Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Side 22
'kIk ’ Í\1 ; ' * i IffMK I
> apjL; n MfflmÉmS m . i
HlP m M Sf ■M
Þegar hommar stofna leikhús
Saga danska hommaleikhópsins „Den lette ende” í Kaup-
mannahöfn er merkilegur vitnisburður um það hvernig homm-
ar geta nálgast hver annan í skapandi starfi. Fréttasnápur
blaðsins hitti einn af stofnendunum, leikarann og leikstjórann
Gunnar Rose, í Kaupmannahöfn í ágúst síðastliðnum og hann
reyndist fús til að segja frá reynslu sinni.
Fyrst var hann spurður hvernig hugmyndin að leikhópnum
hefði upphaflega orðið til.
— Það var fyrir einum fjórum
árum. Ég var þá kennari við Leik-
listarskóla ríkisins hér í Kaup-
mannahöfn. Einn af nemendum
mínum, Bent Jacobsen, sagðist
hafa frétt af nokkrum karlmönnum
sem langaði til að stofna leikhóp.
Við vorum svo 5 sem hittumst, þar
af 3 menntaðir leikarar eða leikhús-
menn. Nú, þarna stofnuðum við
basisgrúppu eða umræðuhóp og
hittumst tvisvar í viku í heilt ár, við
reyndum að ræða persónulega og
opinskátt um líf okkar og tilfinn-
ingar og æfðum okkur í að impróví-
sera eða spinna upp leikræn atriði
út frá umræðuefnunum. Við vorum
samt fljótir að átta okkur á þvi að í
staðinn fyrir að tala bara saman
yrðum við strax að reyna að skapa
eitthvað, leggja eitthvað af
mörkum. Við vildum nota reynslu
okkar sjálfra til að sýna hommum
að þeir ættu sér sameiginlega
reynslu og menningu.
Við þær aðstæður sem nú ríkja
tel ég starf okkar mikilvægt, en
hvort það verður nauðsynlegt um
alla eilífð að reka sérstakt homma-
leikhús, veit ég ekki. En svo lengi
sem við erum utangarðsmenn í
þessu samfélagi og kúgaðir á alla
lund þá er nauðsynlegt að leita allra
leiða til að tjá menningu okkar og
halda fast i sögu okkar svo hún gufi
ekki út í loftið og gleymist. Þvi hún
gleymist ef enginn er til að festa
hana á blað, setja hana á svið, mála
hana á léreft eða syngja um hana.
Ég finn svo sárt til þess í leikstarf-
inu hvað við höfum lítinn grundvöll
til að byggja á. Þegar maður ætlar
sér að vinna úr reynslu sinni sem
hommi á listrænan hátt þá þarf
alltaf að byrja frá grunni. Og það er
auðvitað vegna þess að við reynum
svo sjaldan að tjá reynslu okkar og
við höfum svo fáa vitnisburði um
sögu og menningu homma til að
styðjast við.
22