Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Blaðsíða 12
HINSEGIN
• BENT» f REYKJAVÍK
Aldrei þessu vant var býsna gam-
an að vera hommi i Reykjavík hér
á dögunum og næðingurinn var
ekki alveg eins napur og endra-
nær. I fyrsta skipti i íslandssög-
unni bárust yfir hafið tvö prýðileg
dæmi um þá listsköpun homma
sem talsvert hefur borið á í ná-
grannalöndunum síðustu árin. -
Fjalakötturinn sýndi í desember
bresku kvikmyndina «Nátthrafna»
(Nighthawks) sem er meðal betri
kvikmynda er hommahreyfing sið-
asta áratugar gat af sér. Þetta er
látlaus og raunsönn lýsing á lifi
hversdagshommans í stórborginni
Hann er landafræðikennari við
skóla í London og ráfar kvöld eftir
kvöld milli hommadiskóteka í
heimaborg sinni án þess að finna
það sem hann leitar að. Hann er i
felum sem hommi í skóla sínum og
samkennararnir vita fæst um
einkalif hans. En árekstrar i skól-
anum neyða hann til að standa við
tilfinningar sínar og hann vaknar
smám saman til vitundar um nýja
möguleika sína í lifinu.
Bent er að flestu leyti andstæða
Nátthrafna. Leikrit þetta, sem Stú
dentaleikhúsið frumsýndi í Tjarn-
arbíói i byijun desember, lýsir
engum hversdagsheimi heldur
ógnum þýska nasismans eins og
þær sneru að gyðingum og homm-
um. Höfundurinn, Bandaríkja-
maðurinn Martin Sherman, er
sjálfur hommi og gyðingur og
þekkir þvi hlutskipti kúgaðra í
meir en einum skilningi. Verkið
var frumsýnt i London vorið 1979
og hefur siðan farið frægðarför
um fjölmörg Evrópulönd svo og
Bandarikin.
Sögulegur timi leikritsins er
skýrt markaður, það hefst í Berlin
1934 og lýkur í vinnubúðum nas-
ista í Dachau tveimur árum siðar.
Max og Rudy eru hommar sem
búa saman í Berlín og í sögu þeir-
rabirtist okkur borgin á fyrstu ára-
tugum aldarinnar. Þá var Berlín e.
k. Gósenland evrópskra homma.
Hvergi var skemmtanalifið litrík-
ara og hommabarimir fleiri. Frels-
ið virtist mikið en það gilti i raun-
inni aðeins svo lengi sem hægt
var að hafa gott af hommunum og
græða á þeim eins og sannaðist
við tilkomu nasismans. - Lif elsk-
endanna sýnir vel þessa sögulegu
staðreynd. Þeir veltast áfram kær-
ulausir og blindir á eigið mann-
gildi og ytri veruleika. Það verður
lífsstíll þeirra að loka augunum
fyrir þeim skelfilega veruleika
sem umlykur þá og þeir skilja
hvorki né skynja hvað uppgangur
nasismans hefur í för með sér fyrir
þá. Þótt ofsóknir á hendur minni-
hlutahópum séu þegar hafnar taka
þeir ekki eftir neinu. Rudy er lýst
sem ljúfum en ofurlítið einföldum
strák sem starir á það öryggi er
hann vonast til að finna í parsam-
bandinu. Max hefur aftur á móti
lítið að bjóða honum, hann gengur
um timbraður eftir drykkju nætur-
innar eða lætur sig dreyma um að
komast yfir skammt af kókaíni.
Honum er lýst sem heldur óvið-
felldnum náiinga.hann er sjálfupp
tekinn og ábyrgðarlaus og dregur
hvaða karlmann sem er upp í rúm
með þeim, þvert gegn vilja Rudys.
Lífið í Berlín fær dýpri merkingu í
lýsingu Grétu, homma og kaba-
rettdrottningar sem rekur klúbb
og hefur allt sitt á þurru. Gréta á
konu og börn og skilur auk þess
prýðilega vald peninganna. Hann
kaupir sér frið með þvi að visa
valdhöfunum á þá homma sem
þeir eru á eftir og ögrar valdinu
aldrei meira en því gott þykir.
12