Fjölrit RALA - 10.09.1992, Blaðsíða 11

Fjölrit RALA - 10.09.1992, Blaðsíða 11
3 FRAMLEIÐSLUSPÁ FYRIR ÁRIÐ 1992 Eftirfarandi niðurstöður eru notaðar við gerð þessara áætlana: 1) Samkvæmt skýrslum fóðurbirgðafélaganna reyndust vera 3315 fullorðin svín í landinu 1. nóvember 1991. Áætlað er að 10% af þessum fjölda séu geltir, eða 331 geltir og 2984 gyltur. 2) Fjöldi nytjagrísa samkvæmt sláturskýrslum og fóðurbirgðaskýrslum voru alls 45352 grísir á árinu 1991. Áætlaður fjöldi gylta 1. nóvember 1990 var 2804 gyltur. Áætlaður fjöldi nytjagrísa eftir gyltu á árinu 1991 er þar af leiðandi 16,17 nytjagrísir, eða 16,2 nytjagrísir eftir hverja gyltu. 3) Samkvæmt sláturskýrslum var meðalfallþungi sláturgrísa í kjötflokkunum Grís I*, Grís I, Grís II, Grís III og Grís IV á árinu 1991 56,2 kg. Framleiðsluspá fyrir árið 1992: A) 2984 gyltur x 16,2 grísir = 48341 nytjagrísir. B) 48341 nytjagrísir * 56,2 kg + 1364 fullorðin svín x (103 - 56,2) kg = 2.716.764 kg + 63.835 kg = 2.780.599 kg, eða 2780,6 tonn. Samkvcemt framleiðsluspá fyrir árið 1992 er reiknað með að á árinu 1992 fáist 48341 nytjagrísir og svínakjötsframleiðslan verði 2780,6 tonn. Tafla 1. Framleiðslumagn (tonn) samkvaemt framleiðsluspá 1983-91, framleiðslumagn samkvæmt sláturskýrslum og skýrslum fóðurbirgðafélaganna 1983-91 og frávik frá framleiðsluspá 1983-91. Framleiðslumagn Framleiðslumagn Mismunur á framleiðslu- (tonn) samkvæmt (tonn) samkvæmt spá og framleiðslu Ar framleiðsluspá skýrslum skv. skýrslum 1983 1300,2 1310,2 -10,0 0,8% 1984 1484,1 1437,6 + 46,5 3,1% 1985 1540,1 1641,3 -101,2 6,6% 1986 1776,5 1874,4 -97,9 5,5% 1987 1984,6 2038,9 -54,3 2,7% 1988 2494,6 2481,8 + 12,8 0,5% 1989 2655,8 2663,4 -7,6 0,3% 1990 2524,3 2533,3 -9,0 0,4% 1991 2445,9 2594,0 -148,1 6,1% 1992 2780,6

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.