Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Blaðsíða 36

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Blaðsíða 36
um konum það ókostur, en þú ert heldur ekki nema tvítugur og átt eftir að taka talsverðum breytingum áður en þú verður fullþroska mað- ur. Mér sýnist alls ekki að þú eigir við að þú leikir kvenmannshlut- verk, frekar en að þú vilt leika karl- mannshlutverk. Þetta gera sumir, en það held ég að falli minni hluta karla og kvenna í geð. Kjarni máls- ins: Vertu þú sjálfur. Bliður, góður, stjórnsamur, frekur, reiður, eftir- látssamur, hryggur, glaður, dapur ... Ef þú ert sjálfum þér samkvæm- ur, kemur fram hreinn og beinn en ekki sem maður í hlutverki, ja, þá verða orð eins og kvenlegur og karl- mannlegur marklaus. Afkomendur nefnirðu sem einn þátt umhugsunarefnisins. Þetta vefst fyrir mörgum, þvi að tilhugs- unin um afkomendur er svo flókin og á sér svo djúpar rætur í menn- ingunni. Frá sögulegu sjónarmiði hafa aldrei eins margir að tiltölu eignast afkomendur eins og sú kyn- slóð sem foreldrar okkar tilheyra. Áður var það ekki sjálfsagt mál að pétur og páll eignuðust afkomend- ur, til þess þurfti efni og aðstæður. Þetta var fortíðin. í framtíðinni verður það trúlega æ minna efna- hagslegt kappsmál að tryggja sér hæga ellidaga með því að eiga afkomendur. í náinni framtíð mun og skipan fjölskyldumála taka miklum breytingum, svo að hjóna- band eða varanlegt samband for- eldra verður enn síður skilyrði fyrir fæðingu en nú er. En sem sagt, þú ert ungur og langt í það að þú þurfir að taka endanlega afstöðu til við- fangsefnisins „afkomandi eða ekki“. Láttu þetta bíða um sinn, það leysist með hliðsjón af öðrum úrlausnum hjá þér. Hómósex,úál, bísexúal, heteró- sexúal? Tja, góð spurning, eins og sagt er þegar menn vita ekki alveg hverju skal svara. Við, sem teljum okkur homma, gerum það vegna þess að vitum, að við erum þeir sem átt er við með orðinu: Við erum karlmenn sem eigum hæfileikann, og þrána, að elska karlmann. Ein- falt, skýrgreiningin passar fyrir okkur. En — í raun og veru er skipting fólks í hómó-, bí- og het- erósexúal uppfinning frá nítjándu öld, sem varð til fyrir viðleitni fræðimanna þess tíma að skipa öllu undir sólinni í flokka, og þá sem einfaldasta. í raun og veru eigum við öll hæfileikann til að elska hvern sem er. Ýmis atvik, sem menn eru ekki sáttir um hver séu, leiða til þess að þegar á kynþroskaaldurinn kemur, eða síðar, skipar maður sér sjálfur þar á bekk eftir nítjánduald- arkerfinu, sem maður telur að hann eigi helst heima. Fyrir mörgum er valið svo augljóst, að það þarf ekki að leiða hugann að þvi, öðrum verður það meiri háttar ráðgáta. Meðan ríkjandi ástand varir með kúgun allra sem skera sig frá ,,meirihlutanum“, þá teljum við hommar okkur verða að skýrgreina okkur sem slíka. Ef hins vegar fer svo fram sem við stefnum að, þá verður skipting mannfólksins í flokka eftir kynhneigð, og sá siður að kenna sig við hana, óskiljanleg uppátekt í augum framtíðarinnar. Þú hefur nú þegar nokkra reynslu af sambandi við kvenfólk, mér finnst liggja í augum uppi af því sem þú segir, að þú þurfir að reyna hvernig þér fellur samband við karl- mann. Það fellur líklega fyrir utan rammann að segja þér til um hvern- ig þú átt að fara að því, ég bendi þér á það sem ég sagði öðrum ungum manni í 1. tölublaðinu. Og svo ertu vitanlega velkominn á böllin hjá okkur, og opið hús er þrisvar i viku. Mér þætti vænt um að sjá þig þar fyrr en síðar. Þinn einlægur Svalur 36

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.