Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Síða 7

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Síða 7
,,Boli, boli bankar á dyr...” einn (sá var of áberandi) og sumir komast alltaf og alls staðar inn, þeir bera það ekki utan á sér hvar kyn- hneigð þeirra liggur og svo koma mislöng tímabil þar sem engum er hleypt inn: hreinsunaraðgerðir! Þarf nokkur að geta sér til um það hvernig þau líta út, afkvæmi þessarar auðmýkingargöngu: Niðurbrotnir, síbrosandi einstakl- ingar sem afhenda persónuleika sinn sem aðgöngumiða að skemmt- analífinu (sem og lífinu almennt) til þess eins að fá að vera með og standa svo eftir sem þerstrípaðir trúðar, fólki til skemmtunar. Þessir menn eru svo sannarlega börn út- skúfunarinnar — og rökrétt afleið- ing þess ástands sem hommar búa við í samfélagi sem einungis leyfir að við séum sýndir á tvo vegu, þ.e. til skemmtunar og hryllings á víxl. Eigum við að láta skika okkur á bás? Og þessi börn útskúfunarinnar, sem hér er lýst, heyrast stundum segja: ,,En góðu strákar, hvað eruð þið að þjóta út um allan bæ? Við eigum okkur víst athvarf hjá henni Siggu á barnum á fyrstu hæðinni í Klúbbn- um. Hún hefur alltaf skilið okkur.“ Þetta er viðkvæðið sem þeir hommar heyra sem standa á rétti sínum til að skemmta sér með öðru fólki. Hér birtist sjálfskúgun okkar hommana mætavel, því svona tala þeir sem hafa gert ríkjandi viðhorf að sínum. Enda eru þessi orð nánast bergmál af því sem eigandi Safari segir í viðtali: „Hommar eiga bara að opna sinn eigin skemmtistað í stað þess að yfirtaka hina staðina.“ Þetta stangast þó þvert á við það sem við greinarhöfundar teljum okkur hommum til framdráttar. Við sættum okkur ekki við að láta skika okkur á bás, hvort sem það er einn skemmtistaður, ofurlítið um- burðarlyndari en hinir, eða sérstak- ur hommaskemmtistaður, vísir að því gettói sem skemmtanaiðnaður- inn erlendis hefur búið okkur hommum. Nei, krafa okkar er sú sama og annarra frjálsborinna á þessu landi. Að njóta sama réttar og aðrir og að návist okkar sé virt á hvaða opin- berum stað sem er. í því sambandi má vitna til Arnmundar Backman lögfræðings í blaðaviðtali á liðnu ári þar sem hann bendir á augljósar staðreyndir lýðfrelsisins: ,,Það eru skýlaus brot á mannréttindum þegar einum hópi er meinaður aðgangur að skemmtistað. Það er ekki leyfilegt frekar en að banna rauðhærðum aðgang.“ — En það kostar langa og samhenta baráttu að ná fram þessum sjálfsögðu mannréttindum, bæði með opinberri umræðu, á lagalegum vettvangi og ekki síst með vitundar- vakningu okkar homma sjálfra. Því stolt okkar er stærsta vopnið. Þorvaldur Kristinsson Böðvar Björnsson 7

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.