Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Blaðsíða 24
UTAN URHEIMI:
PARADJANOV FANGELSADUR Á NÝ
«Ég vil láta dæma mig sem
mann,» sagði Sergej Paradjanov,
sovéskur kvikmyndaleikstjóri, i
yfirlýsingu fyrir dómstólnum sem
dæmdi hann til 5 ára fangabúðar-
vistar 1973. Hann hafði þá játað
að hann væri «að nokkru leyti
hómósexual.»
Nafn Paradjanovs ætti ekki að
vera með öllu óþekkt meðal þeirra
sem lesa hommablöð. Dóminum
1973 fylgdi hörð barátta forystu-
manna í menningarmálum i Evr-
ópu til að fá hann látinn lausan.
Meðal þeirra voru margir af stór-
löxum kvikmyndaheimsins, t.d.
Fellini. Af þessu urðu örlög Para-
djanovs kunn í Evrópu, en honum
var haldið áfram bak við lás og slá.
Franskur rithöfundur, Luis
Aragon, hitti Leonid Breznev for-
seta 1977, og talaði þá máli Para-
djanovs. Á gamlárskvöld var
hann látinn laus, en varð að sæta
ákveðnum takmörkunum á frelsi
sínu. Hann fékk ekki að skipta sér
af kvikmyndagerð, og neyddist til
að setjast að i Tbilisi i Georgiu.
Hvað skyldi Paradjanov hafa
unnið til að skapa sér slíka óvild
ráðamanna? í kvikmyndinni
«Sayat Nova», sem var frumsýnd í
Frakklandi á þessu ári, er brugðið
upp myndum úr lífi armenska ljóð-
skáldsins Sayat Nova. Skoða má
Sayat Nova sem táknmynd fyrir
sjálfstæðisvitund Armeníumanna,
og það er auðvitað þymir i augum
margra kerfiskalla i Sovétríkjun-
um. Enn fremur hefur myndin
trúarlegt ívaf, sem verður málstað
Paradjanovs náttúrlega til lítils
framdráttar.
Og eitt atriði enn: Aðalpersón-
an í myndinni er leikin af mörgum
leikurum, og einn þeirra er kona.
Hugsun Paradjanovs á bak við
þetta er sú, að til þess að geta
verið fullkomin skapandi persóna
verður karlmaðurinn að leyfa hinu
kvenlega í sál sinni að koma fram.
Vöðvar og kraftar einir duga ekki
til
Það er fáránlegt, að á sama tima
og sovésk menningaryfirvöld fá
eftirsóttar gjaldeyristekjur fyrir
sýningar á myndum hans í útlönd-
um, er Paradjanov nú handtekinn
og ákærður fyrir brot á gjaldeyris-
löggjöfinni. I" Sovétríkjunum
hefur verið bannað i tíu ár að sýna
verk hans. Á frelsisviku lesbía og
homma í Stokkhólmi í ágúst var
vakin athygli á málstað hans og
nokkrar af myndum hans sýndar.
Ekki hefur enn verið dæmt í
þessum nýju sökum hans. Sendið
þvi bréf eða bréfspjald til sak-
sóknaraembættisins, og mót-
mælið meðferð þeirri sem Sergej
Paradjanov hefur orðið að sæta og
krefjist þess að hann verði tafar-
laust látinn laus úr haldi og fái
leyfi til að flytjast til Frakklands.
Utanáskrift: Office of the public
Prosecutor, Tbilisi, Georgian SSR,
USSR
Pi&t Paoh Pamíwi
höfundur kvæðisins hér að fram-
an, fæddist á Norður-ítaliu 1922.
19 ára gamall gerðist hann lið-
hlaupi úr herjum Mussolinis og
flúði til heimaborgar móður sinnar
Casarsa, þar sem hann hóf rithöf-
undaferil sinn. Eftir styrjöldina
varð hann skólakennari i fátækra-
hverfum Rómar og samdi ljóð og
sögur sem skipuðu honum i röð
bestu skálda ítalíu sinna daga.
Fyrsta skáldsaga hans var Rag-
azzi di vita og vakti mikla athygli á
sínum tima fyrir opinskáar lýsing-
ar á lifi homma. - Líf öreiga og
utangarðsmanna voru helstu yrkis
efni hans og þeim lýsir hann lika á
eftirminnilegan hátt i tveimur fyr-
stu kvikmyndum sinum um hór-
karlinn Accatone, og hóruna,
Mamma Roma. Hún reynir stöð-
ugt að vinna sig upp úr eymdinni
en skilur ekki með hverjum hún á
samstöðu að gæta og biður ætið
ósigur. - Af öðrum myndum hans,
sem hér hafa verið sýndar, má
nefna Svinastiuna, Mattheusar-
guðspjallið og trílógíuna sem ekki
sist fjallar um hlut girndarinnar i
hörðum heimi: Decamerone, Kant
araborgarsögurnar og 1001 nótt.
Pasolini tók alla ævi virkan þátt i
ítalskri þjóðmálaumræðu og vakti
löngum úlfaþyt fyrir óbilgjarnar
skoðanir sínar og það að standa
við tilfinningar sínar hvar og
hvenær sem var. Sú staðfesta
varð m.a. til þess að hann var rek-
inn úr flokki sínum, ítalska komm-
únistaflokknum, fyrir það eitt að
lifa sem opinn hommi. Pasolini
var myrtur haustið 1975 og opin-
berlega var látið svo heita að þar
hafi vændisstrákur verið að verki.
Vinir hans og margir vinstri menn
á ítaliu hafa þó aldrei efast um að í
rauninni hafi það verið italskir ný-
fasistar sem gerðu útaf við hann.
Caracalla böðin, sem nefnd eru i
kvæðinu, eru rústir af fomu róm-
versku baðhúsi þar sem hommar
komu saman til að elskast á nótt-
unni hér fyrr á árum.
-þ
V.