Fjölrit RALA - 10.09.1992, Blaðsíða 15

Fjölrit RALA - 10.09.1992, Blaðsíða 15
7 Af mynd 4 sést að áætlaður fjöldi nytjagrísa eftir gyltu hefur aukist úr 13,4 nytjagrísum 1983 í 16,2 nytjagrísi 1991. 40,0 30,0 20,0 10,0 0,0 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 Framleiðsluór Fallþungi.kg Mynd S. Áætlaður fallþungi sláturgrísa 1983-1991. Samkvæmt skýrslum sláturleyfishafa. Aœtlaður fallþungi.kg 70,0 60,0 50,0 Af mynd 5 sést að áætlaður fallþungi sláturgrísa hefur lítið breyst frá árinu 1983. Tilraunir hafa sýnt að hagkvæmast er að slátra svínum þegar þau hafa náð 95-100 kg þyngd, en þá er fallþungi þeirra 65-70 kg. Hagkvæmasta eldisskeið sláturgrísa er þegar þeir eru 85-100 kg en þá er vaxtarhraði mestur. Einnig vegur gyltufóðrið og smágrísafóðrið, sem er dýrasta fóðrið, hlutfallslega minna í fóðurkostnaðnum, þannig að framleiðslukostnaður á hvert kg af svínakjöti verður mun lægri. Niðurstöður afkvæmarannsókna hafa sýnt að mikill munur er á kynbótagildi galta og gylta hvað varðar vaxtarhraða og fitusöfnun. Ef eingöngu eru notaðir geltir og gyltur sem eiga grísi með mikinn vaxtarhraða og litla fitusöfnun á að vera tiltölulega auðvelt að framleiða sláturgrísi með 60-70 kg fallþunga á 180-190 dögum. Til lítils er fyrir þá svínabændur sem eiga léleg undaneldisdýr að ná þessum fallþunga þar sem grísir þeirra verða alltof feitir og alltof gamlir þegar þessum fallþunga er náð.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.