Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Page 32
„Opið hús”
í lok júlímánaðar síðastliðið sumar opnuðu Samtökin ’78
félagsmiðstöð — Opið hús — að Skólavörðustíg 12. Starfs-
hópur félaga úr samtökunum hafði þá unnið um nokkurt skeið
við að koma húsnæðinu í stand og innrétta það. Síðan hefur
mikið vatn til sjávar runnið og Opna húsið fengið sinn
ákveðna svip. Við í blaðhópnum ákváðum nú eftir rúmlega
hálfs árs starf að kynna okkur hvernig starfsemin hefði gengið
og hvaða þýðingu Opna húsið hefði meðal lesbía og homma.
Eitt þriðjudagskvöld í janúar tölti ég niður á Skólavörðustíg
en fáir voru mættir enda klukkan rétt rúmlega átta. Ég sneri
mér því fyrst að húsráðanda til að pumpa hana en þetta kvöld
sat þessi líka fallega stelpa við afgreiðsluborðið.
Hvað er opið oft hér í viku?
— Það er opið þrisvar sinnum,
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.
20-23 og laugardaga frá kl. 16-19.
Hvernig er svo aðsóknin?
— Á þriðjudögum og laugardög-
um er hún ákaflega misjöfn og
virðist það fara mest eftir veðri. En
á fimmtudögum er áberandi góð
aðsókn og svo virðist sem fólk
hittist hér til að spjalla og bregði sér
síðan á skemmtistaði.
Eru hommarnir ekki í meirihluta
hér?
— Jólahvað! Við konurnar
höfum tekið okkur saman í andlit-
inu og mætt hér vel. Það sést best á
því að „sumir” hafa kvartað yfir
því að við værum að yfirtaka stað-
inn. En annars er þetta allt í mesta
„bróðerni” hjáokkur.
í þessu birtast tvær ungar stúlkur
í dyrunum. Ég vind mér að þeim
með kaffibollann í annarri hendi og
skriffærin í hinni og spyr hvort þær
komi oft hingað.
— Já, eins oft og við getum.
Og hvað dundið þið ykkur við?
— Við kjöftum saman yfir kaffi-
bolla eða kókglasi, teflum saman,
sýnum okkur og sjáum aðrar. Það
er ákaflega þægilegt að hittast hér,
músíkin „mátulega” stillt og gott
að ræða um hvað sem er.
Finnst ykkur eitthvað mætti fara
betur?
— Já, við mættum gera meira af
því að efna til uppákoma af ýmsu
tagi, umræðu- og upplestrarkvölda,
spilakvölda til að lífga upp á liðið
hér. Jú, svo finnst okkur stólarnir
ósköp óþægilegir. Það væri nú ekki
mikið mál að bæta úr þessu með
sessum, ha!
Rétt í þessu birtist ungur og
efnilegur piltur á staðnum. Hann
virðist vera heppilegt fórnarlamb
svo ég ákveð að klófesta hann og
spyr hvort hann komi hér oft.
— Já, ég kem hér mjög
reglulega, því með Opna húsinu
hafa hommar og lesbíur fengið
nýjan vettvang til að hittast. Áður
fyrr var ákaflega erfitt fyrir nýtt
fólk í félagsstarfinu að nálgast Sam-
tökin því við hittumst helst í heima-
húsum og starfsaðstaðan var erfið.
Mér virðist Opið hús nýtast bara vel
sem e.k. stökkpallur fólks inn í
félagið.
Koma bara lesbíur og hommar
hingað?
— Nei, aldeilis ekki. Hingað
koma margir aðrir vinir okkar sem
vita hvar okkur er að finna á þeim
dögum sem opið er. Það er upplífg-
andi að hitta ólíkan hóp fólks og
yfirleitt er andrúmsloftið gott
hérna. Nú svo tökum við gjarnan
við gestum hér sem óska eftir að
kynnast starfsemi félagsins.
Hvernig telur þú mikilvægast að
nýta Opið hús?
— Hér lærir fólk að kynnast
hvert öðru og rabba við aðra
homma og lesbíur á afslappaðan
hátt. En það er mikilvægt að nýta
Opið hús til að kynna nýju fólki
félagið og benda því á þá möguleika
sem það hefur til starfa í því, benda
því t.d. á starfshópana sem allir
geta myndað um áhugamál sín. Það
fylgir því mikil vinna að halda
svona félagsmiðstöð gangandi og ef
starfið á að eflast þá þurfum við að
verða fleiri sem sinnum skyldustörf-
unum í sambandi við Opið hús.
Annars er ég bara bjartsýnn á fram-
tíðina.
H.G.
32