Samtökin '78 - Úr felum - 01.03.1983, Page 31
Un Ateiimhiá SanUakmm'78
Heilbrigt mannlif hlýst af ham-
ingjusömu lifi sérhvers einstakl-
ings. Komist einstaklingurinn til
þess tilfinningalega og félagslega
þroska sem honum er búinn, á
hann sér þá kosti er leiða til fars-
æls lifs.
Við lesbiur og hommar á íslandi
viljum miðla þekkingu til hómó-
sexúal einstaklinga og efla með
þvi skilning þeirra á sjálfum sér og
treysta afstöðu þeirra til sjálfra sin,
Þekkingin er eign samfélagsins
alls. Hún þokar vanþekkingunni
brott svo hún á ekki afturkvæmt,
þvi að af þekkingu leiðir skilning.
Á öllum sviðum þjóðlifsins rikja
bábiljur og hleypidómar, skapa
það og móta uns þekkingin berst.
Aldrei hefur hún borist viðstöðu-
laust, hún krefst athafna og atorku
þeirra er yfir henni búa og geta
miðlað henni.
Við lesbiur og hommar viljum
miðla þekkingu á málefnum okkar
til alls samfélagsins svo að það
öðlist skilning á þeim og á þvi, að
við erum eðlilegur hluti af sam-
félaginu.
Sérhver þjóð telur sér til gildis að
hún virðir mannréttindi. ísland á
sér ákvæði um þau i stjórnar-
skrá og fullgiltum samþykktum
Sameinuðu þjóðanna og Evrópu-
ráðsins. Þau skulu tryggð án
nokkurs manngreinarálits.
Enn eru i gildi hér á landi nokk-
ur lagaákvæði sem gera greinar-
mun eftir kynferði og kynhneigð.
Þó á fæst af þvi, sem lesbium og
hommum finnst sér mótdrægt i
samfélaginu, stoð i samþykktum
reglum.
Við lesbiur og hommar á íslandi
viljum njóta fyílstu réttinda, sið-
ferðislegra og lagalegra, án nokk-
urs manngreinarálits, en förum
ekki fram á nein forréttindi.
Öll mannréttindabarátta er ná-
tengd. Lesbiur og hommar eiga
þvi samleið með öllum öðrum sem
farið er i manngreinarálit við.
Við lesbiur og hommar á íslandi
viljum þvi að félag okkar styðji
önnur félög er leita mannréttinda
og afli stuðnings þeirra.
Við lesbiur og hommar á íslandi
erum:
- af báðum kynjum
- á öllum aldri
- i hverri starfsstétt
- i hverri hjúskaparstétt
- i hverju byggðalagi
- i hverju trúfélagi
- i hverjum stjórnmálaflokki.
31