Fréttablaðið - 03.11.2020, Qupperneq 20
Mest seldi tengil
tvinnbíllinn í
Evrópu er Mercedes
Benz Alína en í f lokki
tvinnbíla er það Toyota
Corolla sem leiðir.
w
w
w
.fr
et
ta
bl
ad
id
.is
Umsjón blaðsins
NjallGunnlaugsson
njall@frettabladid.isBílar
Auglýsingar: Atli Bergmann atli@frettabladid.is | Sími 550 5657
Útgáfufélag: Torg ehf. | Kalkofnsvegur 2 | 101 Reykjavík | Sími 550 5000
Ford hefur tilkynnt að skipt verði
um allar rafhlöður í Ford Kuga
tengil tvinnbílnum eftir að tilkynnt
var um innköllun á þeim vegna
hættu á bruna í rafhlöðu. Innköll-
unin kom til vegna bruna í fjórum
slíkum bílum í sumar sem rakinn
var til framleiðslugalla í rafhlöðu.
BMW notar sömu gerð rafhlöðu í
sína tengiltvinnbíla og setti nýlega
af stað sams konar innköllun. Ford
ætlar sér að innkalla alla Ford
Kuga PHEV bíla sem framleiddir
hafa verið og skipta algerlega um
rafhlöðuna og rafbúnað tengdan
henni. Mun innköllunin hefjast í
desember á þessu ári og ljúka í lok
mars á næsta ári.
Ford segir að enn sé óhætt að
nota bílana ef þeir eru ekki hlaðnir
og eigendur keyri aðeins í EV
Auto- eða Normal-stillingu, en þá
notar bíllinn vélina ef ekkert er á
rafhlöðunni. Í samtali við Frétta-
blaðið staðfesti Gísli Jón Bjarna-
son, sölustjóri Ford á Íslandi, þessa
niðurstöðu Ford og að skipt yrði
um rafhlöðu í öllum bílunum. „Til
að koma til móts við viðskipta-
vini munu þeir fá bensínkort að
verðmæti 80.000 kr. Við hringdum
strax á föstudaginn í þá 26 við-
skiptavini sem eru búnir að fá
þessa bíla afhenta hjá Brimborg
og upplýstum þá um stöðuna,“
sagði Gísli Jón um innköllunina
hérlendis.
Ford skiptir um rafhlöður í Kuga PHEV
COVID-19 faraldurinn hefur
haft mikil áhrif á bílasölu í
Evrópu. Þegar bílasala er farin
að taka við sér á ný má sjá mikla
aukningu í sölu rafvæddra bíla
og velta má því fyrir sér hvort
faraldurinn hafi áhrif á val
almennings á bílum.
Samkvæmt tölum JATO Dyna-
mics sem greinir sölu nýrra bíla í
Evrópu, var septembermánuður
sá fyrsti þar sem skráningar raf-
væddra bíla tóku fram úr skrán-
ingum nýrra dísilbíla. Með
rafvæddum bíl er átt við raf bíla,
tengiltvinnbíla og tvinnbíla. Dísil-
bílar eru nú komnir niður fyrir
25% markaðshlutdeild og bensín-
bílar eru með 47% en þeir voru
með 59% markaðshlutdeild á sama
tíma í fyrra.
Hlutdeild rafvæddra bíla jókst
um 25% í septembermánuði en þá
voru 327.800 slík ökutæki skráð í
Evrópu. Sala nýrra bíla er á uppleið
aftur og eru það rafvæddir bílar
sem leiða þá þróun. Alls voru 1,3
milljónir bílar skráðar í Evrópu
í septembermánuði sem er 1%
aukning frá sama mánuði í fyrra.
Heildartölur fyrir 2020 sýna hins
vegar að sala nýrra bíla er 29%
minni en á fyrstu níu mánuðum
síðasta árs. Það er Toyota-merkið
sem leiðir í skráningum rafvæddra
ökutækja en mikil aukning er hjá
Volkswagen Group. Þýski risinn
skráði 40.300 rafvædd ökutæki í
september sem setur hann í annað
sæti á eftir Toyota. Það kemur ekki
á óvart að Tesla Model 3 var mest
seldi raf bíllinn með 15.702 skráða
en Renault Zoe var í öðru sæti.
Nýliðinn Volkswagen ID.3 var svo
í þriðja sæti. Mest seldi tengil-
tvinnbíllinn í Evrópu er Mercedes-
Benz A-lína en í f lokki tvinnbíla
er það Toyota Corolla sem leiðir.
