Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Síða 21
5. í viðtali við Tímann 5. ágúst 1983, sagðist skemmti-
staðareigandi nokkur ekki hleypa hommum inn, því að:
□ Nú væri konan búin að gefa sér glóðarauga sex
sinnum og hann yrði að fara að hitta þá annars
staðar.
□ Heilþrigðisástandið á staðnum leyfði það ekki.
□ Þeir dönsuðu of mikið og drykkju of lítið.
6. Orðanefnd Kennaraháskóla íslands hefur samið nýtt
orð í merkingunni ,,öfugur“ um homma, svo sem
fram kemur í grein Helga Hálfdanarsonar í Morgun-
blaðinu 16. nóvember 1983. Það er orðið:
□ Kynkringur.
□ Kynhvolfur.
□ Kynhverfur.
7. Guðmundur Þorvarðarson skrifar lesendabréf í DV
10. febrúar 1984 og:
□ Kvartar yfir léttúð Norðmanna.
□ Minnir á að kveikja nógu snemma á norska sjón-
varpinu þegar skíðaþættirnir eru.
□ Býður Alþert Guðmundssyni, kjósi hann að gerast
hundpólitískur flóttamaður, að deila kjörum með
kynferðispólitískum flóttamönnum frá íslandi.
Svörin við ofangreindum spurningum er að finna í úr-
klippusafni félagsins. Takið þátt í að nota safnið og
hjálpið við að auka það og halda því við.
Rekistu einhvers staðar á eitthvað, sem þú teldir koma
til greina að ætti heima í úrklippusafninu, haltu því þá til
haga. Við höfum íslenskt úrklippusafn, sem ætti með
mikilli vinnu að geta orðið fullkomið, og safn erlendra
úrklippa, sem getur aldrei orðið fullkomið eðli málsins
samkvæmt. Viljirðu ekki eða getirðu ekki klippt út úr
blaði eða bók, kæmi ljósrit að sömu notum.
21