Fréttablaðið - 03.11.2020, Síða 36

Fréttablaðið - 03.11.2020, Síða 36
10 BÍLAR 3 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R Búlgarski ofursportbíllinn Alieno Arcanum kom fyrst fram á sjónar- sviðið árið 2018 í tölvumyndum en nú virðist meira vera að gerast hjá þessum framleiðanda. Til- kynnt hefur verið um tæknibúnað bílsins, sem er rafdrifinn og mun hafa allt að 24 rafmótora. Hægt verður að hafa fjórar aflútfærslur og er sú kraftminnsta „aðeins“ 2.610 hestöfl. Sú útfærsla er líka aðeins að skila 4.400 newton- metra togi sem er helmingi minna en í af lmestu útfærslunni. Kallast útfærslurnar RP2, RP3 RP4 og RP5 sem skilar 5.221 hestafli og 8.800 newtonmetra togi. RP3 skilar 3.481 hestafli og RP4 4.351 hestafli. Bíllinn er eins og stór Lamborgh ini að sjá enda er hann 5.240 mm að lengd og 2.180 mm breiður. Nafnið Alieno þýðir geim- vera á ítölsku og ekki að undra. Grindin er smíðuð úr Kevlar, koltrefjum og áli og yfirbygg- ingin er blanda af koltreflum og Kevlar. Vindskeiðar og vind- göng ásamt loftfræðihönnuðum undirvagni búa til loftf læði sem heldur honum við veginn enda er hámarkshraðinn 488 km/klst. Til að halda þyngdinni niðri eru mótorarnir í hjólmiðjunum og eru þrír í hverju hjóli í af lminnstu útgáfunni og allt upp í sex í þeirri öflugustu. Raf hlaðan kemur í þremur útfærslum, 60, 120 og 180 kWst, og er drægi þeirra 340, 680 og 1.020 km. Hægt er að tengja bílinn við allt að 2.700 kW hleðslustöð, og ef einhver finnur slíka stöð er hægt að hlaða hann á þremur mínút- um. Við 350 kW hleðslustöð er hleðslutíminn 14 mínútur. Ekki er gefið upp hvað langan tíma tekur að hlaða hann með 22 kW hleðslu- búnaðinum sem fylgir bílnum. Hvað skyldu svo herlegheitin vikta? Með stóru raf hlöðunni er bíllinn 2,9 tonn sem er eins og stærsta gerð af jeppa og rúmlega það en með minnstu raf hlöðunni er hann 1,6 tonn. Til að stoppa þessa þyngd er bremsukerfið með 440 mm diskum með tíu stimpla dælum. Hægt hefur verið að panta bílinn í nokkurn tíma og líklega aukast pantanir við útgáfu þess- ara tækniupplýsinga. Verðið mun þó standa í f lestum en það er frá 125-250 milljónum króna. Ofursportbíll með 5.200 hestöfl Alls staðar má sjá vindskeiðar, vængi eða loftgöng til að bíllinn verði sem stöðugastur á vegi enda veitir væntanlega ekki af með allt þetta afl. Suzuki hefur hafið sölu á Across- tengiltvinnbílnum sem er hluti af samstarfi bílamerkisins við Toyota. Er hann boðinn hjá Suzuki á 8.590.000 krónur en Toyota RAV4 sem er í grunninn sami bíll er á 8.550.000 krónur. Bílablaðamaður Fréttablaðsins hafði bílinn til prófunar á dög- unum og er skemmst frá að segja að bíllinn er í engu frábrugðinn RAV4 PHEV fyrir utan smávægilegar útlitsbreytingar. Að innan þekkir maður muninn einungis út frá Suzuki-merkinu í stýrinu en framendinn er það sem skilur bílana að útlitslega með mjórri aðalljósum og öðruvísi grilli. Þótt vissulega sé hér kominn dýrasti Suzuki-bíllinn er hann líka sá langöflugasti með sín rúm 300 hestöfl. Sama upptak er í hundr- aðið eða aðeins sex sekúndur sem er einnig það besta sem sést hefur í Suzuki-bíl. Hvernig salan verður á þessum systurbílum á eftir að koma í ljós en vissulega eru tengiltvinnvæddir jepplingar góð söluvara um þessar mundir. Þeir sem annars gætu þurft að bíða eftir Toyota-bílnum fá sama bílinn í Suzuki Across og því getur verið kostur að hafa bílinn á sölu hjá tveimur umboðum. Suzuki Across kominn í sölu Nýr Suzuki Across er sami bíll og RAV4 PHEV að öllu leyti nema útliti fram- enda þar sem komin eru þynnri aðalljós og endurhannað grill. Sama innrétting er í bílunum og eini munurinn er Suzuki merkið í stýrinu. Raf bílar eru að verða heit sölu- vara og ekki síst á Íslandi þar sem að tæplega fjórðungur bílasölu í október var 100% rafdrifinn. COVID-19 faraldurinn hefur haft áhrif á komu þeirra til landsins en það styttist þó í marga eftirtektar- verða raf bíla á næstu mánuðum. Hér er stutt yfirferð um þá bíla sem væntanlegir eru á markað á Íslandi á næstunni og hvenær þeir koma á markað í Evrópu. Haft var samband við umboðin og spurt hvenær raf bílar þeirra væru væntanlegir á markað hérlendis.  