Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Side 29
sins, en skrifstofustúlkur DV báru
það fyrir sig að einhver „samning-
ur” væri á milli þeirra á DV og
strákanna um að orðin lesbía og
hommi megi ekki birtast i smáuglýs-
ingum en lagi sé með stærri auglýs-
ingar! Auðvitað er allt tal um
samning bara fyrirsláttur. Auglýs-
ingar frá okkur eru bara gjald-
gengar svo lengi sem hægt er að
græða verulega á þeim. Það var nú
svolítill kvíði í okkur fyrir kvöldið
eins og gefur að skilja en Ketill hug-
hreysti okkur eftir bestu getu.
Árangurinn?
— Hann verður bara að teljast
góður, þarna mættu einar 14
stelpur með okkur 5. Þar á meðal
voru nokkur ný andlit sem gaman
var að sjá og vonumst við til að þær
láti sjá sig í framtíðinni hérna hjá
okkur á opnu húsi. Einnig mættu
þarna stelpur sem við vitum af og
hafa stundum látið sjá sig á opnu
húsi enda vonumst við líka eftir því
að þær komi og ljái okkur lið í bar-
áttunni. ÞEtta kvöld var eins og
venjulegt kvöld á opnu húsi Sam-
takanna, nema hvað hér voru bara
konur, ekkert fast prógram til að
andrúmsloftið yrði ekki of þvingað.
Veitingar til taks ef annað brygðist,
en allt gekk vel.
Viljið þið segja eitthvað að
lokum?
— Við vonumst til þess að allar
þær sem ekki hafa þorað að mæta
umrætt laugardagskvöld láti nú
samt sem áður verða af því að koma
til okkar á opið hús (sem auglýst er
annars staðar hér í blaðinu). Og við
vonumst til að sjá þær aftur sem
þarna komu í fyrsta skipti. Við
söknum líka mikið þeirra sem eru
opinberar lesbíur, því þær hafa
varla látið sjá sig hér, og við hvetj-
um þær hér með til að láta sjá sig og
sýna meiri samstarfsvilja. Við von-
umst eftir samstarfi allra þeirra sem
eru tilbúnar að leggja hönd á plóg-
inn til þess að gera félagið að Félagi
homma og lesbía en ekki bara
homma.
Við viljum einnig þakka þeim
sem hjálpuðu okkur, þó sérstaklega
Katli, Þorvaldi og uppvöskurunum.
Munum að sameinaðar stöndum
við, sundraðar föllum við.
H.G.
Vina mín
Eins og Afródíta hin gríska
gengurðu um, feimna vina,
og umvefur mig mýkt og hlýju.
Eins og þyrstur ferðalangur
lauga ég mig í lind þinni
teyga til botns
þínar gullnu veigar.
Eins og gult og rautt
sameinumst við í sólarlagsunaði
umvefjumst mýkt og hlýju
og hvílum í undraheimi trúnaðarins.
Elísabet Þorgeirsdóttir
22. 10. 1976
29