, senda yfirborðsleg merki
og nema ekki merki annarra ef
þau eru flókinnar merkingar. Þí
skalt því vera óhræddur við að
gefa frá þér merki um að þú œit
opinn fyrir kynnum við . karl-
mann.
Og vertu ekki feiminn við að
ávarpa mann, ef þér lístþokka-
lega á hann, þá ætti hann að
vera viðræðugóður. Allt kemur
til greina! Allir þekkja eld-
spýtnaleysi og svoleiðis trikk.
Þú finnur ábyggilega réttu orð-
in þegar á þarf að halda.
Gangi þér vel.
Þinn einlægur,
Svalur