Báðir seldust þó í færri eintökum
en Tesla Model 3. Ísland er í öðru
sæti í heiminum þegar kemur að
hlutdeild tengiltvinnbíla en hlut-
deild þeirra á fyrstu níu mánuðum
ársins er 43% af sölu.
Rafvæddir bílar seljast í fyrsta
skipti betur en dísilbílar í Evrópu
Toyota er mest selda rafvædda bílamerkið vegna hybrid-væðingar sinnar og Corolla er mest seldi tvinnbíllinn.
Tesla Model 3 er mest seldi rafbíllinn í Evrópu með rúmlega 15.700 eintök
sem af er árinu en stór hluti þeirrar tölu er vegna sölu í Noregi og Íslandi.
Tesla-bílaframleiðandinn opnar
í vikunni nýja ofurhleðslustöð
fyrir Tesla-raf bíla í Staðarskála í
Hrútafirði. Stöðin er með átta 250
kW hlöðum sem eru 70% aflmeiri
en það sem algengast er hérlendis
í svokölluðum hraðhleðslustöðv-
um. Vert er að taka fram í því sam-
bandi að önnur fyrirtæki eru að
setja upp stöðvar með stuðningi
Orkusjóðs sem Tesla fær ekki.
Eins og fram kom í Viðskipta-
blaði Morgunblaðsins í síðustu
viku stefnir Tesla á að byggja upp
net ofurhleðslustöðva á Íslandi og
verða byggðar stöðvar sem þessar
á Akureyri, Egilsstöðum, Höfn í
Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri
og nágrenni Selfoss. Að sögn Even
Sandvold Roland, samskipta-
stjóra Tesla fyrir Noreg og Ísland,
er stefnan að setja upp net stöðva
í náinni framtíð en COVID-19
faraldurinn hefur haft áhrif á þau
áform eins og annað.
„Við munum setja upp fjölda
nýrra stöðva á Íslandi í náinni
framtíð og höfum ekki rekið
okkur á nein vandræði hér,“ sagði
Roland í samtali við Fréttablaðið.
„Ofurhleðslustöðvar eru lykilat-
riði þegar kemur að vali viðskipta-
vina á raf bíl. Ofurhleðslunet
okkar er notendavænt, hraðvirkt
og öruggt og gerir okkar not-
endum kleift að geta farið þangað
sem þeir vilja. Við hlökkum til
að tengja f leiri stöðvar á Íslandi
í náinni framtíð,“ sagði Roland
einnig.
Með öflugustu stöðvarnar
Tesla mun hafa mikla sérstöðu
þegar kemur að ferðum raf bíla
landshluta á milli þegar net Tesla
verður komið upp. Tesla-eigendur
munu geta skipulagt ferðir út frá
öflugri og hraðvirkari hleðslu á
stöðvum Tesla. Mun það eflaust
hafa áhrif á marga þegar kemur að
val á rafmagnsbíl.
Bílablað Fréttablaðsins spurði
Jón Trausta Ólafsson, formann
Bílgreinasambandsins og forstjóra
Öskju, hvort til stæði að bílaum-
boð á Íslandi svöruðu þessu útspili
Tesla. Að sögn Jóns Trausta eru
umboðin ekki að byggja upp sam-
eiginlegt net hleðslustöðva.
Mörg fyrirtæki eru um hituna
þegar kemur að hleðslustöðvum
og eru ON, Ísorka og Hlaða þegar
farin að byggja upp net víða um
landið. Þar er þó ekki að finna eins
öflugar stöðvar. ON býður upp
á næstöflugustu stöðvarnar en
þær eru 150 kW og hafa tvær verið
settar upp. Til stendur að setja átta
upp í viðbót. Aðrar hleðslustöðvar
eru 22 eða 50 kW og því ljóst að
samkeppnin á langt í land til að
mæta hraðhleðslu Tesla á Íslandi.
Tesla opnar ofurhleðslustöð í Staðarskála
Ford Kuga PHEV eigendur á Íslandi
fá nýja rafhlöðu og 80.000 króna
bensínkort vegna innkölluninnar.
Við ofurhleðslu Tesla í Hrútafirði geta átta bílar hlaðið í einu og fengið um
300 km af hleðslu á einu korteri sem dugir bílnum til Akureyrar.
2 BÍLAR 3 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R