Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Síða 20

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Síða 20
1. Morgunblaðið flutti þá frétt 18. april 1983, að senni- lega væri upprunastaður áunninnar ónæmisbæklunar fundinn. Hann kvað vera: □ í svínastíu á Haíti. □ í veiðihúsi við Grímsá. □ í dollaraverslun í Varsjá. 2. Hjúkrunarskólinn og ráðuneytisstjóri Menntamála- ráðuneytisins ollu undrun lesenda Helgarpóstsins 16. júní 1983. Það var vegna ákvörðunar um: □ Að framvegis yrðu nemendur einungis teknir inn í skólann úr röðum lesbía og homma, svo að frátafir í námi vegna barnsburðar myndu minnka um 30%. □ Að banna fund nemenda með skólahóp Samtak- anna ’78. □ Að sleppa hjúkrunarnemum við blaðsíðu 82 í heilsufræðinni. 3. í fréttahrinu um áunnina ónæmisbæklun í útvarpinu 27. ágúst 1983, nefndi fréttamaður ráð er mættu duga til þess að „halda landinu hreinu“: □ Afturhvarf til fornra lífshátta, að því viðbættu að í baðstofu, göngum og útihúsum yrði lokað sjón- varpseftirlitskerfi. □ Brottvísun homma til Kaupmannahafnar og sér- stök rækt lögð við hreinan landsbyggðarstofn. □ Ferðabann á homma og herinn burt. 4. í þingræðu, sem prentuð var í Þjóðviljanum 2. des- ember 1981, lýsti Guðmundur J. Guðmundsson á- hyggjum sínum af því, að sjálfsvirðingu fanga á Litla- Hrauni væri hætt, sökum þess að: □ Þeir sofa stundum saman. □ Á meðan þeim er haldið inni komast þeir ekki hjá því að minnast lögbrotanna. □ Flóttavarnir eru hégómi einber miðað við það sem tíðkast í alvörufangelsum í öðrum löndum. 20

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.