Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Blaðsíða 3

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Blaðsíða 3
Blað Samtakanna 78, Úr felum, lítur nú aftur dagsins Ijós eftir árs hlé. Þaö er mikið verk að skrifa blaöið, sinna tæknivinnunni, dreifa því og selja. Sama fólkið sinnir í rauninni öllum þessum verkum og því má búast við töfum á útkomu blaðsins nema fleiri komi til liös við blaðhóp Samtakanna. Við hvetjum nýja og gamla félagsmenn til að liggja nú ekki á liöi sínu heldur koma og slást í blaðhópinn. Það er mikil þörf fyrir fjölhæft fólk í starfinu. Blaðið ber þess merki að langt hefur verið á milli heftanna og því er lítiö um fréttir, innlendar og erlendar, sem ættu erindi til okkar. Til þess aö fréttir missi ekki marks þurfa þær að vera fjölbreyttar og birtast reglulega. Þetta stendur til bóta. í þessu blaði fjöllum við um skemmtistaðamálin svokölluö. Margir þekkja ástandiö eins og því er lýst í greinunum, öðrum reynist örðugt að trúa því sem í þeim er sagt. Ofsóknir og misrétti gagnvart hommum á opinberum skemmtistöðum er verðugt viöfangsefni fyrir hagsmuna- og baráttufélag okkar. Á þessum stöðum krystallast staða okkar í íslensku samfélagi. Því eru skemmtistaðamálin hvorki einkamál þeirra sem fyrir ofsóknunum verða né einkamál okkar homma og skemmtistaðanna. Skemmtistaöamálin eru á ábyrgð okkar allra. Á þingi Noröurlandaráðs í mars var samþykkt meö yfirgnæfandi meirihluta tillaga um samræmdar aðgerðir til afnáms misréttis gagnvart lesbíum og hommum á Norðurlöndum. Frá þessu er sagt í blaðinu. Þessi samþykkt mun ásamt samþykkt Evrópuráösins um sama efni frá 1. október 1981 reynast mikill stuðningur fyrir okkur lesbíur og homma og þá er vilja vinna með okkur að mannréttindum okkar. 3

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.