Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 18

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 18
Norðurlandaráð lesbía og homma þingar í Norræna húsinu Ráðstefnufulltrúar á Þingvöllum Norðurlandaráð lesbía og homma —NRH — kom saman til fundar í Norræna húsinu í Reykjavík 16.—18. september sl. Á fundinn voru mættir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Þar sem fundurinn var haldinn hér á landi voru mál íslenskra homma og lesbía í brennidepli. Er óhætt að fullyrða að staða okkar er mikið verri en frændþjóðanna og erum við allt að tíu árum á eftir þeim í réttindabaráttunni. En þetta hefur vissulega sínar skýringar. Baráttuhreyfing okkar á íslandi er aðeins 6 ára gömul, hreyfingarnar á hinum Norðurlöndunum eru um 30 ára gamlar. A Íslandi eru engin lög til sem tryggja hommum og lesbíum jafnan rétt og verndun á við aðra hvað varðar atvinnu, húsnæði, sambúð, skóla og opinbera skemmtistaði. En slík lög eru víða til eða í undirbúningi á hinum Norður- löndunum. Samþykkt var á fundinum álykt- un til Alþingis og íslensku ríkis- stjórnarinnar þar sem þess er krafist að unnið verði að jafnréttis- og verndunarlöggjöf hommum og lesbíum til handa. Einnig var í ályktuninni sett fram sú krafa að mannréttindasamþykktir Evrópu- ráðsins og Sameinuðu þjóðanna um afnám misréttis gagnvart minni- hlutahópum verði virtar. Samtökunum ’78 er meinað að birta auglýsingar til félagsmanna sinna í Ríkisútvarpinu, sem er gróft brot á tjáningar- og upplýsingar- frelsi. Stjórn útvarpsins telur orðin lesbía og hommi stríða gegn smekk og almennu velsæmi og vill í stað- inn nota orðið „kynvillingur”, sem á sinn hátt samsvarar orðinu trúvill- ingur, um þá sem hafna trú fjöld- ans. Við lesbíur og hommar teljum okkur hins vegar ekki hafa villst á kyni og mótmælum slíku orðavali. Fundarmenn samþykktu ályktun til útvarpsstjóra og útvarpsráðs þar 18

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.