Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Page 13
I
Eftir «nótt hinna löngu hnífa»,
þar sem Röhm foringi SA-sveit-
anna og fjölmargir fylgismenn
hans voru myrtir að skipun Hitlers
eiga hommar í Berlín fótum fjör
að launa. Max og Rudy eru gripnir
á flótta og sendir í fangalest til
Dachau. Þar er Rudy drepinn af
SS-mönnum sem neyða Max til að
veita honum Iokasparkið og af-
neita sambandi sinu við hann. - í
fangabúðunum magnast niður-
lægingin við þrældóm og auð-
mýkingar. En þá vaknar lítil ljós-
glæta í lífi Max. Milli hans og
Horsts, samfanga hans, vaknar
ást þótt þeir hafi engin skilyrði til
að rækta hana. Þeir mega ekki
snertast en tekst þó samt að leika
á kúgara sína. I einu best samda
atriði leiksins elskast þeir og fá
fullnægingu án snertingar. Horst
segir:
«Okkur tókst það - helvítis verð-
irnir, helvítis búðimar - okkur
tókst það! Þeim skal ekki takast að
drepa okkur. Við eiskuðumst. Við
erum lifandi. Við erum manneskj-
ur. Við elskuðumst. Þeir skulu
ekki drepa okkur.»
Við samskipti þeirra breytist
Max. Með tilfinningahita sínum
og skýrri meðvitund um stöðu sína
hefur Horst áhrif á hann og Max
verður smám saman mannlegri og
heilli þrátt fyrir mannlæginguna
sem stýrir öllu lífi í Dachau. Horst
hefur aldrei reynt að afneita sjálf-
um sér, hann ber bleika þrihym-
inginn, merki hommanna í fanga-
búðum nasista. Max hefur aftur á
móti skotið sér undan bleika þrí-
hyrningnum með því að afneita
sjálfum sér til að lenda ekki í hópi
þeirra lægstu og fær i skiptum
gulu Davíðsstjörnuna, merki gyð-
inga. Þegar Horst er skotinn af
vörðunum fyrir augunum á Max,
framkvæmir hann táknræna at-
höfn sem sýnir að hann er að
vakna til sjálfsvitundar og sjálfs-
virðingar. Hann klæðir sig í
fangaskyrtuna með bleika þrí-
hyrningnum, sem Horst bar, kast-
ar sér síðan á rafmagnaðan gadda-
vírinn og deyr.
Þótt saga Max endi i tortímingu
og dauða felur hún engu að siður í
sér áskorun til okkar homma um
að hætta að svikja ht og vera við-
búnir þeim degi þegar fasisminn
ríður í hlað, í hvaða gervi sem
hann birtist. En jafnframt þvi að
minna á horfna sögu hommanna i
þriðja ríki Hitlers er V-'krit Sher-
mans líka djúpsæ greming á stig-
veldi kúgunarinnar þar sem kúg-
arinn neyðir einn til að sitja á öðr-
um til að auðvelda sér verk sitt.
Sundrung þeirra undirokuðu sér
fyrir því að þeir fá ekki sameinast
gegn raunverulegum kúgurum
sínum. Að þessu leyti á Bent ekki
bara erindi til homma heldur er
leikritið þörf hugvekja öllum þeim
manneskjum sem eiga undir högg
sækja hér á jörðu.
Leikstjóranum, Ingu
Bjarnason, hefur að mörgu leyti
tekist að skapa eftirminnilega sýn-
ingu. Vitaskuld ber leikurinn þess
skýr merki að leikendumir eru
nær allir áhugamenn með tak-
markaða sviðsreynslu, en leikur
þeirra er yfirleitt lipur og oft á tíð-
um kraftmikill. Ekki síst auka hóp-
senur brúnstakkanna á áhrifamátt
sýningarinnar, magna andstæður
hennar og undirstrika það sögu-
lega í verkinu. - í ýmsum atriðum
sýningarinnar söknuðum við þó
meiri hraða og spennu. Einkum á
þetta við um samleik þeirra Max
og Rudys í fyrri hluta leiksins.
Stærstu hlutverkin eru i hönd-
um þeirra Andrésar Sigurvinsson-
ar, sem leikur Max, og Magnúsar
Ragnarssonar, sem leikur Horst.
Andrés er menntaður leikari og
býr augsýnilega yfir mikilli tækni.
I hreyfingum og raddbeitingu sýn-
ir hann t.d. öryggi sem engir
hinna leikaranna hafa. En þrátt
fyrir sviðsöryggi sitt er stundum
eins og bregði fyrir tómahljóði í
leik hans og þá spennir hann bog-
ann hærra en æskilegt væri, t.d.í
atriðinu er hann lýsir því hvernig
SS-hermennirnir neyddu hann til
að sanna «hið rétta eðli» sitt. - Að
leik annarra ólöstuðum er okkur
minnistæðastur Magnús Ragnars-
son í hlutverki Horst sem með ein-
lægni sinni og sterkum leik vinnur
umtalsverðan sigur. Samleikur
Magnúsar og Andrésar í atriðun-
um, er þeir elskast án þess að
snertast, er einn sá vandaðasti
sem við höfum lengi séð á leiksviði
í Reykjavík, svo lágstemmdur sem
hann annars var. Þakka ykkur fyr-
ir, strákar !
Sú mikla rækt, sem leikstjórinn
hefur lagt við leikendurna, fær þó
ekki nægilegan stuðning af sviðs-
mynd og lýsingu sýningarinnar.
Að vísu er hér ósköp erfitt um vik.
Sviðið i Tjarnarbiói stendur varla
undir nafni sem leiksvið og ljósa-
útbúnaður er í rýrasta lagi. En því
miður er leikmyndin svo rýr að
hún rýfur sjaldan þá tilfinningu að
við séum stödd í Tjarnarbíói. Til
að létta leikurunum róðurinn hefði
mátt gera meira að þvi að þrengja
sviðið með staðbundinni lýsingu.
Ekki má gleyma tónlist sýning-
arinnar sem átti mikinn þátt í að
skapa stemningu og styðja við
leikarana. Söngur brúnstaldcanna i
fyrri hlutanum varð ógnvekjandi
váboði í öllu kæruleysi þeirra Max
og Rudys og vandaður flautuleikur
Kolbeins Bjarnasonar varð til að
lýsa upp þann vonameista sem
kviknaði milli elskendanna mitt í
helvítinu í Dachau.
13