Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Síða 15
betra að bjóða heima...”
„Góður þessi. Hvers vegna ætti ég að hafa birgt mig
upp?”
,,Ef þú býður manni heim í mígandi rigningu, þá hlýt-
urðu að eiga handa honum hressingu.”
„Kannski það sé eitthvað í skápnum. Og hvað gerum
við þá, förum heim og horfum á sjónvarpið?”
„Heyrðu mig, ef þú ætlar að fara að vera með einhver
látalæti hérna í einhverri ömurlegri sjoppu eftir að hafa
dregið mig hingað uppeftir vestan úr bæ, þá skulum við
bara gleyma þessu. Ég fékk þrjátíuogníu önnur svör við
auglýsingunni.”
„Þú segir ekki. Það er munur að vera vinsæll. En
bíddu nú aðeins við. Líttu á málið frá mínum sjónarhóli.
Mundir þú ekki líka reyna að vinna tíma? Þetta er ekki
merkileg íbúð sem ég á, en ég á hana. Getur maður hleypt
hverjum sem er inn á gafl til sín?”
„Alltílagi, alltílagi, fyrirgefðu. Ég hef ekki setið inni,
ég er enginn furðufugl. Einsog ég sagði i auglýsingunni,
þá er ég hreinn og beinn og vil komast í kynni við karl-
mann. Hvað viltu meira — meðmæli?”
„Slappaðu af. Drekkurðu romm og kók?”
„Skiptir það máli?”
„Nemaþú leggir annað til, ég á ekki annað.”
„Ég drekk romm og kók. Förum.”
„Ágætt.”
„Strætó?”
„Hefurðu ekki lappirnar í lagi? Petta eru tvær
mínútur. Ratarðu ekkert hérna?”
„Lítið. Ég fór í líkamsrækt hérna niðurfrá fyrir
nokkrum árum.”
„Það er óvitlaust. Betra fyrir skrokkinn en að húka
samanhnipraður í senditíkinni.”
„Sagðistu ekki vera iðnaðarmaður?”
„Sagði ég það? En þetta er nú það sem ég geri, keyri út
á matsölustaðina.”
„Það er naumast hann rignir. Erum við ekki að verða
komnir?”
„Það er bjartara framundan, það eru næstu dyr.”
Þetta var ein af þessum endlausu blokkum í Breiðholt-
inu. En þegar upp var komið var bara sæmilega huggu-
legt og útsýn yfir Esjuna og norðurum.
„Það er hryllingsmynd í vídeóinu, ef þú hefur áhuga.”
„Ég hefði ekkert á móti því, ég er sjúkur í blóðsugur.
Afsakaðu.”
„Þó ekki nema. Það er efsti takkinn. Venjulegt tæki.
Einsog ég.”
„Það var kannski þess vegna sem ég lét ekki sem ég sæi
þig ekki í sjoppunni... af því þú ert svo venjulegur.”
„Áttu við að þér finnist það spennandi? Skil ekki
15