Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Page 29

Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Page 29
HEFUR PÚ LÍKA ÁTT í LEIGJENDASTRÍÐI? Fyrir skömmu urðum við tveir félagar, sem tekið höfðum xbúð á leigu, fyrir því að húseigandinn reyndi að segja okkur upp húsnæðinu á þeim forsendum að við værum hommar. Við leituðum réttar okkar þegar þetta gerðist og ráðguðumst m.a. við lögfræðing en máliö er enn óútkljáð. Eg spurðist fyrir um það meðal þeirra homma, sem ég þekki, hvort þeir v-issu af fólki sem orðið hefur fyrir svipaðri reynslu en enginn hafði frá neinu að segja. Samt virðist sú skoðun ríkjandi aö við hommar og lesbíur eigum 1 vök að verjast í þessum efnum sem öðrum. Sem dæmi get ég nefnt viðtal við tvo íslenska homma í Kaupmannahöfn sem birtist í Helgarpóstinum í sumar. Þar fullyrða þeir að "heima á Islandi væri okkur ónögulegt að halda vinnu eða leigja íbúð saman. Við gætum kannski keypt Ibúð..." Eg hef velt því fyrir mér upp á síðkastið hvað af þessum vlðhorfum byggist á nöturlegri reynslu okkar og hvað af þeim sé þjóðsaga sem hver étur upp eftir öðrum, þjóðsaga sem verður til vegna þess að við lifum í sífelldum ótta við árásir og aðkast og flýjum yfirleitt áður en á hólminn er komið en hættum ekki á nein átök og þorum sjaldnast að leita réttar okkar. Þess vegna langar mig til að ná sambandi við fólk sem neitað hefur verið um húsnæði eða verið sagt upp íbúð fyrir það eitt að vera lesbíur eöa hommar. Mér finnst mál til komiö að við gerum okkur grein fyrir ástandinu með því aö miðla hvert öðru af reynslu okkar í von um að geta staðið sterkari að vígi í framtíðlnni. Ef þú hefur frá svipaðri reynslu og ég aö segja þá hafðu samband við Samtökin '78 sem vísa þér síðan á mig. Að sjálfsögðu mun ég sýna þér fyllsta trúnað. - Símatíma og númer Samtakanna finnurðu í símaskránni, Þorvaldur Kristinsson ^CANDREÍtt MÁNAÐARÍNSj^ ■ Leiftursóknartillaga sitfprúda meirihlutans” Sú vá fyrir dyrum vor stendur að villugjarnt hommaliö heimtar £ sínar hendur hvers konar réttindi og griö. Borgara reiöi þeir reita og reykja v£st sumir hass. Viö ráöningu skulum þeim veita og r£öa þeim öllum £ rass. Vínóuf. 29

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.