Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 19
sem krafist er jafns réttar til auglýs-
inga á við önnur félagasamtök.
NRH ætlar einnig að vekja athygli á
þessu máli á hinum Norðurlöndun-
um. Samþykkt var að prenta póst-
kort með eftirfarandi texta, stílað
til útvarpsstjóra: „Með hvaða rétti
kallar þú okkur kynvillinga vegna
hneigðar okkar til ásta?” Getur
fólk sent kort þetta til útvarpsstjóra
sem mótmæli.
Fræðsla í skólum um málefni
lesbía og homma var meðal þeirra
mála sem rædd voru á fundinum.
Hérlendis eru engin ákvæði til um
að taka skuli upp í skólum fræðslu
um samkynhneigð. Samtökin ’78
fóru fram á það við Menntamála-
ráðuneytið fyrir 3 árum að úr þessu
yrði bætt, en þessari beiðni hefur
enn ekki verið sinnt. Málefni okkar
hefur því ekki borið á góma í
kennslu, að undanskildum kynning-
arfundum skólahóps Samtakanna,
sem farið hefur víða í boði nem-
endafélaga skólanna.
Hjá frændþjóðum okkar er allt
annað uppi á teningnum hvað þetta
varðar. Hagsmunasamtök homma
og lesbía taka þar virkan þátt í
kennslu og gefa jafnvel sjálf út
bækur og bæklinga og hafa sam-
vinnu við yfirvöld um útgáfu á
kennsluefni. í fræðslulögum eru
þar skýr ákvæði um fræðslu um
samkynhneigð.
Ýmis önnur smærri mál bar á
góma á fundinum, svo sem: sam-
vinna á sviði bókmennta, hommar,
lesbíur og fjölmiðlar, árið 1984 sem
IGA — Alþjóðasamtök lesbía og
homma — hafa lýst sem alþjóðlegu
baráttuári okkar. — Einnig var rætt
um mál lesbía og stöðu þeirra innan
NRH. Þær telja sig afskiptar innan
ráðsins, mál þeirra ber lítið á góma
og fáar hafa mætt á fundi til þessa.
Rætt var um hvernig bæta mætti úr
þessu og komu fram eftirfarandi
uppástungur: Að tekin yrði upp
kvótaskipting milli kynjanna og að
minnsta kosti eitt mál er sérstaklega
snerti lesbiur yrði á dagskrá á hverj-
um fundi.
Næsti fundur ráðsins verður sið-
an haldinn í Stokkhólmi í haust.
En hvaða þýðingu hefur þessi
fundur haft fyrir okkur, félagana úr
Samtökunum’78 sem sátum fund-
inn sem og alla íslenska homma og
lesbíur?
Að taka þátt í svona fundi og
hitta, ræða við, skiptast á skoðun-
um, sækja reynslu, kraft og upp-
örvun til hinna baráttuglöðu félaga
okkar á Norðurlöndum er lær-
dómsrik og skemmtileg reynsla sem
seint gleymist. Að hitta þetta fólk
veitir manni styrk og bjartsýni til að
berjast áfram fyrir málefnum
homma og lesbía á íslandi, og vit-
undina um að við munum sigra að
lokum. Ekki þýðir að gefast upp því
þá nást engar úrbætur, aðrir munu
ekki berjast fyrir okkur.
Sl. misseri hefur skapast mikil
umræða um mál okkar homma og
lesbia hérlendis, bæði neikvæð og
jákvæð. Umræðan hefur vakið
marga til umhugsunar um okkar
mál, tilvist okkar og það misrétti
sem við erum beitt. Hugsandi fólk
hefur ekki komist hjá því að taka
afstöðu til okkar og æ fleiri vakna
til skilnings á kröfu okkar um
jafnan rétt á við aðra i því þjóð-
félagi lýðræðisins sem við státum
okkur svo mjög af. Og umræðunni
er ekki lokið.
Að lokum vil ég hvetja alla
homma og lesbíur sem enn hafa
ekki komið úr felum að gera nú upp
sín mál. Þetta er engum ómögulegt
og saman erum við ómótstæðileg.
Ólafur
Guðrún frá Noregi kannar aðstæður lesbía í Hveragerði
19