Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 24
við í fyrsta skipti fengið leikstjóra
að sýningum okkar og það er mikill
léttir. Hingað til höfum við orðið
að leikstýra hver öðrum.
Hvað geturðu sagt mér um stöðu
ykkar innan hommaheimsins? Við
vitum báðir að hommar eru sundur-
leitur hópur. Hvaða stuðning hafið
þið t.d. fengið frá dönsku Samtök-
unum?
— Tvær fyrstu sýningarnar sýnd-
um við í húsi Samtakanna í Kna-
brostræde í Kaupmannahöfn. Þær
hlutu dúndrandi aðsókn og við
færðum veitingasölunni ómældar
tekjur í kassann með öllum þeim
gestum sem komu og sáu sýningarn-
ar. Svo gáfum við ágóðann af
fyrstu sýningu okkar til Samtak-
anna með þeim orðum að hann ætti
að vera til að styrkja pólitískt og
menningarlegt starf. En það rann
beint í diskótekið sem rekið var með
bullandi tapi um þetta leyti. Yfir-
leitt má segja að við höfum mætt
lítilsvirðingu á þeim bænum. Blað
Samtakanna PAN hefur t.d. aldrei
birt frumsamda gagnrýni eða um-
sögn um sýningar okkar.
Einu sinni var ég spurður af þeim
sem stóðu að skemmtunum innan
Samtakanna hvort ég gæti ekki út-
vegað skemmtikrafta sem vildu
koma fram í PAN diskótekinu. Þeir
höfðu áhuga á að fá einhverja vin-
sæla heteróskemmtikrafta á borð
við Jesper Klein og Co. (e.k.
Hallar og Laddar þeirra Dana). Þá
benti ég þeim á hommakórinn sem
vakti mikla athygli um þetta leyti en
fékk það svar að hann væri of
skemmtilegur! Aulaleg afsökun.
Sannleikurinn er sá að kórinn er of
pólitískur og of ögrandi fyrir smekk
þeirra sem þar sitja og ákveða hvað
sé góð og vond skemmtun fyrir
homma.
Leiksýning aldarinnar
Nú fékk „Bossemyter” frábæra
dóma og var kölluð „leiksýning
aldarinnar” í dönsku dagblaði á
sínum tíma. Nú finnst mér svona
gífuryrði kannski svolítið hæpin
en...
— Nei, finnst þér það. Mundu að
aðrar eins stjörnur og við erum...
...hérna, ég var nú að hugsa um
að kannski hafið þið sagt eitthvað
þýðingarmikið þó svo að þið hafið
ekki verið með sýningu aldarinnar.
— Ekki það? Guð, mér fannst
þetta allt svo rétt og satt. En þessi
orð sem þú vitnaðir til að segja eitt-
vitað sitthvað um þarfir þeirra sem
skrifuðu gagnrýnina og þá um
danskt leikhús í dag: Óviðkomandi,
heldur leiðinlegt og fullt af endur-
tekningu. Svo standa allt í einu
fimm menn á sviðinu sem liggur
eitthvað á hjarta, frá fyrstu mínútu
til þeirra siðustu. Og þess vegna
stöndum við á sviðinu. Svona skil-
greinum við leikhús sem á að standa
undir nafni: Lifandi leikhús, leik-
hús alls almennings, leikhús sem
snertir menn. Og það verður það
aðeins ef leikarinn er þar af sannri
þörf en ekki vegna þess að honum
var fengið eitthvert hlutverk í
hendur af leikhússtjórninni.
Ég fékk þessa trú mína staðfesta
þegar við sýndum „Pas pá boss-
erne” á leiklistarhátíð þar sem
sýndar voru barna- og unglingasýn-
ingar. Eftir sýninguna kom til okk-
ar fólk sem sagðist hafa verið að
gleyma hvað lifandi leikhús væri,
leikhús sem talaði við börn og ungl-
inga af sannri þörf. Nú hefði það
áttað sig við að sjá sýningu eins og
okkar hverju það væri að gleyma.