Hvaða rafbílar eru væntanlegir á markað hérlendis árið 2021? Mercedes- Benz EQA er að koma til landsins í febrúar en hann verður með 400 km drægi. Opel Mokka rafbíllinn er væntanlegur á næsta ári eins og rafútgáfa Korando. BMW iX3 er mjög svipaður X3 í útliti en kemur ekki hingað til lands fyrr en hann verður boðinn fjórhjóladrifinn. Volvo XC40 Recharge kemur væntanlega til landsins seint næsta sumar en ekki er víst hvort Polestar merkið komi hingað ennþá. Fyrstu eintök Volkswagen ID.4 rafjepplingsins koma í byrjun árs til landsins. Ekki er vitað hvenær Fiat 500 raf- bíllinn kemur til landsins þótt búið sé að lofa honum 2021. Askja Mercedes EQA mun fá útlit sitt frá GLA jepplingnum til að auka rými innan dyra. Ekki hefur enn verið látið uppi hvaða drif lína verður í bílnum en hann verður með 400 km drægi. Það styttist í að bíllinn komi til Íslands því hann er væntanlegur hingað í byrjun febrúar. EQV er handan við hornið og munu fyrstu eintök koma í næstu viku en EQS er væntanlegur með haustinu. Bílabúð Benna Hefðbundnar útgáfur nýs Korando eru þegar komnar í sölu hérlendis og það styttist í sölu á Korando EV í Evrópu. Rafútgáfan er mjög svipuð útlitslega og verður fjórhjóla- drifin auk þess að vera með góða dráttargetu. Korando EV mun koma á seinni hluta næsta árs til landsins en Opel Mokka raf bíllinn er einnig væntanlegur á næsta ári. BL Sá raf bíll sem mest er beðið eftir við Sævarhöfðann er BMW iX3. Hann kemur til að byrja með aðeins með aftur- hjóladrifi en verður með 80 kWst rafhlöðu og 460 km drægi. Hann mun fara í sölu í Evrópu næsta vor en mun ekki koma til Íslands fyrr en hann verður boðinn í fjórhjóla- drifinni útgáfu, sem kemur ekki alveg strax. Einnig styttist í Dacia EV raf bílinn sem á að verða sá ódýrasti á markaði. Verður opnað fyrir pantanir á honum næsta vor en enn er óvíst hvort hann komi hingað til lands á næsta ári. Brimborg Citroen C4 er væntanlegur með mikilli útlitsbreytingu en bíll- inn breytist úr fólksbíl í fram- drifsbíl með jepplingslagi. Hann kemur einnig í 100% rafútgáfu og kallast á e-C4 og verður á CMP-rafbílaundirvagninum. Það er sami undirvagn og í Peug- eot 208 og Opel Corsa-e. Hann kemur með 50 kWst rafhlöðu og 134 hestafla mótor. Drægið verður 350 km og hröðunin 9,7 sekúndur í hundraðið. Er nýja C4 línan væntanleg til Íslands um næstu áramót. Volvo XC40 Recharge P8 er fyrsti rafbíll Volvo og er væntanlegur á næsta ári, en hann notar sama rafbún- að og Polestar 2. Hann verður með tveimur rafmótorum og skilar rúmum 400 hestöflum. Drægið verður um 400 km og hann kemur hingað til lands næsta sumar ef allt gengur eftir. Síðast en ekki síst eru margir að bíða eftir komu Ford Mustang Mach-E til landins en hann mun koma hingað einhvern tímann á næsta ári. Ford hefur seinkað afhendingum í Evrópu sem byrja ekki fyrr en næsta vor. Hekla Það styttist í afhendingu fyrsta ID.4 rafjepplingsins en fyrstu bílarnir munu koma hingað til lands í janúar. Audi Q4 raf- bíllinn var frumsýndur sem tilraunabíll á bílasýningunni í Genf vorið 2019 en kemur sem fimmti raf bíll Audi á næsta ári. Hann kemur á sama undir- vagni og ID.4 og mun koma ásamt Audi e-GT hingað til lands í byrjun maí. GT bíllinn er hins vegar byggður á sama undirvagni og Porsche Taycan og verður með tveimur raf- mótorum sem samtals skila 582 hestöflum. Rafhlaðan verður 96 kWst og mun geta notað 350 kW hleðslustöðvar. Skoda Enyaq er ekki staðfestur til landsins ennþá en hann mun væntanlega koma hingað næsta sumar. Ísband Eini raf bíllinn sem væntanlegur er í Mosfellsbæinn á næsta ári er Fiat 500. Hann mun koma með 117 hestafla rafmótor og 42 kWst rafhlöðu sem dugir honum til 320 km drægis svo hann ætti að vera samkeppnishæfur. Hann mun fara í sölu í Evrópu næsta vor en óvíst er hvenær hann kemur til landins þótt umboðið lofi að hann muni koma 2021. Maxus MPV er sjö sæta bíll sem kemur um áramót. Tesla Þótt sala á Model Y sé víða hafin er þessi Tesla jepplingur ekki væntanlegur hingað alveg strax. Mun fyrst verða hægt að panta bílinn síðsumars 2021 og alls er óvíst hvenær fyrsta sendingin kemur. Hann er á sama undirvagni og Model 3 og verður einnig fáan- legur í Performance útgáfu. Tesla Model S Plaid er þegar kominn í pöntunarferli og spurning hvort að einhver hérlendis muni panta þennan öfluga raf bíl sem verður aðeins tvær sekúndur í hundraðið Suzuki umboðið Suzuki umboðið hefur hafið sölu á Maxus raf bílamerkinu sem framleitt er í Kína. Fyrsti bíllinn er kominn á markað sem sendibíll en sjö manna raf- bíllinn Euniq MPV er væntan- legur í lok þessa árs. Fleiri bílar eru í burðarliðnum hjá Maxus en ekki er vitað hvenær og hvort þeir komi hingað til lands.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.