Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Síða 21

Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Síða 21
bia og homma taki þátt i að hrinda þessu verki fram. Fjölmiðlar eru sterkustu mót- endur samfélags U t - breiðsla hómofóbiu væri miklu minni ef þeir heföu ekki alið á henni með þögn, sem einungis er rofin til þess að flvtja nei- kvæð viðhorf gagnvart samkyn- hneigð. Fjdmiðlum ber skylda til að snúa við blaðinu, og sina samkynhneigð og lesbiur og hommairéttu ljosi i írettum og öðru efni. Þeir þurfa að gera sér ljóst. aðþó ekki sé nema að þeir viðurkenni tilvist lesbia og homma með þvi að nefna þotta fólk berum orðum. hefur það mikil áhrif til þess að uppræta hómofóbiu. Fræðsluyfirvöld þurfa að tryggja.að aJlir fái t'ullnægjandi fræðslu i tima til þess að firra þvi að nokkur þjáist at hórr.ófo- biu þegar aö þvi kemur að hann gerir sér grein fyrir eigin kyn hneigð og annarra , B >rn þurfa að hafa fyrirmvndir i fullorðnu fólki, hommar og lesbiur i kennar:„stétt þurta að geta verið samkynhneigðum nemendum samskonar fyrirmynd og gagn- kynhneigðir nemendur fá i öðr- um kennurum. Listamenn af öllu tagi verða að túlka allar hliðar mannlifs- ins, ekki einungis þær hliðar sem snúa að gagnkynhneigðu fólki. Skáld og söngvarar og aðrir höfundar, sem eru sam- kynhneigðir, þurfa að yrkja verk sin og flytja sem slikir Stjórnmálamenn og -flokkar þurfa að beita áhrifum sinum til þess að uppræta hómófóbiu. Þó að viðhorfsbreyting gerist ekki með lagasetningu og fyrirmæl- um, þá hefur slikt veruleg áhrif til þess að flýta breytingu. Stjommálamenn þurfa að láta endurskoða lög með tilliti til þess að útrýmt verði (81um á- kvæðum sem misrmina sam- kynhneigðu fólki. Þeir þurfa að setja sérstök lagaákvæði sem vernda lesbiur og homma fyrir lagaleguog félagslegu misrétti. Heilbrigðisstarfsmenn þurfa að vinna gegn hómófóbiu á ein- arðan hátt. Stór hluti þess fólks sem leitar aðstoðar vegna geð- rænna kvilla er i raun haldinn hómófóbiu, og þvi er enginn greiði gerður með þvi að horfa fram hjá þvi. Lesbiur og hommar i heilbrigðisstéttum þurfa að geta verið sjúklingum til fyrirmyndar og sönnunar um að samkynhneigð kemur ekki i veg fyrir að maður geti lifað fullkomlega heilbrigðu og hamingjusömu lifi. Klerkar og kennimenn þurfa að prédika um gildi kærleikans, sem er óháð kyni persónanna. Og þeir vita eins vel eins og aðr- ir, að það er kynhneigð sem ræður þvi, hvers kyns þeir ein- staklingar eru, sem fella hugi saman. Það þarf aðsegjast upp- hátt, svo að allir skilji, að trúar- brögðin eru trúarbrögð allra, hvernig sem kynhneigð er háttað. Lesbiur og hommar þurfa að koma úr felum, fyrir sinum nánustu að minnsta kosti. Hamingjusamur hommi og hamingjusöm lesbia eru áhrifa- rikasta vopnið gegn hómófóbiu. Guðni Baldursson Hans Wiedbusch var jarðsettur i Hamborg, en áður fór fram minn- ingarathöfn i Dómkirkjunni i Reykjavik að viðstöddu fjölmenni 2. október 1981. Morgunblaðið var beðið fyrir birtingu þessarar greinar þann dag, en vikist var undan þvi með skirskotun til þess, að grein sem þessi »œtti ekki er- indi i dagblað.» Hún var siðan birt iVisi 7. október 1981. 21

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.