Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 2

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 2
Útgefandi: Samtökin 78 Pósthólf 4166 124 Reykjavík Úr felum kemur út þrisvar á ári. Að blaðinu unnu: Böðvar, Einar, Guðni, Hrafnhildur, Ólafur, Tómas og Þorvaldur. Ábyrgðarmaður: Helgi Magnússon. Offsetprent prentaði. Hvernig næ ég sambandi við Samtökin'78? Samtökin ’78, félag lesbía og homma á íslandi, eru til húsa á Skólavörðustíg 12 í Reykjavík. Þar hefur félagið skrifstofu og þar er „Opið hús“ þrisvar í viku. Opið er á þriðjudags- og fimmtudagskvöld- um kl. 20—23 og á laugardögum kl. 16—19. Þangað eru allir velkomnir og þar geta menn spjallað saman yfir kaffibolla eða kóki, litið í blöð og tímarit fyrir homma og lesbíur og látið sér líða vel. Hér skal þó vakin athygli á að ekki er Opið hús hjá Samtökunum á laugardögum yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. En þetta finnst mörgum stórt skref, að hitta aðra homma og les- bíur í fyrsta skipti. Þess vegna minnum við líka á simatíma Sam- takanna. Við svörum í símann á mánudags- og fimmtudagskvöldum milli kl. 21 og 23. Símanúmerið er 28539 og þangað geta allir hringt og rætt um tilfinningamál sin eða það sem þeim liggur á hjarta. Fyrir marga er lítið símtal fyrsta skrefið á langri leið úr felum og menn ráða hvort þeir segja til nafns eða ekki. Mörg okkar, sem nú störfum í Sam- tökunum ’78, höfum stigið fyrsta skrefið með því að hringja og ræða líf okkar og tilfinningar við fólk sem hefur reynslu og þekkingu á málefnum lesbía og homma. Karl- menn eru á simavaktinni báða dag- ana og á fimmtudögum sinna konur líka vaktinni. Kvenfólki sem vill ræða við lesbíur skal sérstaklega bent á fimmtudagana. Á Akureyri starfrækja Samtökin einnig síma- þjónustu. Ef einhverjum hrýs hugur við að koma á ,,Opið hús“ án þess að þekkja nokkurn þá er best að hringja fyrst og mæla sér mót við einhvern úr símahópnum á staðn- um. Við segjum alltaf til nafns og viljum gjarnan hjálpa nýju fólki til að blanda geði við aðra. Þótt allir séu velkomnir í hús- næði Samtakanna hvetjum við fólk eindregið til að gerast formlegir félagsmenn og styðja þannig starf okkar. í Samtökunum störfum við í starfshópum og allir félagsmenn geta stofnað starfshópa um áhuga- mál sín. Við höfum starfshópa um blaðaútgáfu, skemmtanahald, fræðslufundi í skólum, ,,Opið hús“, kvennastarfið, símaþjónust- una og margt fleira. U.þ.b. fjórum sinnum á ári halda Samtökin dansleiki. Þar hitta marg- ir hommar og lesbíur sína líka í fyrsta skipti. Nánari upplýsingar um dansleikina er hægt að fá i síma Samtakanna allan sólarhringinn hjá sjálfvirka símsvaranum. Auk þess auglýsum við dansleikina í DV. Sjáumst á ,,Opnu húsi“! 2

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.