Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 12
Illustrated Guide to Gay Dancing
Practising homosexuals do much of iheir practising on the
dance-floor. Above is a simple steþ-by-step pictorial guide to the most
popular underground dance: The Tangle.
klæðaburð í eftiráútskýringum sín-
um. Gætum að því, að okkur er
eins frjálst og öðrum að velja sér
fatnað eftir smekk.
Við eigum að valda truflun og
ónæði. Gætum að því að nefbrjóta
engan þó að dyraverðir leyfi sér
það, klípum engan ókunnugan svo
í lærið að mar hljótist af þó að
kvenfólk þurfi að sæta því af hetr-
óunum, bregðum engum á dans-
gólfinu og völdum ekki slysum á
nærstöddum með bræðrabyltu. Að
öðru leyti höfum við alla sömu
hentisemi og aðrir, drekkum og
duflum, dönsum og föðmumst og
kyssumst.
Skemmtistaðaeigendurnir eiga að
ráða því sjálfir hverjum þeir bjóða
inn til sín. Þetta er ekki rétt.
Skemmtistaðirnir eru almennir veit-
ingastaðir og reknir uppá leyfi sem
slíkir. Sá sem býður almenningi
vöru eða þjónustu getur ekki haft
sína hentisemi að afgreiða suma en
ekki aðra. Að neita manni um þjón-
ustu vegna þess að hann er hommi
styðst ekki við neina lagaheimild.
Að vísu er slíkt ekki enn orðið
hegningarlagabrot hér (það er það í
Noregi), og því þarf maður að
sækja rétt sinn sjálfur, fyrir milli-
göngu félagsins og lögfræðings,
fyrir einkamáladómstóli, en réttinn
eigum við.
Gætum að því að láta dyraverði
ekki ná okkur á eintal, sjáum til
þess að vitni verði að öllum orða-
skiptum. Fylgjum þeim ekki afsíðis,
það er aðferð þeirra til þess að geta
farið sínu fram án vitna. Lendum
við í útistöðum við starfsmenn,
gætum þá að því að fara ekki af
vettvangi nema að hafa fengið gefin
upp nöfn þeirra og þeirra vitna sem
kunna að vera til staðar. Sættum
okkur ekki við dylgjur eða hálf-
kveðnar vísur, hafi þeir eitthvað við
okkur að segja skal það vera skýrt
og skorinort svo að allir megi heyra
og skilja. Beiti þeir líkamlegu
ofbeldi er rétt að taka svo á móti
sem ástæða gefst til. Ef maður
verður fyrir misrétti á skemmtistað,
þá er best að setjast sem fyrst niður
þegar tækifæri gefst og skrifa alla
sögu málsins í smáatriðum. Minnið
er brigðult, og þegar rannsókn mála
getur dregist í mánuði er hætt við
þvi að fyrnist yfir mikilvæg atriði
ellegar að brotalamir komi í fram-
burðinn.
Með þetta bak við eyrað óska ég
okkur góðrar skemmtunar á
skemmtistöðunum. Látum
apartheid á opinberum veitinga-
stöðum tilheyra liðinni tíð!
Guðni Baldursson
12