Fréttablaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 24
Áður en sest er í bílinn er hann búinn að setja í gang og farinn að hita bílinn. 6 BÍLAR 3 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R KOSTIR OG GALLAR VW ID.3 KOSTIR GALLAR n Aðgengi n Hljóðlátur n Drægi Grunnverð: 5.190.000 kr. Hestöfl: 204 Tog/Nm: 310 newtonmetrar Hámarkshraði/km: 160 km/klst. Hröðun 0-100 km: 7,3 sek. Notkun: 15,5 kWst Hleðslugeta AC/DC: 11 kW/100 kW Hleðslutími DC 80%: 30 mín Hleðslutími. AC: 6 klst. 15 mín Farangursrými: 385 lítrar L/B/H: 4.261/1.809/1.568 mm Hjólhaf: 2.771 mm Eigin þyngd: 1.794 kg n Staðsetning vinstri rofa n Engin opnun á hurðalæsingu Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is Óhætt er að segja að biðin eftir ID.3 raf bílnum hafi verið löng en sala á honum hefur tafist fyrir margra hluta sakir. Hugbúnaður bílsins glímdi við vandamál í fyrstu útfærslum hans sem seinkar tilkomu mikilvægra þátta eins og Apple Carplay og Android Auto og COVID-19 faraldurinn hefur seinkað afhendingu bílsins og þá sér í lagi til jaðarsvæða eins og Íslands. Þess vegna voru það gleðifréttir þegar fyrsta stóra sendingin barst hingað til lands í septembermánuði. Leysir af e-Golf Volkswagen ID.3 ber þess greini- lega merki að hafa verið langan tíma í hönnunarferli því VW vonar að hér sé kominn bíllinn sem leysir Nissan Leaf af hólmi sem mest seldi raf bíllinn á heims- markaði. ID.3 kemur inn á markað raf bíla þar sem þegar er mjög mikil samkeppni hérlendis. Nissan Leaf er augljós sam- keppnisaðili enda svipaður að stærð en hann mun einnig keppa við bíla eins og Tesla Model 3 og Kia Niro svo eitthvað sé nefnt. Það sem ID.3 hefur fram yfir marga er að hann hefur verið hannaður til að mæta þörfum margra þegar kemur að raf bíl og hefur því möguleika á að verða sterkur í sölu. Hann leysir VW e-Golf af og er með 129 mm lengra hjólhafi sem gerir hann mun rúmbetri. Hann er 23 mm styttri en e-Golf en það sem skiptir meira máli er Bíll sem gerir flesta hluti vel Volkswagen ID.3 tekur sig vel út á 19 tommu felg- unum sem eru staðalbúnað- ur frá VW en einnig er hægt að fá hann á 18 tommu álfelgum. Gott höfuð- pláss er aftur í og fótapláss þokkalegt en best er þó aðgengið um stórar dyrnar. Farangursrými tekur 385 lítra og hægt er að hækka gólfið sem gerir það þægilegra við hleðslu. Fella má sæti 60/40 og skíðaluga er fyrir lengri hluti. Mælaborðið er vel staðsett og þótt það sé ekki stórt er það nóg til að sjá það helsta. Takkaborð vinstra megin er þó frekar langt frá ökumanni. að hann er 20 mm breiðari og 96 mm hærri. Fyrir vikið er hann bíll sem gott er að umgangast, hvort sem er fyrir farþega fram í eða aftur í. Hugsar fyrir farþegana Innrétting bílsins er kafli út af fyrir sig en hann er með nýja staf- ræna mælaborðið og innrétting- una sem við sáum fyrst í áttundu kynslóð VW Golf fyrir skömmu. Það má deila um hvort að sniðugt sé að setja stjórnbúnað margra þátta í snertiskjá líkt og vinsælt er hjá mörgum framleiðendum í dag. Á Íslandi eru meira að segja lög sem banna notkun snjalltækja eða raftækja án handfrjáls búnaðar. Að því sögðu er þó þægilegt að nota búnaðinn í ID.3 því hann er f ljótvirkur í notkun en stærri skjár hefði samt komið sér vel. Bíllinn er gáfaður og hugsar fyrir mann. Áður en maður er sestur inn í bílinn er hann búinn að setja sig sjálfur í gang og farinn að hita bílinn. Ef aðeins bílstjóri er sestur inn hitar bílinn sig aðeins þeim megin til að spara rafmagn- ið. Bíllinn les umferðarmerki og helstu akreinar og gatnamót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.