Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Side 17

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Side 17
Hefur þú áhuga á að vera með í hópi fyrir foreldra homma og lesbía? Kæru foreldrar homma og lesbia! Undirritaðan langar til að koma á framfæri hugmynd um að setja á stofn hóp foreldra homma og les- bía. Sjálfur er ég að vísu ekki for- eldri, heldur sonur. Foreldrahóparnir eru ekki nýir af nálinni þó að ekki hafi slíkum hópi verið komið á laggirnar hérlendis fyrr. Fyrsti hópurinn kom saman í New York árið 1972. Síðan þá hefur hver hópurinn á fætur öðrum farið af stað og hugmyndin rótfest í Evr- ópu. Markmið slíkra foreldrahópa er að gera foreldra homma og lesbía meðvitaða um stöðu sína. Starfsem- in miðast við að snúa sektarkennd foreldra gagnvart samkynhneigðum börnum sínum upp í stolt og kenna þeim að meta sjálfa sig sem uppal- endur. í hópnum eru upplifanir for- eldra ræddar og þeir miðla hver öðrum af reynslu sinni sem foreldr- ar homma og lesbía. Eitt af því mik- ilvægasta í þessu sambandi er að fólk hittist og finni að margir aðrir foreldrar eru í sömu aðstöðu. Við það grynnkar á sektartilfinningunni og skömmin hverfur. Með fræðslu er eytt þeirri bábilju að foreldrun- um hafi misheppnast uppeldið. í sumum tilvikum hafa foreldrar gengið fram fyrir skjöldu og stutt opið við bakið á börnum sínum eft- ir þátttöku í slíkum hópi. Þetta er þó alls ekki höfuðmarkmiðið held- ur hitt að hjálpa foreldrum til að sætta sig við stöðu sína og bæta tengsl barna óg foreldra. Oftast hafa foreldrar sjálfir haft frum- kvæðið að stofnun hópanna. Það er þó ekkert skilyrði, og við, börn for- eldra okkar, getum alveg eins tekið frumkvæðið. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti í væntanlegum hópi okk- ar. Ekki er hægt að setja markið of hátt i byrjun en leyfa hópnum held- ur að þróast ef áhugi verður fyrir hendi. Stofnfélagar þyrftu ekki að vera fleiri en 2 — 3 foreldrar. Heim- ili undirritaðs stendur opið fyrir fyrsta fundinn þar sem ákveðins trúnaðar og trausts verður að gæta í upphafi. Síðar gætum við haft fundi í húsnæði Samtakanna ’78. Þeim sem vilja kynna sér nánar starfsemi slíkra hópa vil ég benda á bandaríska bók sem út kom árið 1979 og heitir á frummálinu ,,Now that you know“, eftir B.Fairchild og N.Hayward. Einnig er hægt að fá bókina á norsku en á því máli heitir hún, ,,Ná som dere vet det“ (Universitetsforlaget 1983). Að lokum vil ég hvetja foreldra sjálfa og homma/lesbíur fyrir hönd foreldra sinna að hafa samband við mig til að við getum hrundið hug- myndinni í framkvæmd. Hafið samband við mig í gegnum síma eða pósthólf Samtakanna ’78. Einar Þorleifsson 17

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.