Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Side 10

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Side 10
KjmU Hugeum m détím ntiwm Mig langar til að skrifa þér bréf, bréf sem þú munt aldrei fá. Mér finnst ég þurfa að verja mig af því að ég hef kosið að lifa sem lesbisk. Loksins ertu sofnuð eftir að ég hef farið að minnsta kosti fimm sinnum inn til þín. Ég þurfti að snúa sænginni, síðan kom ég inn til að faðma þig og kyssa, svo vild- irðu fá djús - allt var þetta vegna þess að þú gast ekki sofið. Hingað til hafa árin verið þér góð. Sex ár sem bara hafa verið leikur. Það sem þú hefur lært hef- ur aldrei reynst þér erfitt og þegar þú hefur erfiðað þá hefur það ver- ið þér til ánægju. Ég man þegar þú slepptir stólnum, sem þú hélst þér i, og tókst tvö fyrstu skrefin yf- ir til mín, ein og óstudd. Mikið varstu roggin yfir þessu afreki þínu. Á hverjum einasta degi hef- urðu tekið framförum - í stóru og smáu. Það er skrýtið að hugsa til þess hversu margt þú hefur i rauninni lært á þessum fyrstu sex árum ævinnar. Hugsaðu þér ef þú gæt- ir varðveitt áfram opinn huga þinn, allan áhugann og lifsgleðina Eftir hálft ár hefst nýr kafli i lífi þínu - þá verður það skóhnn sem miðlar þér þekk- ingu og vitneskju. Skyldu kennar- arnir i barnaskólanum gera sér ljóst hvílikt vald þeir hafa yfir þeim litlu? I skólanum eignast þú nýja fél- aga. Ætlir þú eigir þá nægilegt sjálfsöryggi - hefur mér tekist að veita þér þann styrk sem þú þarfn- ast eða verður þú eitt þeirra barna sem verða fyrir barðinu á hörku hinna? Þú hefur sjálfsagt orðið vör við breytingarnar sem orðið hafa i fjölskyldulífi okkar. Eitt sinn hélt ég að við tvær myndum geta spjarað okkur saman. En þá fóru vandamálin að vaxa mér yfir höfuð og ég var svo einmana. Ég fór að svipast um eftir einhverjum sem

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.