Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Page 5
þeir kúguðu lyfta höfði og byija að
efast um styrk kúgara sinna, eins
og Bertold Brecht orðar það í
kvæðinu «Lofgerðtil efans.» - Það
er ekki fjarri lagi að kalla sjöunda
áratuginn ár þeirra undirokuðu á
Vesturlöndum. Félagsleg ólga
einkenndi þessi ár. Menn voru
langþreyttir á þeirri baráttu sem
skipulögð var að ofan og stýrt að
geðþótta flokkseigendanna og
tóku höndum saman i þeim hreyf-
ingum sem sumir hafa kennt við
grasrætur. Sérkenni þessara
hreyfinga voru ekki sist baráttu-
mál þeirra. Þau höfðu sjaldnast átt
uppá pallborðið i opinberri pólitík.
Þetta voru ár kvennahreyfingar-
innar, stúdenta- og blökkumanna-
hreyfingarinnar. Og þetta urðu
lika ár lesbía og homma. - Heita
júnínótt eina, sumarið 1969, gerð-
ist það að hommar börðu í fyrsta
skipti frá sér þegar á þá var ráðist,
svo sögur fari af. f einni af mörg-
um «eftirlitsferðum» eða razzíum
lögreglunnar um hommabarina
við Christopher Street í New York
tóku gestirnir hressilega á móti
þegar lögreglan óð fram með of-
beldi og lögleysu og leiknum lauk
með þvi að hún snautaði burt með
dindilinn milli lappanna.
Átökin stóðu meira eða minna í
heilt ár og vöktu strax gífurlega
athygli. Ekki síst var það að þakka
því fræga blaði, «Village Voice.»
Nú loksins virtust skriffinnar
þessa blaðs, sem hefur aðsetur
sitt í stærsta hommagettói lands-
ins, Greenwich Village í New York
hafa komið auga á einn stærsta
minnihlutahóp Bandarikjanna.
Einn af þeim, sem átti leið um
Christopher Street þessa júnídaga
var hominn og skáldið góða, Allen
Ginsberg. Eftir að hafa litið inn á
Stonewall-barnum, sem var aðal-
vettvangur átakanna, lýsti hann
kvöldinu fyrir vini sínum með
þessum fleygu orðum: «Veistu
hvað - þeir voru svo fallegir, strák-
arnir á barnum. Það er horfið,
þetta sársaukafulla augnaráð sem
einkenndi alla homma fyrir tíu ár-
um.»
f þessum fáu orðum felast mikil
sannindi um nýju hommahreyf-
inguna. Eldra baráttufólk meðal
homma og lesbia hafði ætíð
verið ótrúlega lítilþægt í kröfum
sínum og málflutningur þess ein-
kennst af afsökun og varnarstöðu.
Stoltið yfir heitustu tilfinningum
hommans leyndi sér aftur á móti
ekki i baráttu og framkomu þeirra
stráka sem Ginsberg lýsir og berg-
málaði hæst i slagorði þeirra,
«Glad to be gay.» - Innan kvenna-
hreyfingarinnar tóku lesbíur að
sækja í sig veðrið og átak þeirra
var sist minna en hommanna.þær
Christopher Street
höfðu jú hingað til verið nánast
ósýnilegar.
Bandariska hommahreyfingin
eignaðist brátt skelegga baráttu-
menn sem skildu strax pólitiska
möguleika hreyfingarinnar. Bóka-
og blaðaútgáfa homma efldist til
muna og áhrifin breiddust brátt til
Vestur-Evrópu. Jafnvel hér heima
á íslandi - tæpum tíu árum eftir
átökin í Christopher Street - fóru
hommar að láta á sér kræla og
neita að sætta sig við þann hlut
sem þeim var ætlaður hér i myrkr-
inu og fáfræðinni. En sú barátta
hlýtur fyrst og fremst að snúast
um spurninguna sem ég gerði að
umræðuefni i upphafi: Að fela sig
eða fela sig ekki.
VIÐ FÖRUM BARA,
FÖRUM BARA FETIÐ...
Ekkert fólk vaknar upp einn góðan
veðurdag, fullvisst um að það sé
hommar eða lesbíur. Sjálfskiln-
ingur manna mótast við upplifun,
reynslu og kynni af sinum líkum. -
I því sambandi væri ekki úr vegi
að lýsa nokkrum stigum vitundar-
vakningarinnar eins og ég sé hana
frá sjónarhóli hommans.
Fyrsta skrefið er að játa tilfinn-
ingar sinar til annarra karlmanna
fyrir sjálfum sér og ákveða þá að
reyna að taka félagslegum afleið-
ingum þess. Þetta stig einkennist
fyrst og fremst af einangrun og
5