Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 4
Út að „skemmta” sér
Hommar á
skemmtistöðum
Sú félagslega og pólitíska vitundarvakning, sem spratt upp
meðal vestrænna homma á síðasta áratug skildi víða eftir spor.
Ekki aðeins á þeim vettvangi sem tengist pólitísku starfi og
útgáfu róttækra rita, heldur tók umræðan og andófið til ótal
þátta í lífi homma. Með nýrri vitundarvakningu litu hommar
sjálfa sig öðrum augum en áður. Þeir voru ekki lengur óhreinu
börnin hennar Evu, þeir höfnuðu skilgreiningu samfélagsins
og lærðu í vaxandi mæli að gleðjast yfir sjálfum sér og gera
upp við þann feluleik sem stýrir lífi hins dæmigerða homma.
Þessi nýi sýnileiki þeirra birtist
viða. Barirnir og skemmtistaðir
stórborganna, þar sem hommar
hafa fundið hver annan um áratugi,
skiptu líka um svip. Sérstökum
hommastöðum fjölgaði gífurlega
og urðu langtum sýnilegri en áður.
Þessar miðstöðvar skemmtanalífs-
ins urðu í stórborgum heimsins að
eins konar gettóum, svo sem í New
York og Los Angeles. Gróðamenn
tóku við sér og upp risu nýir
skemmtistaðir sem færðu sér nýjan
lífsstíl hommanna í nyt.
Sá vettvangur sem afþreyingar-
iðnaðurinn hafði markað hommum
tók miklum stakkaskiptum og leit-
aði á ný mið. Það er vel þekkt
staðreynd að dískótekin urðu fyrst
til meðal homma. Það voru þeir
sem fylltu gólfið á fyrsta diskóteki
heimsins - Twelfth floor - sem varð
til í verksmiðjuhúsnæði á Manhatt-
an í New York 1971. Diskótekin,
það voru staðirnir þar sem strák-
arnir dönsuðu heilu næturnar án
þess að skiptast á orðum. Þau
spegluðu vel firringu og ópersónu-
leika skemmtanaiðnaðarins en um
leið sýndi óhamin dansgleði strák-
ana að lífsstíll og lífssannfæring
hommanna hafði breyst frá því sem
áður var.
Úr horninu á Borginni
og út á gólf
Uppi á íslandi vissu menn lítið um
þær hræringar sem áttu sér stað úti
í heimi. Fyrir tíu árum vissi hinn
íslenski meðaljón ósköp lítið um
homma, þeir sem stunduðu
skemmtanalifið könnuðust helst við
þá sem vöndu komur sínar á Hótel
Borg og héldu sér við barinn.
Reyndar voru þeir nánast ósýnilegir
öðrum en hinum hommunum. Og
svo lengi sem þeir héldu sér við
flöskuna og grétu vonsku heimsins
oní glasið sitt, uppfylltu þeir prýði-
lega það hlutverk sem íslenskt sam-
félag vildi helst sjá þá í, hlutverk
hinna voluðu og ógæfusömu, þeirra
sem bar að skammast sín fyrir líf
sitt og tilfinningar.
En nýir tímar runnu upp, nýir
skemmtanahættir bárust til íslands,
diskótekin urðu helsta einkenni
skemmtanalífsins hér sem á megin-
landinu. Frjálsleiki þeirra kallaði
unga fólkið út á gólfið, hommana
líka. Margir þeirra höfðu smitast af
nýjum lífsstíl erlendis, þeir stóðu
upp frá glasinu og héldu út á gólf.
En þeir ráku sig á að dansgólfið var
ekki ætlað þeim og um leið og þeir
gáfu tilvist sína til kynna var það
réttur hinna sem gilti. Þar er komið
að því stríði sem staðið hefur um
árabil og ekki er séð fyrir endann á.
Martröð skemmtanalífsins
Hún er hörð gangan sem bíður
þeirra opnu homma, sem ætla að
lyfta sér upp um helgar, fá sér í
glas, leita útrásar eftir vinnuvikuna,
spjalla við kunningjana og fá sér
snúning. Sú ferð snýst iðulega upp í
martröð: ofbeldi, úthrópanir og
auðmýkingu. Ef einhver skyldi
halda það þá er það ekki eins og að
drekka vatn að verjast
auðmýkingunni sem hommum er
sýnd hér á skemmtistöðum. Hér er
svo sannarlega ekki um að ræða
eina auðmýkingu á kjaft, einu sinni
á lífsleiðinni, heldur lendir sami ein-
staklingur í útistöðum viku eftir
viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir
ár, mismunandi alvarlegum og með
mismunandi löngu millibili. Það
þarf engan speking til að segja
okkur að venjulegur meðalmaður
veldur varla þessari lífsreynslu og
þessum aðstæðum.
Ekki skortir dæmin um þá fyrir-
litningu og ofbeldi sem við hommar
verðum fyrir á skemmtistöðum
höfuðborgarinnar. Hins vegar hafa
fæstir okkar einurð í sér til að taka
4