Fréttablaðið - 03.11.2020, Page 34
Myndunum var
lekið af starfsmönn-
um Harley-Davidson.
8 BÍLAR 3 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R
Harley-Davidson hefur kynnt til
sögunnar rafmagnsreiðhjól undir
merki Serial 1, sem er fyrirtæki
innan Harley-Davidson Company.
Hjólið ber samt merki Harley-
Davidson á afturgafflinum og
ber þess merki að sækja hönnun
sína til fyrsta Harley-Davidson
mótorhjólsins sem kom fram á
sjónarsviðið árið 1903.
Fyrsta mótorhjól Harley-David-
son var einfaldlega kallað Serial
one innan fyrirtækisins, sem var
bara lítill skúr á þessum tíma, svo
að nafnið á rafhjólamerkinu er
sterk tilvísun líka. Nú, 117 árum
síðar, kynna lykilstarfsmenn
innan Harley-Davidson þetta
rafhjól sem byggt var á síðustu
vikum, sem einstakt eintak. Það
virðist þó vera byggt á grunni
frumgerða rafmagnsreiðhjóla
sem Harley-Davidson hefur verið
að þróa og sýnd voru á EICMA
sýningunni árið 2019. Það sem er
sérstakt við nýja hjólið er hversu
mikið af útliti sínu það sækir í
fyrsta mótorhjólið. Dekkin eru
hvít eins og á 1903 mótorhjólinu
og hnakkurinn er gamaldags
gormahnakkur klæddur brúnu
leðri. Loks er drifið á hjólinu brún
reim í stað keðju, sem eitt og sér er
sterk tilvísun í gamla hjólið sem
dreif afturdekkið með brúnni
leðurreim. Loks er mótorinn
sjálfur í grindinni, í stað miðju
afturfelgunnar eins og vinsælt er í
rafhjólum. Hvort að þetta fallega
rafhjól nái í sýningarsali Harley-
Davidson er ekki sagt í tilkynn-
ingu frá Serial 1, en vorið 2021
mun þó vera sá tími sem reiðhjól
merkisins fara á markað.
Rafmagnsreiðhjól frá Harley-Davidson
Rafhjólið er með hvítum dekkjum, gamaldags hnakki og reim í stað keðju,
eins og fyrsta mótorhjól Harley-Davidson sem kom fram árið 1903.
Mótorhjól fyrir árið 2021 eru
nú farin að birtast eitt af öðru
á frumsýningum á netinu. Eitt
þeirra er endurnýjað Yamaha
MT-09 sem kemur með nýju útliti,
minni þyngd og stærri vél en áður.
Nakin mótorhjól í millistærðar-
flokki hafa verið góð söluvara
og vinsældir þeirra halda áfram
að aukast. Vélin er nú orðin 889
rúmsentimetrar sem skilar meira
afli og togi. Með þessari þriðju
kynslóð er gerð töluverð breyt-
ing á útliti. Búið er að skipta út
tvö földu framljósunum fyrir eitt
díóðuaðalljós og komin eru tvö
díóðudagljós sitt hvorum meg-
in. Vélin er sýnilegri en áð ur, sem
og fjöðrun hjólsins en búið er
að færa bensíntankinn neð ar á
hjólið. Pústkerfið er líka fyrirferð-
arminna en áður og nær vélinni,
auk þess að vera léttara. Vélin
uppfyllir hinn nýja Euro5 meng-
unarstaðal, þrátt fyrir meira afl.
Togið er neðar á snúningssviðinu
en áður, sem ætti að gera hjólið
enn skemmtilegra í akstri. Margir
völdu áður að fá sér SP útgáfuna til
að fá betri fjöðrun en nýja hjólið
fær 41 mm fjölstillanlega KYB
framdempara. Einnig er endur-
hönnuð KYB fjöðrun að aftan, sem
líka er stillanleg. Felgurnar eru
enn léttari en áður enda steyptar
í einu lagi. Hjólið mun koma í
þremur litum þegar það kemur á
markað í mars á næsta ári.
Ný kynslóð Yamaha MT-09
Öflugri vélin er sýnilegri en áður og
allt þar í kringum er samanreknara.
Afabarn hans, Súsanna Rós West-
lund, varð fyrir svörum og f ljót-
lega kom í ljós að mynd væri til af
karlinum. „Sú mynd er í kýrauga
úr messing, ótrúlega f lott mynd,“
sagði hún. Fékk ég ljósmynd af
myndinni senda og sá þá að um
mjög gamalt hjól var að ræða.
Hjólið á myndinni er Excelsior
Model 7-C, skráð 8 hestöf l, eins og
slegið var upp í auglýsingum fyrir
hjólið. Í gömlum skráningarpapp-
írum frá 1922 kemur fram að til
hafi verið átta hestaf la Excelsior-
hjól fram til ársins 1921, með
grindarnúmerið 96061. Það þýðir
að það var framleitt 1914-15, sem
passar við hjólið á myndinni og er
því um elsta mótorhjól sem til er á
mynd hérlendis að ræða.
