Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Qupperneq 8
Út að „skemmta” sér
Mér var hugsað til þess hve
hann ætti bágt í karlmanna-
hlutverkinu
Verða lesbíur nokkurn tíma fyrir aðkasti á skemmtistöðum?
Stelpur geta jú dansað saman án þess að nokkur skipti sér af
því. Þessi viðhorf þekkjum við vel og vissulega eiga þau við
rök að styðjast. Konum leyfist margt á skemmtistöðum sem
karlmönnum leyfist ekki. M.a. geta þær tjáð tilfinningar sínar
til annarra kvenna með faðmlögum og dansað saman án þess
að abbast sé upp á þær á sama hátt og karlmenn. — En öðru
máli gegnir um þær konur sem ákveða að lifa opnu lífi sem
Iesbíur. Á þeim bitna fordómar og svívirðingar og þær mæta
lítilli samstöðu frá kynsystrum sínum, hvort sem þær eru
heterósexúal eða hómósexúal. Um það vitnar saga Binnu sem
er 25 ára lesbía úr Reykjavík.
— Þessir atburðir, sem ég ætla
að segja frá, gerðust á árshátíð
einni sem haldin var á þekktum
skemmtistað í bænum. Ég fór þang-
að með vinkonu minni sem ég átti í
ástarsambandi við um tíma. Á
margan hátt á ég góðar minningar
frá kvöldinu. Við stelpurnar
dönsuðum saman og leyfðum
okkur að kela hvor við aðra svona
rétt eins og hinir. Mér fannst ég
virkilega vera meðal vina.
Nú, seint um kvöldið fór ég fram
á klósett sem ekki er svo sem i frá-
sögur færandi. Yst í salnum situr þá
par við borð óg þegar ég geng
framhjá þeim þá sparkar maðurinn
i rassinn á mér með ókvæðisorðum
og fúkyrðum: „Djöfulsins, ógeðs-
lega lessan þín, reyndu að losa þig
við óeðlið og snúa þér að karlmönn-
um!” Ég spurði rólega hvað ég
hefði gert honum enda trúi ég ekki á
æsing gagnvart svona mönnum.
Hann heldur bara áfram að tuða
um óeðlið í mér en konan hans situr
steinþegjandi og alveg stjörf við
hliðina á honum. Ég fer svo frá
þeim en segi vinkonu minni frá
þessu þegar ég kem aftur að
borðinu til hennar. Hún og önnur
til fara þá fram til að ræða við
manninn. Stendur hann þá ekki upp
og gefur vinkonu minni á kjaftinn
svo blæðir úr. Konan hans kallar nú
i mig og segir að við megum ekki
halda að hún sé á móti okkur eða
eigi neinn þátt í æsingnum í honum.
Nú fer að síga í þá þriðju sem var
vitni að látunum í manninum og
þegar hann slær vinkonu mína
hellir hún úr glasinu yfir hann.
Skiptir nú engum togum, að
mannkvikindið rís upp, leggur hana
í gólfið og bera hana sundur og
saman svo hún var öll blá og marin
á brjóstinu lengi á eftir. Dyraverð-
irnir koma nú og reyna að skilja á
milli. Þeir vísa manninum út en um
leið og hann fer tekst honum að
sparka svo rækilega í lærið á vin-
konu minni að hún gekk lengi um
hölt á eftir.
Hvernig bar hann sig eftir þetta?
— Hann bar sig nú bara vel, enda
mátti hann vel við una, búinn að
stórslasa þær sem hann átti i höggi
við. Ég held lika að ekki sé hægt að
afsaka hann með því að hann hafi
verið fullur. Þvert á móti sýndist
mér hann lítið drukkinn. Það ræð
ég af viðbragðsflýti hans, hvernig
hann talaði. En mér var hugsað til
þess hve hann ætti bágt í karl-
mannahlutverkinu, því önnur eins
viðbrögð get ég varla túlkað öðru-
vísi en svo að hann eigi í basli með
tilfinningar sínar til karla og sé
varla eins öruggur á kenndinni til
kvenna og hann vildi vera af láta í
orðaskiptunum við mig.
Hver var ástæðan fyrir því að
hann byrjaði að abbast upp á þig?
Var það vegna þess að þið voruð að
dansa eða kyssast?
— Hann sá okkur nú reyndar
ekki þegar við kysstumst, það
gerðum við úti í horni á barnum að
fáum ásjáandi, án þess að ég ætli
neitt að biðjast afsökunar á því. En
kannski hann hafi frikað út á að sjá
okkur dansa. — Nú, svo má geta
þess að ég hef nokkrum sinnum selt
blað Samtakanna fyrir utan Ríkið
og þaðan kannast margir við mig.
Af hverju kærðuð þið aldrei
manninn?
— Þar kemurðu nú að því sem
brann heitast á mér. Auðvitað vildi
ég kæra manninn, ég hafði allt að
vinna og engu að tapa. Dyraverð-
irnir sögðust líka skyldu bera vitni
með okkur ef við gerðum það. En
8