Samtökin '78 - Úr felum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Qupperneq 34

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Qupperneq 34
Vandamál? Spurningar? Geðillskukast? Svaiur leggur sig fram um að svara öllum af einlægni. Utanáskriftin er: Svalur, Pósthólf 4166, 124 Reykjavík. Ekki er verra að eiga Blíðu að, hún er stoð og stytta kvenfólksins. Blíða hefur sama pósthólf og Svalur. Reykjavík, 5. janúar 1984 Kæri Svalur. Ég er tvítugur strákur og hef núna undanfarið velt töluvert vöng- um yfir því hvert mitt raunverulega ,,eðli“ sé. Allt fram að þessu hef ég verið skotinn í stelpum en nú bregð- ur svo við að ég er farinn að hafa töluverðan áhuga á kvenlegum strákum og sá áhugi er í rauninni meiri en áhugi minn á stelpum þótt ég sé hrifinn af þeim líka. Hvernig stendur á þessu? Er ég bísexúal? (Ef svo er hef ég þá nokkurt erindi í Samtökin ’78 til dæmis?) Eða er ég heterósexúal maður með hómósex- úal tilhneigingar? Eða er hægt að skilgreina mig sem hómósexúal, og þá til dæmis vegna þess að ég hef sjálfur alltaf verið talinn fremur kvenlegur (stundum þess vegna leg- ið undir grun fyrir það að vera hommi)? Ég vil taka það fram að ég hef oft orðið fyrir vonbrigðum með ýmsar stelpur sem ég hef orðið skotinn í. Fyrr eða síðar byrja þær oftast með einhverjum strákum sem eru svo karlmannlegir að mig rekur í roga- stans yfir því að þau geti átt nokkuð sameiginlegt. Er það vonlaust fyrir mig, eins kvenlegur og ég er, að ná mér í stelpu sem gæti skilið mig? (Þrátt fyrir allt er samband við stelpu heppilegast ef ég vil eignast afkomendur). Og þá varðandi kyn- lífið til dæmis, stelpu sem ætlaðist ekki til þess að ég færi að leika eitt- hvert karlmannshlutverk í rúminu (eða bara yfirleitt)? Og ef ég færi að vera með kven- legum strák? Litirðu þá svo á að ég væri þarna loksins búinn að verða mér úti um manneskju sem skildi mig fullkomlega, kynferðislega séð eða teldirðu að þetta samband væri eingöngu sakir vonbrigða minna með konur og þannig flótti frá þeim vanda? Einnig langar mig til að spyrja þig að því hvort þú álítir rétt fyrir mig að segja fjölskyldu minni frá þessu. Ertu mér sammála í því að ég ætti fyrst að verða mér úti um traust samband við einhverja per- sónu? Ég vil svo að lokum þakka þér kærlega fyrir alla þá viðleitni sem þú kannt að sýna til þess að leysa úr þessum sálarflækjum mínum. Með bestu kveðjum Vinur 34

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.