Bestu mótorhjól síns tíma
Excelsior mótorhjólin voru hrað-
skreiðustu og áreiðanlegustu
hjólin í Bandaríkjunum á sínum
tíma og unnu meðal annars tvær
fyrstu Cannonball þolaksturs-
keppnirnar. Excelsior V2 með 61
kúbiktommu vél eins og þetta,
var fyrsta framleiðslumótorhjólið
til að ná 100 mílna hraða árið
1912. Árið 1914 var hjólið komið
með tveggja gíra kassa og blað-
fjöðrun að framan eins og sést á
þessu hjóli. Þriggja gíra kassi kom
árið 1915 en því miður sjáum við
Mótorhjólamyndin í kýrauganu
Sams konar Excelsior-mótorhjól og selt var á uppboði nýlega, með annars konar gasljóskeri en hjól Ossians.
Ossian
Westlund veifar
kumpánlega til
ljósmyndarans
gegnum
kýraugað.
Í grúski bílablaðamanns Frétta-
blaðsins um gömul mótorhjól,
kemur stundum eitthvað
skemmtilegt upp úr dýpi
liðinna daga. Ég hafði rekist á
frásögn um Ossian Westlund
og „tvíhjólabifreið“ hans frá því
um 1920 á yfirferð um netið og
ákvað að setja mig í samband.
Sá orðrómur er uppi að mikilla
tíðinda sé að vænta frá austur-
ríska framleiðandanum KTM. Eru
tíðindin í formi öflugri útgáfu 1290
Super Duke hjólsins í ljósi velgengi
merkisins í MotoGP. Verður hjólið
þó aðeins framleitt í minna en 500
eintökum. Eins og búast má við
verður hjólið búið allra nýjustu
tækni í spólvörn og þess háttar.
Einnig verður notkun koltrefja
allsráðandi og sérstakir léttmálmar í
fótstigum og handföngum. Sérstakt
Akrapovic pústkerfi verður í hjólinu
og það verður níu kílóum léttara en
hefðbundna hjólið að sögn tíma-
ritsins Motociclismo. Þótt hjólið
hafi ekki fengið nafn ennþá er búist
við að það verði einfaldlega kallað
Super Duke RR og ef orðrómurinn
er sannur munum við sjá eitthvað
meira snemma á næsta ári.
Kemur öflugri Super Duke á næsta ári?
KTM Super Duke R kemur væntan-
lega í öflugri RR útgáfu á næsta ári.
Harley-Davidson er um það bil
að setja á markað hjól sem keppa
mun á markaði þar sem ríkir
mikil samkeppni. Er það í formi
Pan America ferðahjólsins sem
nýlega náðust myndir af nánast
fullbúnu. Vitað hefur verið af
tilurð þess í nokkurn tíma, enda
hjólið merkt sem framtíðarmódel
á heimasíðu Harley-Davidson.
Það var einnig sýnt sem til-
raunahjól á EICMA sýningunni í
nóvember í fyrra. Myndunum var
„lekið“ af starfsmönnum Harley-
Davidson, ásamt staðfestingu á
því að hjólið yrði kynnt á næsta
ári. Hjólið virðist fullbúið á
myndunum með litaskjá í mæla-
borði og fullbúið til ferðalaga.
Harley-Davidson Pan America á markað næsta vor
Pan America-
hjólið virðist
vera tilbúið
á markað
á þessum
myndum sem
lekið var frá
verksmiðjunni.
Ekkert hefur heyrst enn þá hvort
hjólið verði samkeppnishæft
í verði, til að mæta stífri sam-
keppni frá merkjum eins og BMW,
Honda, Ducati og KTM.
ekki á myndinni hvort hann sé í
hjólinu eða ekki. Árið 1921 keypti
Excelsior Henderson merkið og
þar með voru dagar þessa V2
mótors taldir.
Seldi hjólið til Svíþjóðar
Súsanna sagði einnig að til væri
gömul grein um afa hennar og
mótorhjólið. Í Morgunblaðinu
þann 13. mars 1931 er fjallað um
Westlund. Þar er meðal annars
minnst á bif hjólið og sögu tengda
því. Við grípum niður í frásögn
Morgunblaðsins um mótorhjólið.
„Svo var það einn góðan veður-
dag, að maður var á bif hjóli inn
við Elliðaár. Hjólið datt í árnar.
Það skemdist. Eigandinn fjekk
ekki gert við það og seldi það fyrir
hálfvirði en Westlund keypti.
Bif hjól eru merkilegir gripir. Það
fanst Westlund. Hann plokkaði
hjólið alt í sundur ögn fyrir ögn,
og einkum þó hreyfilinn. Af
því lærði hann margt. Margar
tilraunir gerði hann. En að því
kom að bif hjólið var sem nýtt og
Westlund settist á bak, marg-
fróðari um hreyf la og hjól, en
er hann byrjaði. Ári seinna fór
hann í skemmtiferð um Noreg
og Svíþjóð á hjólinu. Hann seldi
það í Málmey nokkur hundruð
krónum dýrara en hann hafði
keypt það.“ Í einkasafni í Helsing-
borg í Svíþjóð má meðal annars
finna safn mótorhjóla sem nú er
reyndar lokað, þar sem erfingjar
eru að selja safnið. Meðal gripa
þar er Excelsior mótorhjól af sömu
árgerð, einnig með hliðarvagni
og sams konar ljóskeri. Leiða má
líkur að því að um sama hjól sé að
ræða, en framtíðin mun vonandi
leiða það í ljós.